Rifjar upp gamla takta á æskuslóðunum Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. júní 2017 10:30 Ásgeir er í stuttu fríi á milli tónleikaferðalaga og nýtir það til að halda óvænta útgáfutónleika. Vísir/Eyþór Við ákváðum þetta fyrir nokkrum dögum í raun og veru að nýta fríið á milli túra og taka smá tónleika hérna heima,“ segir Ásgeir Trausti en hann heldur á heimaslóðir og kemur óvænt fram fyrir sveitunga sína í félagsheimilinu á Hvammstanga. Líta má á tónleikana sem útgáfutónleika en nýjasta platan hans Afterglow kom út í síðasta mánuði. Ásgeir kom einmitt fram í þessu sama félagsheimili fyrir rúmum fjórum árum eftir að hann sendi frá sér Dýrð í dauðaþögn. „Stemmingin var mjög góð þá og það sem stóð upp úr var þakklætið sem maður fann fyrir hjá sveitungunum því að það er ekki algengt að svona viðburðir poppi upp þarna. Fólk var þakklátt fyrir að maður nennti að koma. Ég spilaði auðvitað líka þarna í félagsheimilinu þegar ég var lítill, frá tíu ára aldri og upp úr. Það er eitthvað gaman við það að fara með svona tónleika þangað. Ég man að þegar ég var að alast upp var það virkilega óalgengt að það kæmi einhverjir svona alvöru tónleikar á staðinn. Það voru aðallega bara böll svona þrisvar á ári og svo litlir tónleikar þar sem einhver bönd voru að túra Ísland. Þannig að það kitlar þessi hugmynd að koma með alvöru „show“ í sveitina.“Gerirðu þetta ekki bara að árlegum viðburði? „Það fer að verða þannig. En þá er óvænta hliðin alveg farin úr þessu. En ég held að ég haldi þessu alltaf áfram, það væri gaman. Pælingin er auðvitað líka sú að kynna plötuna og það sem við erum að gera. Það er ekki búið vera neitt mikið ráðrúm til að gera það hérna heima eftir að platan kom út – það fór allt á fullt í spilamennskunni strax,“ segir Ásgeir en hann hefur verið í ákaflega stífu prógrammi í spilamennskunni úti í heimi og heldur nú bráðum aftur út. „Við erum búin með tvo Evróputúra. Einn stóran túr og svo vorum við í Frakklandi að spila í minni bæjum úti á landi. Næst förum við aftur til Frakklands að hita upp fyrir London Grammar. Þaðan er það Ástralía, Japan og svo Bandaríkjatúr fljótlega eftir það. Þetta heldur síðan áfram alveg fram í næsta ár, Ég er alveg til í að það sé nóg að gera. Ég var orðinn mjög þreyttur á tímabili á því að vera aldrei á sama staðnum en núna er ég alveg búinn að safna kröftum í næstu lotu,“ segir Ásgeir en tónleikarnir fyrir norðan verða einu tónleikar hans hér á landi á árinu fyrir utan á Airwaves-hátíðinni í haust. Hann hefur verið í stuttu fríi núna upp á síðkastið en er í rauninni einhvern tímann frí hjá tónlistarmanninum? „Maður vill eiginlega ekki taka frí, hausinn er alltaf í þessu. Þó að maður sé ekki að vinna vinnu sem býr eitthvað til sem maður getur haldið á þá er hausinn samt alltaf á fullu. Eins og ég segi er ég til í að taka þetta ár í að túra og hlakka mikið til.“ Miðasalan á tónleikana hefst í dag á tix.is en tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu á Hvammstanga þann 8. júlí. Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Við ákváðum þetta fyrir nokkrum dögum í raun og veru að nýta fríið á milli túra og taka smá tónleika hérna heima,“ segir Ásgeir Trausti en hann heldur á heimaslóðir og kemur óvænt fram fyrir sveitunga sína í félagsheimilinu á Hvammstanga. Líta má á tónleikana sem útgáfutónleika en nýjasta platan hans Afterglow kom út í síðasta mánuði. Ásgeir kom einmitt fram í þessu sama félagsheimili fyrir rúmum fjórum árum eftir að hann sendi frá sér Dýrð í dauðaþögn. „Stemmingin var mjög góð þá og það sem stóð upp úr var þakklætið sem maður fann fyrir hjá sveitungunum því að það er ekki algengt að svona viðburðir poppi upp þarna. Fólk var þakklátt fyrir að maður nennti að koma. Ég spilaði auðvitað líka þarna í félagsheimilinu þegar ég var lítill, frá tíu ára aldri og upp úr. Það er eitthvað gaman við það að fara með svona tónleika þangað. Ég man að þegar ég var að alast upp var það virkilega óalgengt að það kæmi einhverjir svona alvöru tónleikar á staðinn. Það voru aðallega bara böll svona þrisvar á ári og svo litlir tónleikar þar sem einhver bönd voru að túra Ísland. Þannig að það kitlar þessi hugmynd að koma með alvöru „show“ í sveitina.“Gerirðu þetta ekki bara að árlegum viðburði? „Það fer að verða þannig. En þá er óvænta hliðin alveg farin úr þessu. En ég held að ég haldi þessu alltaf áfram, það væri gaman. Pælingin er auðvitað líka sú að kynna plötuna og það sem við erum að gera. Það er ekki búið vera neitt mikið ráðrúm til að gera það hérna heima eftir að platan kom út – það fór allt á fullt í spilamennskunni strax,“ segir Ásgeir en hann hefur verið í ákaflega stífu prógrammi í spilamennskunni úti í heimi og heldur nú bráðum aftur út. „Við erum búin með tvo Evróputúra. Einn stóran túr og svo vorum við í Frakklandi að spila í minni bæjum úti á landi. Næst förum við aftur til Frakklands að hita upp fyrir London Grammar. Þaðan er það Ástralía, Japan og svo Bandaríkjatúr fljótlega eftir það. Þetta heldur síðan áfram alveg fram í næsta ár, Ég er alveg til í að það sé nóg að gera. Ég var orðinn mjög þreyttur á tímabili á því að vera aldrei á sama staðnum en núna er ég alveg búinn að safna kröftum í næstu lotu,“ segir Ásgeir en tónleikarnir fyrir norðan verða einu tónleikar hans hér á landi á árinu fyrir utan á Airwaves-hátíðinni í haust. Hann hefur verið í stuttu fríi núna upp á síðkastið en er í rauninni einhvern tímann frí hjá tónlistarmanninum? „Maður vill eiginlega ekki taka frí, hausinn er alltaf í þessu. Þó að maður sé ekki að vinna vinnu sem býr eitthvað til sem maður getur haldið á þá er hausinn samt alltaf á fullu. Eins og ég segi er ég til í að taka þetta ár í að túra og hlakka mikið til.“ Miðasalan á tónleikana hefst í dag á tix.is en tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu á Hvammstanga þann 8. júlí.
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira