Magna Steyr smíðar BMW 5 Plug In Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 20. júní 2017 09:41 BMW 530e Plug In Hybrid. Austurríska fyrirtækið Magna Steyr smíðar hinar ýmsu bílgerðir fyrir aðra bílaframleiðendur og er hvað þekktast fyrir smíði Mercedes Benz G-Wagen jeppann. Nýjasta bílgerðin sem bætist í smíði Magna Steyr verður BMW 5-línan í Plug In Hybrid útfærslu. Svo virðist sem Magna Steyr sé að færa sig meira í smíði bíla með rafmagnsdrifrásum, að hluta eða öllu leiti, en Magna Steyr smíðar til dæmis hinn nýja Jaguar I-Page rafmagnsjeppa og eru fyrstu eintökin af honum að rúlla af færibönfunum hjá Magna Steyr í Graz þessa dagana. Nýi BMW tengiltvinnbíllinn mun bera stafina BMW 530e Plug In Hybrid og hefst smíðin á honum strax núna í sumar. Magna Steyr hefur talsvert mikla framleiðslugetu og getur smíðað 200.000 bíla á ári. Magna Steyr er sem stendur að byggja nýja bílaverksmiðju í Slóveníu til að geta sinnt enn meiri framleiðslu fyrir aðra bílaframleiðendur og á verksmiðjan í Slóveníu að geta framleitt 100.000 bíla á ári. Auk þess er Magna Steyr með stóra bílaverksmiðju í Kanada. Magna Steyr hefur einnig verið þekkt fyrir að smíða blæjubíla fyrir marga aðra bílaframleiðendur, en auk þess hefur fyrirtækið smíðað Mercedes Benz 4Matic bíla, svo sem E-Class 4Matic, BMW X3, Aston Martin Rapide, Audi TT, Fiat Bravo og Peugeot RCZ. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent
Austurríska fyrirtækið Magna Steyr smíðar hinar ýmsu bílgerðir fyrir aðra bílaframleiðendur og er hvað þekktast fyrir smíði Mercedes Benz G-Wagen jeppann. Nýjasta bílgerðin sem bætist í smíði Magna Steyr verður BMW 5-línan í Plug In Hybrid útfærslu. Svo virðist sem Magna Steyr sé að færa sig meira í smíði bíla með rafmagnsdrifrásum, að hluta eða öllu leiti, en Magna Steyr smíðar til dæmis hinn nýja Jaguar I-Page rafmagnsjeppa og eru fyrstu eintökin af honum að rúlla af færibönfunum hjá Magna Steyr í Graz þessa dagana. Nýi BMW tengiltvinnbíllinn mun bera stafina BMW 530e Plug In Hybrid og hefst smíðin á honum strax núna í sumar. Magna Steyr hefur talsvert mikla framleiðslugetu og getur smíðað 200.000 bíla á ári. Magna Steyr er sem stendur að byggja nýja bílaverksmiðju í Slóveníu til að geta sinnt enn meiri framleiðslu fyrir aðra bílaframleiðendur og á verksmiðjan í Slóveníu að geta framleitt 100.000 bíla á ári. Auk þess er Magna Steyr með stóra bílaverksmiðju í Kanada. Magna Steyr hefur einnig verið þekkt fyrir að smíða blæjubíla fyrir marga aðra bílaframleiðendur, en auk þess hefur fyrirtækið smíðað Mercedes Benz 4Matic bíla, svo sem E-Class 4Matic, BMW X3, Aston Martin Rapide, Audi TT, Fiat Bravo og Peugeot RCZ.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent