Yfirvöld í Bandaríkjunum biðja Interpol að leita 5 yfirmanna Volkswagen vegna dísilvélasvindlsins Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2017 10:55 Dísilvélasvindl Volkswagen er langt frá því til lykta leitt. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa leitað til Interpol til að hafa hendur í hári 5 yfirmanna Volkswagen Group sem taldir eru sekir um dísilvélasvindl Volkswagen sem upp komst um haustið 2015. Hafa bandarísk yfirvöld farið fram á handtökuskipun á þessum 5 stjórnendum og á meðal þeirra eru tveir næstráðendur undir Martin Winterkorn sem var forstjóri Volkswagen Group þegar dísilvélasvindlið uppgötvaðist. Þessir 5 yfirmenn verða sakaðir um samsæri og svik gegn umhverfisreglum í Bandaríkjunum. Sjötti yfirmaðurinn frá Volkswagen situr enn í haldi í Bandaríkjunum en hann var handtekinn þar í febrúar sl. í Miami þar sem hann reyndi að flýja til Þýskalands með flugi. Hann býður þess að réttað verði yfir honum vegna dísilvélasvindlsins og hefur krafa hans um frelsi gegn tryggingargreiðslu verið hafnað. Ólíklegt er að þýsk yfirvöld framselji þessa 5 einstaklinga til Bandaríkjanna, en lög um framsalsbeiðnir þar ná aðeins til annarra Evrópulanda, eða til alþjóðlegra dómstóla. Þessir 5 einstaklingar ættu þó að láta það ógert að ferðast mikið á næstunni, en með því hætta þeir á því að verða framseldir frá þeim löndum sem þeir heimsækja til Bandaríkjanna. Mjög ólíklegt má því telja að bandarísk yfirvöld hafi hendur í hári þessara 5 manna sem taldir eru sekir í dísilvélasvindlinu og vissu af þeim svindlhugbúnaði sem í bílum frá Vokswagen Group voru og seldir voru í Bandaríkjunum. Dísilvélasvindlið varðaði alls 11 milljón bíla og mikill minnihluti þeirra var seldur í Bandaríkjunum, eða eingöngu um 500.000 þeirra. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa leitað til Interpol til að hafa hendur í hári 5 yfirmanna Volkswagen Group sem taldir eru sekir um dísilvélasvindl Volkswagen sem upp komst um haustið 2015. Hafa bandarísk yfirvöld farið fram á handtökuskipun á þessum 5 stjórnendum og á meðal þeirra eru tveir næstráðendur undir Martin Winterkorn sem var forstjóri Volkswagen Group þegar dísilvélasvindlið uppgötvaðist. Þessir 5 yfirmenn verða sakaðir um samsæri og svik gegn umhverfisreglum í Bandaríkjunum. Sjötti yfirmaðurinn frá Volkswagen situr enn í haldi í Bandaríkjunum en hann var handtekinn þar í febrúar sl. í Miami þar sem hann reyndi að flýja til Þýskalands með flugi. Hann býður þess að réttað verði yfir honum vegna dísilvélasvindlsins og hefur krafa hans um frelsi gegn tryggingargreiðslu verið hafnað. Ólíklegt er að þýsk yfirvöld framselji þessa 5 einstaklinga til Bandaríkjanna, en lög um framsalsbeiðnir þar ná aðeins til annarra Evrópulanda, eða til alþjóðlegra dómstóla. Þessir 5 einstaklingar ættu þó að láta það ógert að ferðast mikið á næstunni, en með því hætta þeir á því að verða framseldir frá þeim löndum sem þeir heimsækja til Bandaríkjanna. Mjög ólíklegt má því telja að bandarísk yfirvöld hafi hendur í hári þessara 5 manna sem taldir eru sekir í dísilvélasvindlinu og vissu af þeim svindlhugbúnaði sem í bílum frá Vokswagen Group voru og seldir voru í Bandaríkjunum. Dísilvélasvindlið varðaði alls 11 milljón bíla og mikill minnihluti þeirra var seldur í Bandaríkjunum, eða eingöngu um 500.000 þeirra.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent