Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2017 19:03 Hafþór Júlíus segir að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Vísir/Valli Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi og biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook-færslu Hafþórs Júlíusar þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Í viðtalinu segir Thelma Björk Hafþór hafa beitt sig ofbeldi á þeim tíma sem þau áttu í sambandi. Sagðist hún vilja segja sína sögu eftir að hafa fengið bréf frá barnaverndaryfirvöldum um að lögregla hafi verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu, en dóttir Hafþórs og Thelmu hafi á þessum tíma verið í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. Thelma Björk segist þá hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki sú eina sem Hafþór hafi beitt ofbeldi og því ákveðið að stíga fram. Hafþór Júlíus hafnar ásökunum Thelmu Bjarkar í Facebook-færslunni og segist búast við að kærumál á hendur honum muni upplýsast hjá lögreglu. „Ég held að ég bíði því með að tjá mig um það frekar í bili. Ég vil þó taka fram strax að ég hef aldrei beitt Andreu [fyrrverandi kærasta Hafþórs] ofbeldi, ekki fremur en aðrar konur. Ég ætla einnig að taka fram strax að engin áverkavottorð frá Andreu liggja fyrir og samkvæmt lögregluskýrslu voru engir áverkar sjáanlegir á henni.“Frásögn lituð af hatri í hans garð Hann segir enn fremur að viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu sé „þyngra en tárum taki“ og að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Segir hann Thelmu Björk aldrei hafa komist yfir að hann hafi slitið sambandinu á sínum tíma. Hafþór Júlíus biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Hann segir að kærumálið sem nú sé til meðferðar hjá íslenskri lögreglu, og krafa Hafþórs um umgengni við dóttur sína, sem sé til meðferðar hjá yfirvöldum í Kaupmannahöfn þar sem Thelma Björk býr, muni leysast á næstu vikum. „Ég hef ekkert að fela hvorki gagnvart þessum tveimur konum né öðrum,“ segir Hafþór Júlíus.Lesa má Facebook-færslu hans í heild sinni að neðan. Tengdar fréttir Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi og biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook-færslu Hafþórs Júlíusar þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Í viðtalinu segir Thelma Björk Hafþór hafa beitt sig ofbeldi á þeim tíma sem þau áttu í sambandi. Sagðist hún vilja segja sína sögu eftir að hafa fengið bréf frá barnaverndaryfirvöldum um að lögregla hafi verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu, en dóttir Hafþórs og Thelmu hafi á þessum tíma verið í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. Thelma Björk segist þá hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki sú eina sem Hafþór hafi beitt ofbeldi og því ákveðið að stíga fram. Hafþór Júlíus hafnar ásökunum Thelmu Bjarkar í Facebook-færslunni og segist búast við að kærumál á hendur honum muni upplýsast hjá lögreglu. „Ég held að ég bíði því með að tjá mig um það frekar í bili. Ég vil þó taka fram strax að ég hef aldrei beitt Andreu [fyrrverandi kærasta Hafþórs] ofbeldi, ekki fremur en aðrar konur. Ég ætla einnig að taka fram strax að engin áverkavottorð frá Andreu liggja fyrir og samkvæmt lögregluskýrslu voru engir áverkar sjáanlegir á henni.“Frásögn lituð af hatri í hans garð Hann segir enn fremur að viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu sé „þyngra en tárum taki“ og að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Segir hann Thelmu Björk aldrei hafa komist yfir að hann hafi slitið sambandinu á sínum tíma. Hafþór Júlíus biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Hann segir að kærumálið sem nú sé til meðferðar hjá íslenskri lögreglu, og krafa Hafþórs um umgengni við dóttur sína, sem sé til meðferðar hjá yfirvöldum í Kaupmannahöfn þar sem Thelma Björk býr, muni leysast á næstu vikum. „Ég hef ekkert að fela hvorki gagnvart þessum tveimur konum né öðrum,“ segir Hafþór Júlíus.Lesa má Facebook-færslu hans í heild sinni að neðan.
Tengdar fréttir Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00