87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2017 09:00 Heiðar með 87 sm hrygnu sem skrapp undir brúnna í Langá Mynd: Atli Bergman Óskar með maríulaxinn úr Stangarhyl sem var 87 sm hrygnaMynd: Haukur Óskarsson Eins og veiðimenn þekkja vel geta komið upp ýmsar aðstæður þegar verið að þreyta lax þar sem laxinn getur tekið upp á ýmsu til að reyna losa sig við krókinn. Heiðar Valur Bergmann er við veiðar í Langá ásamt föður sínum Atla Bergmann og það er óhætt að segja að þeir hafi lent í áskorun þegar þeir voru við veiðar á svæði 1 í morgun. Heiðar var að kasta á Breiðuna (nr.9) þegar vænn lax tekur og snýr sér fljótlega við og skellir sér í hylinn fyrir neðann og þá fyrst byrjar vesenið. "Laxinn tók á miðri Breiðunni og skellti sér í Myrkhylin sem hún lagðist í nokkra stund. Eftir það þá straujaði hún niður og undir brúna. Pabbi stökk til og hljóp yfir veginn og niður á veiðistaðinn Horn þar sem hann stóð eins og markmaður og við það loksins stoppar laxinn. Ég átti ekki annað í boði en að fara undir brúnna sem er ekki æfing sem ég mæli með og þar sem ég kem úr klöngrinu undan brúnni og upp á klettana með hjôlið á umdirlinu þá tekur hún strauið aftur upp neðri breiðuna. Eftir 20 mín tog þá háfaði faðir Bergmann þessa 87cm hrygnu í silungaháfin af dýrari gerðinni. Þetta var kannski erfitt að mikið rosalega var þetta gaman". Eins og myndin ber með sér var þetta falleg 87 sm hrygna sem var gefið líf að lokinni viðeign. Í hollinu á undan var jafn stórri hrygnu landað af Óskari Haukssyni en sá fiskur tók þegar aðeins 5 mínútur voru eftir af veiðitímanum. Þetta var maríulax hjá Óskari og það er nú ekki leiðinlegt að byrja veiðiferilinn á svona flottum laxi. Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði
Óskar með maríulaxinn úr Stangarhyl sem var 87 sm hrygnaMynd: Haukur Óskarsson Eins og veiðimenn þekkja vel geta komið upp ýmsar aðstæður þegar verið að þreyta lax þar sem laxinn getur tekið upp á ýmsu til að reyna losa sig við krókinn. Heiðar Valur Bergmann er við veiðar í Langá ásamt föður sínum Atla Bergmann og það er óhætt að segja að þeir hafi lent í áskorun þegar þeir voru við veiðar á svæði 1 í morgun. Heiðar var að kasta á Breiðuna (nr.9) þegar vænn lax tekur og snýr sér fljótlega við og skellir sér í hylinn fyrir neðann og þá fyrst byrjar vesenið. "Laxinn tók á miðri Breiðunni og skellti sér í Myrkhylin sem hún lagðist í nokkra stund. Eftir það þá straujaði hún niður og undir brúna. Pabbi stökk til og hljóp yfir veginn og niður á veiðistaðinn Horn þar sem hann stóð eins og markmaður og við það loksins stoppar laxinn. Ég átti ekki annað í boði en að fara undir brúnna sem er ekki æfing sem ég mæli með og þar sem ég kem úr klöngrinu undan brúnni og upp á klettana með hjôlið á umdirlinu þá tekur hún strauið aftur upp neðri breiðuna. Eftir 20 mín tog þá háfaði faðir Bergmann þessa 87cm hrygnu í silungaháfin af dýrari gerðinni. Þetta var kannski erfitt að mikið rosalega var þetta gaman". Eins og myndin ber með sér var þetta falleg 87 sm hrygna sem var gefið líf að lokinni viðeign. Í hollinu á undan var jafn stórri hrygnu landað af Óskari Haukssyni en sá fiskur tók þegar aðeins 5 mínútur voru eftir af veiðitímanum. Þetta var maríulax hjá Óskari og það er nú ekki leiðinlegt að byrja veiðiferilinn á svona flottum laxi.
Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði