Rússíbanareið í nýja berjamó Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2017 07:00 Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim. Guð hefði svo sannarlega mátt hjálpa foreldrum mínum hefði Costco verið til þegar ég var polli. Þarna er nefnilega til dæmis hægt að fá tvö fótboltamörk og vesti á 14.000 krónur! Krakkar nú til dags virðast eitthvað minna spenntir fyrir því og sváfu sum börnin bara á brettinu undir risavöxnum kerrunum. Eitt það spaugilegasta og besta við Costco er úrvalið og verðið á berjum. Costco er hinn nýi berjamór Íslendinga en allt í einu fer maður hvergi í heimsókn án þess að fara heim útúrtroðinn af jarðarberjum og hindberjum. Það er ömurlega leiðinlegt að fara í berjamó en í Costco-berjamó er geggjað. Eðlilega kaupa Íslendingar sér ber í tonnavís núna. Sumir eru líklega að smakka þau í fyrsta skipti enda hafa ber á Íslandi verið verðlögð eins og fjórhjóladrifnir skutbílar með rafmagni í rúðum. Tilfinningarnar fengu svo sannarlega rússíbanareið þegar ég kom svo við í annarri af tveimur stóru lágvöruverðsverslunum okkar Íslendinga. Þar hélt ég að Costco væri að pretta mig því tveir hlutir sem ég keypti í Kaupvangi voru á sama verði og ódýrari í þeirri verslun. En þá mundi ég: Vegna mikils ágangs landans í nýja berjamóinn hafa aðrir þurft að slaka á okrinu. Þá tók ég gleði mína á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim. Guð hefði svo sannarlega mátt hjálpa foreldrum mínum hefði Costco verið til þegar ég var polli. Þarna er nefnilega til dæmis hægt að fá tvö fótboltamörk og vesti á 14.000 krónur! Krakkar nú til dags virðast eitthvað minna spenntir fyrir því og sváfu sum börnin bara á brettinu undir risavöxnum kerrunum. Eitt það spaugilegasta og besta við Costco er úrvalið og verðið á berjum. Costco er hinn nýi berjamór Íslendinga en allt í einu fer maður hvergi í heimsókn án þess að fara heim útúrtroðinn af jarðarberjum og hindberjum. Það er ömurlega leiðinlegt að fara í berjamó en í Costco-berjamó er geggjað. Eðlilega kaupa Íslendingar sér ber í tonnavís núna. Sumir eru líklega að smakka þau í fyrsta skipti enda hafa ber á Íslandi verið verðlögð eins og fjórhjóladrifnir skutbílar með rafmagni í rúðum. Tilfinningarnar fengu svo sannarlega rússíbanareið þegar ég kom svo við í annarri af tveimur stóru lágvöruverðsverslunum okkar Íslendinga. Þar hélt ég að Costco væri að pretta mig því tveir hlutir sem ég keypti í Kaupvangi voru á sama verði og ódýrari í þeirri verslun. En þá mundi ég: Vegna mikils ágangs landans í nýja berjamóinn hafa aðrir þurft að slaka á okrinu. Þá tók ég gleði mína á ný.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun