Skóli var starfræktur í húsinu og þá voru allar samkomur sveitarinnar haldnar í Gömlu Borg, meðal annars dansleikir, leiksýningar og tombólur.
Á fasteignavef Vísis segir að í húsinu sé nú fullbúið kaffihús og samkomusalur sem bjóði upp á mikla möguleika.
„Húsnæði skiptist í anddyri, samkomusal með bar og sviði, eldhús, salernisaðstöðu, geymslu og setustofu í kjallara hússins. [...] Húsið hefur verið gert upp að innan á smekklegan hátt og er í dag notað sem kaffihús og samkomusalur undir tækifærisveislur,“ segir á fasteignavefnum.


