Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2017 14:22 Útlit er fyrir að lög um upplýsingarétt um umhverfismál hafi verið brotin þegar ákveðið var að upplýsa almenning ekki um bilun í neyðarloku í dælustöð Veitna ohf. við Faxaflóa sem olli saurmengun meðfram strandlengju í Vesturbæ Reykjavíkur. Um 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi flæddu út í hafið á hverri sekúndu við Faxaskjól í Reykjavík í 10 sólarhringa áður en greint var frá biluninni í fjölmiðlum. Í 10. grein laga um upplýsingarétt um umhverfismál segir að stjórnvöldum sé ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Lagaákvæðið er orðað með þeim hætti að stjórnvöld hafa ekki val um að upplýsa almenning að fyrra bragði um skaðlega mengun. Ekki náðist í forsvarsmenn Veitna ehf við vinnslu fréttarinnar til að svara fyrir meint lögbrot. Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. Allt að 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi hafa runnið í sjóinn á hverri sekúndu frá því að bilunin gerði vart við sig þann 26. júní síðastliðinn.Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur frá því í morgun segir að engin hætta sé á því að saurgerlamengun berist í Nauthólsvík þegar neyðarlúgur eru opnar í fráveitudælustöðinni í Faxaskjóli. Heilbrigðiseftirlitið tók sýni í sjónum þann 6. júlí og skv. staðfestum niðurstöðum frá Mæliþjónustu Matís ohf. voru saurgerlar 1/100 ml. Heilbrigðiseftirlitið tók einnig sýni þann 7. júlí sl. og bráðabirgðaniðurstaða úr því er sú sama. Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Útlit er fyrir að lög um upplýsingarétt um umhverfismál hafi verið brotin þegar ákveðið var að upplýsa almenning ekki um bilun í neyðarloku í dælustöð Veitna ohf. við Faxaflóa sem olli saurmengun meðfram strandlengju í Vesturbæ Reykjavíkur. Um 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi flæddu út í hafið á hverri sekúndu við Faxaskjól í Reykjavík í 10 sólarhringa áður en greint var frá biluninni í fjölmiðlum. Í 10. grein laga um upplýsingarétt um umhverfismál segir að stjórnvöldum sé ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Lagaákvæðið er orðað með þeim hætti að stjórnvöld hafa ekki val um að upplýsa almenning að fyrra bragði um skaðlega mengun. Ekki náðist í forsvarsmenn Veitna ehf við vinnslu fréttarinnar til að svara fyrir meint lögbrot. Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. Allt að 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi hafa runnið í sjóinn á hverri sekúndu frá því að bilunin gerði vart við sig þann 26. júní síðastliðinn.Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur frá því í morgun segir að engin hætta sé á því að saurgerlamengun berist í Nauthólsvík þegar neyðarlúgur eru opnar í fráveitudælustöðinni í Faxaskjóli. Heilbrigðiseftirlitið tók sýni í sjónum þann 6. júlí og skv. staðfestum niðurstöðum frá Mæliþjónustu Matís ohf. voru saurgerlar 1/100 ml. Heilbrigðiseftirlitið tók einnig sýni þann 7. júlí sl. og bráðabirgðaniðurstaða úr því er sú sama.
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30
Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00