Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2017 13:37 Það er alltaf spennandi að fylgjast með vikutölum úr laxveiðinni og þá kannski sérstaklega þegar það er verið að fylgjast með ám þar sem næst á að heimsækja. Það eru ágætar veiðitölur úr ánum þessa vikuna og greinilega mikill vöxtur í göngum en stærstu göngurnar eru þó framundan og eftir þær er líklega hægt að skjóta nærri lagi hvernig sumarið fer. Þverá var með vikuveiði uppá 152 laxa en það var 6 löxum minna en Norðurá sem var með 158 laxa. Langá gaf 121 lax, Miðfjarðará 101 og Blanda 102 en aðrar ár náðu ekki yfir 100 löxum í vikunni. Eins árs laxinn sem er farið að bera á virðist koma vel haldinn úr hafi og er það í takt við það sem fyrstu hreistursýni gefa til kynna, það að vöxturinn í sjó hafi verið góður og reiknað er með því að endurheimtur á eins árs laxi verði góðar og þá sérstaklega á vesturlandi. Topp fimm árnar eru hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is1. Þverá/Kjarrá 408 2. Norðurá 391 3. Urriðafoss/Þjórsá 365 4. Miðfjarðará 271 5. Blanda 228 Mest lesið Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði
Það er alltaf spennandi að fylgjast með vikutölum úr laxveiðinni og þá kannski sérstaklega þegar það er verið að fylgjast með ám þar sem næst á að heimsækja. Það eru ágætar veiðitölur úr ánum þessa vikuna og greinilega mikill vöxtur í göngum en stærstu göngurnar eru þó framundan og eftir þær er líklega hægt að skjóta nærri lagi hvernig sumarið fer. Þverá var með vikuveiði uppá 152 laxa en það var 6 löxum minna en Norðurá sem var með 158 laxa. Langá gaf 121 lax, Miðfjarðará 101 og Blanda 102 en aðrar ár náðu ekki yfir 100 löxum í vikunni. Eins árs laxinn sem er farið að bera á virðist koma vel haldinn úr hafi og er það í takt við það sem fyrstu hreistursýni gefa til kynna, það að vöxturinn í sjó hafi verið góður og reiknað er með því að endurheimtur á eins árs laxi verði góðar og þá sérstaklega á vesturlandi. Topp fimm árnar eru hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is1. Þverá/Kjarrá 408 2. Norðurá 391 3. Urriðafoss/Þjórsá 365 4. Miðfjarðará 271 5. Blanda 228
Mest lesið Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði