Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2017 13:00 Þessi 66 sm bleikja veiddist í Köldukvísl fyrir stuttu. Mynd: Fish Partner Kaldakvísl er eitt af þessum veiðisvæðum sem fáir þekkja en það sem gerir veiðina í henni ógleymanlega eru stórar bleikjur sem í henni finnast. Undirritaður hefur átt þeirri gæfu að fagna að veiði í Köldukvísl fyrir mörgum árum og þar sá ég stærstu bleikju sem ég hef séð landaða. Þetta var fyrir tíma veitt og sleppt en þessi bleikja var vigtuð 16 pund en hún var frekar holdgrönn á þessum tíma sem var í lok maí. Það er rétt hægt að ímynda sér hvað hún hefði vigtað seinna um sumarið. Bleikjur sem eru 40-50 sm eru uppistaðan í veiðinni en það sjást alltaf stærri bleikjur þó það sé að öllu jöfnu erfitt að fá þær til að taka. Bolta bleikja úr Köldukvísl veidist á dögunum en hún var 66cm og spik feit. Góð veiði hefur verið í ánni undanfarið en það eru að minnsta kosti búið að skrá 500 fiska og marga mjög væna. Tungnaá hefur hinsvegar verið fremur róleg og er komin á yfirfall núna vegna óvenju árra vatnsstöðu lónanna á hálendinu. Það verður gaman að sjá hvernig sumarið endar þarna uppfrá en þetta er stórskemmtilegt veiðisvæði. Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði
Kaldakvísl er eitt af þessum veiðisvæðum sem fáir þekkja en það sem gerir veiðina í henni ógleymanlega eru stórar bleikjur sem í henni finnast. Undirritaður hefur átt þeirri gæfu að fagna að veiði í Köldukvísl fyrir mörgum árum og þar sá ég stærstu bleikju sem ég hef séð landaða. Þetta var fyrir tíma veitt og sleppt en þessi bleikja var vigtuð 16 pund en hún var frekar holdgrönn á þessum tíma sem var í lok maí. Það er rétt hægt að ímynda sér hvað hún hefði vigtað seinna um sumarið. Bleikjur sem eru 40-50 sm eru uppistaðan í veiðinni en það sjást alltaf stærri bleikjur þó það sé að öllu jöfnu erfitt að fá þær til að taka. Bolta bleikja úr Köldukvísl veidist á dögunum en hún var 66cm og spik feit. Góð veiði hefur verið í ánni undanfarið en það eru að minnsta kosti búið að skrá 500 fiska og marga mjög væna. Tungnaá hefur hinsvegar verið fremur róleg og er komin á yfirfall núna vegna óvenju árra vatnsstöðu lónanna á hálendinu. Það verður gaman að sjá hvernig sumarið endar þarna uppfrá en þetta er stórskemmtilegt veiðisvæði.
Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði