Sleppt og haldið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. júlí 2017 07:00 Samtök iðnrekenda í Bretlandi hafa skorað á Theresu May forsætisráðherra að endurskoða aðferðir og áherslur í Brexit-viðræðunum. Samtökin vilja að Bretar setji hugmyndir um aðra viðskiptasamninga á ís og leggi áherslu á að Bretar hafi óskoraðan aðgang að innri markaði Evrópu og tollabandalaginu. Með öðrum orðum, Bretar eigi að stefna að því að ganga einungis úr Evrópusambandinu að nafninu til. Áskorunin endurspeglar vandræðin sem Bretar hafa ratað í. Stjórnmálamannanna bíður að fara að þjóðarviljanum sem endurspeglaðist í Brexit-atkvæðagreiðslunni. Samtímis eru langflestir sannfærðir um að Brexit sé Bretum ekki í hag. Vandinn er sá að framáfólkið í Íhaldsflokknum – þau May, Michael Gove, sem nú hefur snúið aftur í ríkisstjórn, og Boris Johnson utanríkisráðherra – seldu sálu sína fyrir Brexit. Fyrir þau er það nánast pólitísk sjálfsmorðsyfirlýsing að hvika í málinu. Á meðan Bretar velta fyrir sér hvernig hægt sé að ganga úr Evrópusambandinu án þess að missa þann ávinning sem í aðildinni felst, geta talsmenn ESB borið sig vel. Barnier, aðalsamningamaður ESB, segir hugmyndir um slíkt fráleitar. ESB sé einfaldlega ESB – þjóðir geti verið inni eða úti. Hinn almenni Breti er í auknum mæli að gera sér grein fyrir því að það voru mistök að segja skilið við Evrópusambandið. Nýlegar kannanir benda til þess að 60% kjósenda vilji endurskoða afstöðuna sem birtist í atkvæðagreiðslunni í fyrrasumar. Það er ansi seint í rassinn gripið. Við bætist að efnahagsmálin í Evrópu, sem sífellt er tönnlast á að séu í miklum ólestri, eru í raun á leið í rétta átt. Hagvöxtur er meiri á evrusvæðinu en í Bretlandi. Atvinnusköpun innan ESB hefur tekið kipp, en ekki hafa orðið til fleiri ný störf síðan árið 2009. Á meðan ríkir lognmolla á breskum vinnumarkaði, þrátt fyrir fall sterlingspundsins, sem ýtir undir útflutning. Þeim fjölgar sem vilja finna leið til að hætta við allt saman. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, er einn þeirra og hefur stofnað félagasamtök um þá hugmynd. Blair nýtur ekki mikils trausts um þessar mundir – engu að síður vex skoðun hans fylgi, sem gæti kallað fram nýja og trúverðugri forystumenn. Brexit kallar fram betri greiningu á stöðunni í Evrópu. Sú greining er ESB afar hagfelld að flestu leyti. Bretar hafa lært þá lexíu. Í því ljósi hlýtur að líða að því, að einhvers konar endurmat fari fram meðal stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka atvinnulífsins hér á Íslandi. Krónan bítur helstu talsmenn sína svo undan svíður í gósentíðinni. Það er engin skömm að skipta um skoðun á grundvelli endurmats sem byggist á staðreyndum sem við blasa. Við getum líka lært af reynslu annarra þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Samtök iðnrekenda í Bretlandi hafa skorað á Theresu May forsætisráðherra að endurskoða aðferðir og áherslur í Brexit-viðræðunum. Samtökin vilja að Bretar setji hugmyndir um aðra viðskiptasamninga á ís og leggi áherslu á að Bretar hafi óskoraðan aðgang að innri markaði Evrópu og tollabandalaginu. Með öðrum orðum, Bretar eigi að stefna að því að ganga einungis úr Evrópusambandinu að nafninu til. Áskorunin endurspeglar vandræðin sem Bretar hafa ratað í. Stjórnmálamannanna bíður að fara að þjóðarviljanum sem endurspeglaðist í Brexit-atkvæðagreiðslunni. Samtímis eru langflestir sannfærðir um að Brexit sé Bretum ekki í hag. Vandinn er sá að framáfólkið í Íhaldsflokknum – þau May, Michael Gove, sem nú hefur snúið aftur í ríkisstjórn, og Boris Johnson utanríkisráðherra – seldu sálu sína fyrir Brexit. Fyrir þau er það nánast pólitísk sjálfsmorðsyfirlýsing að hvika í málinu. Á meðan Bretar velta fyrir sér hvernig hægt sé að ganga úr Evrópusambandinu án þess að missa þann ávinning sem í aðildinni felst, geta talsmenn ESB borið sig vel. Barnier, aðalsamningamaður ESB, segir hugmyndir um slíkt fráleitar. ESB sé einfaldlega ESB – þjóðir geti verið inni eða úti. Hinn almenni Breti er í auknum mæli að gera sér grein fyrir því að það voru mistök að segja skilið við Evrópusambandið. Nýlegar kannanir benda til þess að 60% kjósenda vilji endurskoða afstöðuna sem birtist í atkvæðagreiðslunni í fyrrasumar. Það er ansi seint í rassinn gripið. Við bætist að efnahagsmálin í Evrópu, sem sífellt er tönnlast á að séu í miklum ólestri, eru í raun á leið í rétta átt. Hagvöxtur er meiri á evrusvæðinu en í Bretlandi. Atvinnusköpun innan ESB hefur tekið kipp, en ekki hafa orðið til fleiri ný störf síðan árið 2009. Á meðan ríkir lognmolla á breskum vinnumarkaði, þrátt fyrir fall sterlingspundsins, sem ýtir undir útflutning. Þeim fjölgar sem vilja finna leið til að hætta við allt saman. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, er einn þeirra og hefur stofnað félagasamtök um þá hugmynd. Blair nýtur ekki mikils trausts um þessar mundir – engu að síður vex skoðun hans fylgi, sem gæti kallað fram nýja og trúverðugri forystumenn. Brexit kallar fram betri greiningu á stöðunni í Evrópu. Sú greining er ESB afar hagfelld að flestu leyti. Bretar hafa lært þá lexíu. Í því ljósi hlýtur að líða að því, að einhvers konar endurmat fari fram meðal stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka atvinnulífsins hér á Íslandi. Krónan bítur helstu talsmenn sína svo undan svíður í gósentíðinni. Það er engin skömm að skipta um skoðun á grundvelli endurmats sem byggist á staðreyndum sem við blasa. Við getum líka lært af reynslu annarra þjóða.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun