Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2017 23:18 Flætt hefur inn í hús sem standa við Dagmálalæk á Seyðisfirði. Hulda Ragnheiður Árnadóttir Flætt hefur inn í hús á Seyðisfirði og skemmdir hafa orðið á ársgamalli brú á Eskifirði í miklu vatnsveðri sem hefur verið á Austurlandi í dag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, var stödd á Eskifirði þegar Vísir náði tali af henni skömmu fyrir klukkan 23. „Hér á Eskifirði er gríðarleg aurskriða niður úr farvegi Hlíðarendaár sem liggur í gegnum bæinn. Þar er verið að moka einhverjum þúsundum rúmmetra af grjóti. Það er í raun tjón sem er ekki á vátryggðum eignum hjá okkur, nema að mjög takmörkuðu leyti þar sem búið er að flæða inn í einhverjar tvær skemmur fyrir neðan veginn.“ Hulda Ragnheiður segir að á Eskifirði sé ekki um stórkostleg tjón á eignum sem eru tryggðar séu Viðlagatryggingum að ræða. Hins vegar sé þetta gríðarlegt tjón fyrir sveitarfélagið, Fjarðabyggð. „Þetta er ný brú, ársgömul, sem liggur út í ytri hluta bæjarins, og það er allt stíflað. Það er ófært yfir þann hluta bæjarins á meðan er að hreinsa þetta. Það er stíflað undir brúna þannig að vatnið flæðir bara yfir hana.“Garðarvegur var rofinn í kvöld.Hulda Ragnheiður ÁrnadóttirÁstæðan fyrir því hve vatnsmikil Hlíðardalsá í Eskifirði er um þessar mundir er að unnið er að því að hreinsa árfarveg ár í nágrenninu. Meðan sú vinna stendur yfir er vatni úr þeirri á veitt í Hlíðarendaá sem er afar vatnsmikil af þeim sökum. Hulda Ragnheiður segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. „Þar hefur verið að flæða inn í hús, bæði í kjallara og íbúðarhús sem stendur við Dagmálalæk, við Garðarsveg. Það er búið að rjúfa veginn, Garðarsvegur, þar til að hleypa vatninu fram,“ segir Hulda Ragnheiður.Fjarðará.Hulda Ragnheiður Árnadóttir Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Flætt hefur inn í hús á Seyðisfirði og skemmdir hafa orðið á ársgamalli brú á Eskifirði í miklu vatnsveðri sem hefur verið á Austurlandi í dag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, var stödd á Eskifirði þegar Vísir náði tali af henni skömmu fyrir klukkan 23. „Hér á Eskifirði er gríðarleg aurskriða niður úr farvegi Hlíðarendaár sem liggur í gegnum bæinn. Þar er verið að moka einhverjum þúsundum rúmmetra af grjóti. Það er í raun tjón sem er ekki á vátryggðum eignum hjá okkur, nema að mjög takmörkuðu leyti þar sem búið er að flæða inn í einhverjar tvær skemmur fyrir neðan veginn.“ Hulda Ragnheiður segir að á Eskifirði sé ekki um stórkostleg tjón á eignum sem eru tryggðar séu Viðlagatryggingum að ræða. Hins vegar sé þetta gríðarlegt tjón fyrir sveitarfélagið, Fjarðabyggð. „Þetta er ný brú, ársgömul, sem liggur út í ytri hluta bæjarins, og það er allt stíflað. Það er ófært yfir þann hluta bæjarins á meðan er að hreinsa þetta. Það er stíflað undir brúna þannig að vatnið flæðir bara yfir hana.“Garðarvegur var rofinn í kvöld.Hulda Ragnheiður ÁrnadóttirÁstæðan fyrir því hve vatnsmikil Hlíðardalsá í Eskifirði er um þessar mundir er að unnið er að því að hreinsa árfarveg ár í nágrenninu. Meðan sú vinna stendur yfir er vatni úr þeirri á veitt í Hlíðarendaá sem er afar vatnsmikil af þeim sökum. Hulda Ragnheiður segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. „Þar hefur verið að flæða inn í hús, bæði í kjallara og íbúðarhús sem stendur við Dagmálalæk, við Garðarsveg. Það er búið að rjúfa veginn, Garðarsvegur, þar til að hleypa vatninu fram,“ segir Hulda Ragnheiður.Fjarðará.Hulda Ragnheiður Árnadóttir
Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04