Laxá í Kjós fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2017 09:50 Flottur lax úr opnun Laxár í Kjós í gær Mynd: Hreggnasi FB Það var mikil spenna í kringum opnunina á Laxá í Kjós enda er um mánuður síðan fyrstu laxarnir sáust í henni. Laxá brást ekki þeim sem byrjuðu veiðar í henni í gærmorgun en alls komu 10 laxar á land á morgunvaktinni og það var mikið líf á svæðinu. Laxar veiddust nokkuð víða í ánni en efsti staðurinn sem gaf lax í gær var Stekkjarfljót sem er mjög ofarlega í ánni og þar sáust fleiri laxar. Mikið af laxi var í Pokafossi og þar af sáust nokkrir rígvænir sem þó féllu ekki fyrir flugum veiðimanna. Það sem gerði mönnum erfitt fyrir var vestanátt og óhagstæður lofthiti en það dregur úr tökugleðinni að sögn þeirra sem þekkja Laxá vel. Laxinn er vel dreifður um alla á og nokkur ferð er á fiskinum sem er ákjósanlegt því þá er öll áinn vel inni. Laxar hafa líka sést í Bugðu svo þetta virðist í alla staði vera óskabyrjun í ánni. Það ver erfitt sumar í Kjósinni í fyrra en þá veiddust aðeins 601 lax en það var alls ekki laxleysi að kenna heldur var áinn afar vatnslítil stærstan hluta af tímabilinu eins og allar ár á vesturlandi. Það lofar því góðu að sjá hressilega rigningarspá næstu daga sem heldur henni í toppvatni. Mest lesið Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði
Það var mikil spenna í kringum opnunina á Laxá í Kjós enda er um mánuður síðan fyrstu laxarnir sáust í henni. Laxá brást ekki þeim sem byrjuðu veiðar í henni í gærmorgun en alls komu 10 laxar á land á morgunvaktinni og það var mikið líf á svæðinu. Laxar veiddust nokkuð víða í ánni en efsti staðurinn sem gaf lax í gær var Stekkjarfljót sem er mjög ofarlega í ánni og þar sáust fleiri laxar. Mikið af laxi var í Pokafossi og þar af sáust nokkrir rígvænir sem þó féllu ekki fyrir flugum veiðimanna. Það sem gerði mönnum erfitt fyrir var vestanátt og óhagstæður lofthiti en það dregur úr tökugleðinni að sögn þeirra sem þekkja Laxá vel. Laxinn er vel dreifður um alla á og nokkur ferð er á fiskinum sem er ákjósanlegt því þá er öll áinn vel inni. Laxar hafa líka sést í Bugðu svo þetta virðist í alla staði vera óskabyrjun í ánni. Það ver erfitt sumar í Kjósinni í fyrra en þá veiddust aðeins 601 lax en það var alls ekki laxleysi að kenna heldur var áinn afar vatnslítil stærstan hluta af tímabilinu eins og allar ár á vesturlandi. Það lofar því góðu að sjá hressilega rigningarspá næstu daga sem heldur henni í toppvatni.
Mest lesið Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði