Áhorfendur fá að hlýða á söng og syngja sjálfir Guðný Hrönn skrifar 30. júní 2017 17:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mun bregða sér í hlutverk Rómeós á Sönghátíð í Hafnarborg en auk hennar kemur fram fjöldi hæfileikaríkra listamanna. Vísir/Anton Brink Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar. Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir segir flestallt söngáhugafólk eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sönghátíðinni í Hafnarborg. „Þetta er hátíð þar sem röddin fær að njóta sín. Þetta er svolítið óvenjuleg hátíð hér á Íslandi því hún er blanda af fimm söngtónleikum og fjórum námskeiðum, þetta er líka mikil námskeiðahátíð,“ segir Guðrún um þessa nýju söngveislu sem Sönghátíðin í Hafnarborg er. „Með hátíðinni langaði okkur að veita fólki tækifæri til að sjá fyrsta flokks söngvara í návígi og líka að uppgötva röddina í sjálfu sér á námskeiðum.“ Spurð nánar út í námskeiðin sem verða í boði segir Guðrún: „Á hátíðinni verður haldið söngnámskeið fyrir áhugafólk, master class-námskeið fyrir þá sem eru lengra komnir, jóganámskeið fyrir söngvara og svo tónlistarnámskeið fyrir börn. Þannig að þessi hátíð er fyrir fólk á aldrinum 6 ára og upp úr.“ Fjölbreyttur hópur söngvara kemur fram á Sönghátíðinni í Hafnarborg og fyrstur ríður á vaðið Kristinn Sigmundsson sem er mikill reynslubolti. „Hann kemur fram á opnunartónleikunum. Það er mikill lúxus að fá að hlusta á hann í návígi,“ segir Guðrún. „Svo kemur fram ein af okkar virtustu og reyndustu söngkonum, Þóra Einarsdóttir sópran. Hún verður með masterclass-námskeiðið sem stendur yfir í fjóra daga og námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem Þóra og nemendurnir koma fram. Þar getur fólk séð ávöxt vinnunnar.“„Svo mun Dísella Lárusdóttir sópransöngkona koma fram. Hún er búin að vera að syngja við Metropolitan í New York og er nýbúin að debútera í Evrópu í Óperuhúsinu í Róm. Þar var hún í erfiðu hlutverki og var kölluð fram tíu sinnum eftir óperusýninguna, hún sló alveg í gegn.“ „Hún mun syngja á lokatónleikum hátíðarinnar en svo munum við líka koma tvær saman á tónleikum á föstudaginn og ég mun bregða mér þar í hlutverk Rómeós. Við munum syngja eitt fallegasta rifrildi sem skrifað hefur verið. Það er úr óperunni I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.“ Dæmi um aðra söngvara og hljóðfæraleikara sem koma fram á hátíðinni eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Guja Sandholt, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir og Francisco Javier Jáuregui. Og eins og áður sagði munu einnig nemendur sýna afrakstur námskeiða hátíðarinnar. „Á lokatónleikunum muna börnin úr tónlistarsmiðjunni til dæmis koma fram. Hugmyndin er að gefa börnunum tækifæri til að fá góða þjálfun í vikulangri tónlistarsmiðju og koma svo fram á tónleikum sjálf.“ Guðrún segir áhorfendur þá fá tækifæri til að þenja raddböndin sjálf á lokatónleikum. „Hátíðinni lýkur á fjöldasöng, við dreifum þá textunum út og bjóðum fólki að syngja með okkur.“ Að lokum bendir Guðrún áhugasömum á að kynna sér dagskrána nánar á vef hátíðarinnar, songhatid.is. Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar. Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir segir flestallt söngáhugafólk eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sönghátíðinni í Hafnarborg. „Þetta er hátíð þar sem röddin fær að njóta sín. Þetta er svolítið óvenjuleg hátíð hér á Íslandi því hún er blanda af fimm söngtónleikum og fjórum námskeiðum, þetta er líka mikil námskeiðahátíð,“ segir Guðrún um þessa nýju söngveislu sem Sönghátíðin í Hafnarborg er. „Með hátíðinni langaði okkur að veita fólki tækifæri til að sjá fyrsta flokks söngvara í návígi og líka að uppgötva röddina í sjálfu sér á námskeiðum.“ Spurð nánar út í námskeiðin sem verða í boði segir Guðrún: „Á hátíðinni verður haldið söngnámskeið fyrir áhugafólk, master class-námskeið fyrir þá sem eru lengra komnir, jóganámskeið fyrir söngvara og svo tónlistarnámskeið fyrir börn. Þannig að þessi hátíð er fyrir fólk á aldrinum 6 ára og upp úr.“ Fjölbreyttur hópur söngvara kemur fram á Sönghátíðinni í Hafnarborg og fyrstur ríður á vaðið Kristinn Sigmundsson sem er mikill reynslubolti. „Hann kemur fram á opnunartónleikunum. Það er mikill lúxus að fá að hlusta á hann í návígi,“ segir Guðrún. „Svo kemur fram ein af okkar virtustu og reyndustu söngkonum, Þóra Einarsdóttir sópran. Hún verður með masterclass-námskeiðið sem stendur yfir í fjóra daga og námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem Þóra og nemendurnir koma fram. Þar getur fólk séð ávöxt vinnunnar.“„Svo mun Dísella Lárusdóttir sópransöngkona koma fram. Hún er búin að vera að syngja við Metropolitan í New York og er nýbúin að debútera í Evrópu í Óperuhúsinu í Róm. Þar var hún í erfiðu hlutverki og var kölluð fram tíu sinnum eftir óperusýninguna, hún sló alveg í gegn.“ „Hún mun syngja á lokatónleikum hátíðarinnar en svo munum við líka koma tvær saman á tónleikum á föstudaginn og ég mun bregða mér þar í hlutverk Rómeós. Við munum syngja eitt fallegasta rifrildi sem skrifað hefur verið. Það er úr óperunni I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.“ Dæmi um aðra söngvara og hljóðfæraleikara sem koma fram á hátíðinni eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Guja Sandholt, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir og Francisco Javier Jáuregui. Og eins og áður sagði munu einnig nemendur sýna afrakstur námskeiða hátíðarinnar. „Á lokatónleikunum muna börnin úr tónlistarsmiðjunni til dæmis koma fram. Hugmyndin er að gefa börnunum tækifæri til að fá góða þjálfun í vikulangri tónlistarsmiðju og koma svo fram á tónleikum sjálf.“ Guðrún segir áhorfendur þá fá tækifæri til að þenja raddböndin sjálf á lokatónleikum. „Hátíðinni lýkur á fjöldasöng, við dreifum þá textunum út og bjóðum fólki að syngja með okkur.“ Að lokum bendir Guðrún áhugasömum á að kynna sér dagskrána nánar á vef hátíðarinnar, songhatid.is.
Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira