Að sigra hatrið María Bjarnadóttir skrifar 23. júní 2017 07:00 Í vikunni kom út samanburðarskýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um hatur og hótanir á netinu. Ísland kemur ekkert sérstaklega vel út í þeim samanburði. Við sem annars erum að sigra heiminn. Íslensk lög um heimildarlausa dreifingu nektarmynda eru talin úrelt. Ísland eitt Norðurlanda er ekki með sérstakt refsiþyngingarákvæði vegna hatursglæpa. Réttarvernd vegna eltihrella er slöppust á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa reyndar í valdatíð síðustu þriggja ríkisstjórna sagt að lagaúrbætur varðandi eltihrella séu handan við hornið. Þetta er bara svolítið langt horn. Norrænn samanburður á löggjöf er auðvitað alltaf mjög ósanngjarn fyrir okkur Íslendinga. Það er ekki okkur að kenna. Eins og skáldið sagði:Að sigra heiminn er eins og að spila á spilmeð spekingslegum svip og taka í nefið.Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,því það er nefnilega vitlaust gefið. Norðmenn eiga peninga til að gera rannsóknir og úttektir til að byggja verkefni og lagasetningu á og líka til að tryggja eftirfylgni. Það eiga ekki allir olíu! Sumir eiga bara vatn! Það sama má segja um Svíana. Við Íslendingar borgum í Nató, en þau sleppa áskriftargjöldunum, segjast hlutlaus og stórgræða á framleiðslu hergagna sem þeir fjármagna alls konar mannréttindaáherslur og fjölmenningu með. Sumir myndu kalla: „Dómari!“ hér. Svo væri líka hægt að líta í eigin barm og nýta góðan grunn frændþjóðanna. Svíar og Norðmenn hafa nú samþykkt og fjármagnað víðtæka aðgerðaráætlun til þess að berjast gegn hatri. Íslensk stjórnvöld gætu tekið þau til fyrirmyndar. Svo vinnum við í næsta samanburði! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Í vikunni kom út samanburðarskýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um hatur og hótanir á netinu. Ísland kemur ekkert sérstaklega vel út í þeim samanburði. Við sem annars erum að sigra heiminn. Íslensk lög um heimildarlausa dreifingu nektarmynda eru talin úrelt. Ísland eitt Norðurlanda er ekki með sérstakt refsiþyngingarákvæði vegna hatursglæpa. Réttarvernd vegna eltihrella er slöppust á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa reyndar í valdatíð síðustu þriggja ríkisstjórna sagt að lagaúrbætur varðandi eltihrella séu handan við hornið. Þetta er bara svolítið langt horn. Norrænn samanburður á löggjöf er auðvitað alltaf mjög ósanngjarn fyrir okkur Íslendinga. Það er ekki okkur að kenna. Eins og skáldið sagði:Að sigra heiminn er eins og að spila á spilmeð spekingslegum svip og taka í nefið.Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,því það er nefnilega vitlaust gefið. Norðmenn eiga peninga til að gera rannsóknir og úttektir til að byggja verkefni og lagasetningu á og líka til að tryggja eftirfylgni. Það eiga ekki allir olíu! Sumir eiga bara vatn! Það sama má segja um Svíana. Við Íslendingar borgum í Nató, en þau sleppa áskriftargjöldunum, segjast hlutlaus og stórgræða á framleiðslu hergagna sem þeir fjármagna alls konar mannréttindaáherslur og fjölmenningu með. Sumir myndu kalla: „Dómari!“ hér. Svo væri líka hægt að líta í eigin barm og nýta góðan grunn frændþjóðanna. Svíar og Norðmenn hafa nú samþykkt og fjármagnað víðtæka aðgerðaráætlun til þess að berjast gegn hatri. Íslensk stjórnvöld gætu tekið þau til fyrirmyndar. Svo vinnum við í næsta samanburði! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun