Gunnar Smári hefur einkum vakið athygli fyrir það á undanförnum mánuðum að vinna hörðum höndum að stofnun Sósíalistaflokks Íslands og tala máli launaþræla og fátæks fólks þessa lands.
Þau hjónin bjuggu áður við Þórsgötu eins og Vísir greindi frá á dögunum þegar það hús fór á sölu.
Eins og kemur fram í fasteignaauglýsingunni þá var húsið valið það fegursta í Reykjavík árið 1973, en það var byggt árið 1969. Kaupverðið er 125 milljónir en fasteignamat eignarinnar er tæplega 87 milljónir.
Húsið er 250 fermetrar að stærð og eru alls fimm svefnherbergi inni í því. Húsið er teiknað af Þorvaldi s. Þorvaldssyni arkitekt og ekki skemmir fyrir að Davíð Oddsson býr í sömu götu.
Hér að neðan má sjá myndir innan úr þessu fallega húsi.




