Tekjulágir, minna menntaðir og Sjálfstæðismenn hrifnastir af vopnaburði lögreglunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2017 15:40 Vopnaðir lögreglumenn á Color Run. Vísir Ríflega 47% Íslendinga eru hlynnt því að vopnaðirlögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi en rúmlega 34% eru því andvíg. Þetta er meðal niðurstaðna Maskínu sem spurði „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi?“. Íbúar Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands og Vestfjarða eru hlynntari vopnaðri lögreglu en íbúar annars staðar á landinu, eða meira en 60% íbúa þessara landshluta á móti rösklega 37% Reykvíkinga. Þá er tekjulægsti hópurinn sömuleiðis hlynntari vopnaburði lögreglu en aðrir tekjuhópar og þeir sem hafa háskólamenntun eru mun andvígari en þeir sem hafa minni menntun. Fram kemur í niðurstöðum Maskínu að töluverður munur er á viðhorfi til sýnilegra vopnaðra lögreglumanna á fjöldasamkomum eftir stjórnmálaskoðun. Meira en þrír af hverjum fjórum kjósendum Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnaburðinum en tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins og Viðreisnar. Á hinn bóginn eru einungis rösklega 14% kjósenda Pírata hlynnt vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum. Einnig var spurt „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart lögreglunni?“ og „Myndir þú upplifa þig öruggari eða óöruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þú værir staddur/stödd á?". Naumlega 88% eru jákvæð gagnvart lögreglunni og stærri hluti þeirra er hlynntur vopnaburði. Næstum helmingur svarenda myndi upplifa sig öruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þeir væru staddir á og næstum 85% þeirra er hlynnt því ð hafa vopnaða lögreglumenn sýnilega á fjöldasamkomum. Svarendur voru 1046 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, „sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu,“ útskýrir Maskína. Svarendur voru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 16. til 19. júní 2017.MaskínaMaskína Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna 20. júní 2017 14:24 Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Lögreglumenn sem grípa til skotvopns mega búast við því að aðgerðin verði rannsökuð ofan í kjölinn. Komi til álita hvort viðkomandi lögreglumaður hafi gengið of langt munu dómstólar skera úr um lögmætið. 20. júní 2017 07:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Ríflega 47% Íslendinga eru hlynnt því að vopnaðirlögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi en rúmlega 34% eru því andvíg. Þetta er meðal niðurstaðna Maskínu sem spurði „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi?“. Íbúar Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands og Vestfjarða eru hlynntari vopnaðri lögreglu en íbúar annars staðar á landinu, eða meira en 60% íbúa þessara landshluta á móti rösklega 37% Reykvíkinga. Þá er tekjulægsti hópurinn sömuleiðis hlynntari vopnaburði lögreglu en aðrir tekjuhópar og þeir sem hafa háskólamenntun eru mun andvígari en þeir sem hafa minni menntun. Fram kemur í niðurstöðum Maskínu að töluverður munur er á viðhorfi til sýnilegra vopnaðra lögreglumanna á fjöldasamkomum eftir stjórnmálaskoðun. Meira en þrír af hverjum fjórum kjósendum Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnaburðinum en tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins og Viðreisnar. Á hinn bóginn eru einungis rösklega 14% kjósenda Pírata hlynnt vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum. Einnig var spurt „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart lögreglunni?“ og „Myndir þú upplifa þig öruggari eða óöruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þú værir staddur/stödd á?". Naumlega 88% eru jákvæð gagnvart lögreglunni og stærri hluti þeirra er hlynntur vopnaburði. Næstum helmingur svarenda myndi upplifa sig öruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þeir væru staddir á og næstum 85% þeirra er hlynnt því ð hafa vopnaða lögreglumenn sýnilega á fjöldasamkomum. Svarendur voru 1046 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, „sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu,“ útskýrir Maskína. Svarendur voru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 16. til 19. júní 2017.MaskínaMaskína
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna 20. júní 2017 14:24 Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Lögreglumenn sem grípa til skotvopns mega búast við því að aðgerðin verði rannsökuð ofan í kjölinn. Komi til álita hvort viðkomandi lögreglumaður hafi gengið of langt munu dómstólar skera úr um lögmætið. 20. júní 2017 07:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
„Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna 20. júní 2017 14:24
Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Lögreglumenn sem grípa til skotvopns mega búast við því að aðgerðin verði rannsökuð ofan í kjölinn. Komi til álita hvort viðkomandi lögreglumaður hafi gengið of langt munu dómstólar skera úr um lögmætið. 20. júní 2017 07:00