Innlent

Ráðherra eykur þorskkvótann

Atli Ísleifsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra vísir/anton brink
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Þorskkvótinn er aukinn úr 244 þúsundum tonna í 255 þúsund tonn.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í öllum tegundum.

„Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að staða margra fiskistofna sé sterk og því ráðleggur stofnunin aukinn afla í mikilvægum tegundum s.s. þorski og ýsu. Hins vegar er ástand íslensku sumargotssíldarinnar slæmt vegna sýkingar og þarf því að draga verulega úr veiðum,“ segir í tilkynningunni.

Nánar má lesa um málið á vef ráðuneytisins, en að neðan má sjá má sjá kvóta eftir fisktegundum.


Tengdar fréttir

Hörmungarástand á íslensku sumargotssíldinni

Hafrannsóknarstofnun leggur til sex prósenta aukningu á aflamarki þorsks fyrir næsta fiskveiðiár og tuttugu prósenta aukningu í ýsu. Hins vegar leggur stofnunin til stórfellda lækkun á heimildum til síldveiða, eða um 38 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×