38 á land á fyrsta degi í Langá á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2017 09:00 Sigurjón með lax úr opnun Langár í gær. Mynd: Addi Fannar Það lá í loftinu að opnunin í Langá á Mýrum gæti orðið spennandi en ég held að engin hafi átt von á svona góðum degi. Alls var tíu löxum landað fyrir klukkan átta í gærmorgun en það var bara rétt byrjunin á deginum sem endaði í 38 löxum og þar af meirihlutinn laxar 70-80 sm sem eru fáheyrð hlutföll í Langá sem yfirleitt er þekkt fyrir að vera smálaxaá. Gangan núna er í sömu hlutföllum um 50% lax yfir 70 sm og það hafa margir yfir 80 sm farið í gegnum teljarann við Skugga. Hann stóð í 336 löxum í fyrradag og vatnið í ánni er ekki of mikið þannig að það fer alltaf einhver hluti göngunnar upp fossinn sjálfan. Það var líf á víða í ánni alveg upp að Sveðjufossi og í sumum hyljum lágu 20-30 laxar en þess ber að geta að ellefu laxar eru þegar farnir í gegnum teljarann við Sveðjufoss sem er upphafspunktur veiðisvæðisins sem í daglegu tali er kallað "Fjallið". Þetta er mögnuð byrjun og það verður fylgst vel með tölum úr laxateljaranum við Skugga næstu daga til að sjá hvað næstu straumar skila en byrjunin lofar góðu. Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði
Það lá í loftinu að opnunin í Langá á Mýrum gæti orðið spennandi en ég held að engin hafi átt von á svona góðum degi. Alls var tíu löxum landað fyrir klukkan átta í gærmorgun en það var bara rétt byrjunin á deginum sem endaði í 38 löxum og þar af meirihlutinn laxar 70-80 sm sem eru fáheyrð hlutföll í Langá sem yfirleitt er þekkt fyrir að vera smálaxaá. Gangan núna er í sömu hlutföllum um 50% lax yfir 70 sm og það hafa margir yfir 80 sm farið í gegnum teljarann við Skugga. Hann stóð í 336 löxum í fyrradag og vatnið í ánni er ekki of mikið þannig að það fer alltaf einhver hluti göngunnar upp fossinn sjálfan. Það var líf á víða í ánni alveg upp að Sveðjufossi og í sumum hyljum lágu 20-30 laxar en þess ber að geta að ellefu laxar eru þegar farnir í gegnum teljarann við Sveðjufoss sem er upphafspunktur veiðisvæðisins sem í daglegu tali er kallað "Fjallið". Þetta er mögnuð byrjun og það verður fylgst vel með tölum úr laxateljaranum við Skugga næstu daga til að sjá hvað næstu straumar skila en byrjunin lofar góðu.
Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði