Saumar veggteppi byggt á Riddarateppinu Sæunn Gísladóttir skrifar 26. júní 2017 07:00 Sólveig Hrönn er nýútskrifuð af fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík og stefnir á nám í fornfræði í vetur. vísir/eyþór Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir er 19 ára gömul og fæst nú við öðruvísi sumarstarf en flestir. Á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ er hún að sauma veggteppi byggt á hinu fræga Riddarateppi sem er til sýnis í Þjóðminjasafninu. „Ég var að vinna í Skapandi sumarstörfum í fyrra og mér fannst það mjög skemmtilegt þannig að ég ákvað að sækja um aftur í ár en með öðruvísi verkefni. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að gera eitthvað í höndunum. Í fyrra fór ég að pæla í útsaumi og viðhorfi til útsaums. Svo sótti ég um með það í huga að gera útsaumsverk og mér fannst spennandi hugmynd að ætla bara að gera eitt verk yfir sumarið,“ segir Sólveig. „Það hljómar eins og lítið þegar maður segist ætla að gera eitt verk en þegar maður sér það skilur maður af hverju var bara hægt að gera eitt verk.“ Sólveig hefur verið að rannsaka sögu handverks íslenskra kvenna og lýtur verk hennar meðal annars að nafnleysi saumakvenna fyrri alda og tímanum að baki útsaumsverkum. Sólveig veit ekki enn þá hversu stórt verk hennar verður. „Riddarateppið sjálft er held ég 130 x 160 cm. Ég ætla að byrja á að gera myndirnar sex sem eru í miðjunni og í kringum þær eru drekar sem mig langar að gera líka. Þannig að í rauninni er erfitt að segja til um hversu stórt þetta verður." Útsaumsverk hafa varðveist illa og eru að jafnaði höfundarlaus. Það einskorðast ekki við Ísland en saumur, vefnaður og aðrar hannyrðir þóttu einungis kvenlegar greinar og voru flokkaðar sem nytjalist en ekki alvöru listgreinar. Með verkefninu langar Sólveigu að sýna hversu mörg spor felast í einu dagsverki og efla vitund um gildi handverks og þá vinnu sem liggur að baki. Skapandi sumarstörf vara í átta vikur. Sólveig segir verkefnið fara vel af stað hjá sér og mun hún sýna það í lok júlí. Sólveig er nýútskrifuð af fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hyggur á að hefja háskólanám í fornfræði í vetur. „Það mætti kannski segja að ég sé áhugasöm um gamla tíma," segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir er 19 ára gömul og fæst nú við öðruvísi sumarstarf en flestir. Á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ er hún að sauma veggteppi byggt á hinu fræga Riddarateppi sem er til sýnis í Þjóðminjasafninu. „Ég var að vinna í Skapandi sumarstörfum í fyrra og mér fannst það mjög skemmtilegt þannig að ég ákvað að sækja um aftur í ár en með öðruvísi verkefni. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að gera eitthvað í höndunum. Í fyrra fór ég að pæla í útsaumi og viðhorfi til útsaums. Svo sótti ég um með það í huga að gera útsaumsverk og mér fannst spennandi hugmynd að ætla bara að gera eitt verk yfir sumarið,“ segir Sólveig. „Það hljómar eins og lítið þegar maður segist ætla að gera eitt verk en þegar maður sér það skilur maður af hverju var bara hægt að gera eitt verk.“ Sólveig hefur verið að rannsaka sögu handverks íslenskra kvenna og lýtur verk hennar meðal annars að nafnleysi saumakvenna fyrri alda og tímanum að baki útsaumsverkum. Sólveig veit ekki enn þá hversu stórt verk hennar verður. „Riddarateppið sjálft er held ég 130 x 160 cm. Ég ætla að byrja á að gera myndirnar sex sem eru í miðjunni og í kringum þær eru drekar sem mig langar að gera líka. Þannig að í rauninni er erfitt að segja til um hversu stórt þetta verður." Útsaumsverk hafa varðveist illa og eru að jafnaði höfundarlaus. Það einskorðast ekki við Ísland en saumur, vefnaður og aðrar hannyrðir þóttu einungis kvenlegar greinar og voru flokkaðar sem nytjalist en ekki alvöru listgreinar. Með verkefninu langar Sólveigu að sýna hversu mörg spor felast í einu dagsverki og efla vitund um gildi handverks og þá vinnu sem liggur að baki. Skapandi sumarstörf vara í átta vikur. Sólveig segir verkefnið fara vel af stað hjá sér og mun hún sýna það í lok júlí. Sólveig er nýútskrifuð af fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hyggur á að hefja háskólanám í fornfræði í vetur. „Það mætti kannski segja að ég sé áhugasöm um gamla tíma," segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira