Systurbílarnir Hyundai Kona og Kia Stonic á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 20. júní 2017 10:26 Kia Stonic er reffilegur jepplingur. Bílaframleiðendur fjölga nú hratt í jepplingaflóru sinni og endalaus markaður virðist vera fyrir slíka bíla í heiminum þessa dagana. Systurfyrirtækin S-kóresku, Hyundai og Kia eru að kynna sína viðbót í þessum flokki með systurbílunum Hyundai Kona og Kia Stonic. Þessir bílar eru hannaðir í samstarfi en bera sitthvort nafnið og verður Kia Stonic bíllinn að vonum líklega aðeins ódýrari, eins og svo oft hefur áður verið með systurbíla þessara framleiðenda, en þau tengjast eignaböndum. Hyundai á stóran hluta í Kia, en bæði eru þau frá S-Kóreu. Bæði Hyudai og Kia spara sér mikinn þróunarkostnað við að skapa bíla sína í samstarfi og mikið af íhlutum í þessum tveimur bílum eru sameiginlegir. Auk þess er enn meiri sparnaður fólginn í því að innrétting og mælaborð nýs Kia Stonic er svo til eins og í nýjum Kia Rio. Kia mun svipta hulunni af Kia Stonic jepplingnum í dag, en Hyundai hefur þegar kynnt Kona jeppling sinn. Hyundai Kona verður í boði með 1,0 og 1,6 lítra bensínvélar með forþjöppu og 1,6 lítra dísilvél í tveimur útfærslum með mismikið afl. Í Bandaríkjunum verður hann í boði með 2,0 lítra bensínvél. Ekki liggur ljóst fyrir hvort bílarnir báðir verða í boði með fjórhjóladrifi, auk framhjóladrifsútgáfu. Búast má við samskonar drifrásum í Kia Stonic og í boði eru í Hyundai Kona. Kia Stonic verður kynntur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í haust og sala bílsins hefst skömmu eftir það. Búast má við því að báðir bílarnir verði boðnir á góðu verði vegna þess sparnaðar sem hlýst af sameiginlegri þróun þeirra. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Bílaframleiðendur fjölga nú hratt í jepplingaflóru sinni og endalaus markaður virðist vera fyrir slíka bíla í heiminum þessa dagana. Systurfyrirtækin S-kóresku, Hyundai og Kia eru að kynna sína viðbót í þessum flokki með systurbílunum Hyundai Kona og Kia Stonic. Þessir bílar eru hannaðir í samstarfi en bera sitthvort nafnið og verður Kia Stonic bíllinn að vonum líklega aðeins ódýrari, eins og svo oft hefur áður verið með systurbíla þessara framleiðenda, en þau tengjast eignaböndum. Hyundai á stóran hluta í Kia, en bæði eru þau frá S-Kóreu. Bæði Hyudai og Kia spara sér mikinn þróunarkostnað við að skapa bíla sína í samstarfi og mikið af íhlutum í þessum tveimur bílum eru sameiginlegir. Auk þess er enn meiri sparnaður fólginn í því að innrétting og mælaborð nýs Kia Stonic er svo til eins og í nýjum Kia Rio. Kia mun svipta hulunni af Kia Stonic jepplingnum í dag, en Hyundai hefur þegar kynnt Kona jeppling sinn. Hyundai Kona verður í boði með 1,0 og 1,6 lítra bensínvélar með forþjöppu og 1,6 lítra dísilvél í tveimur útfærslum með mismikið afl. Í Bandaríkjunum verður hann í boði með 2,0 lítra bensínvél. Ekki liggur ljóst fyrir hvort bílarnir báðir verða í boði með fjórhjóladrifi, auk framhjóladrifsútgáfu. Búast má við samskonar drifrásum í Kia Stonic og í boði eru í Hyundai Kona. Kia Stonic verður kynntur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í haust og sala bílsins hefst skömmu eftir það. Búast má við því að báðir bílarnir verði boðnir á góðu verði vegna þess sparnaðar sem hlýst af sameiginlegri þróun þeirra.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent