Búið að landa ellefu hrefnum Haraldur Guðmundsson skrifar 5. júlí 2017 06:00 Gunnar Bergmann Jónsson mundar hrefnubyssuna. VÍSIR/VILHELM Hrefnuveiðimenn hafa aðeins veitt ellefu dýr það sem af er sumri og er útlit fyrir að markmið um 46 dýr á yfirstandandi vertíð náist ekki. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, eru að veiðum í Faxaflóa en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Það hefur gengið þokkalega en þetta fór ekki af stað fyrr en í byrjun júní,“ sagði Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Veiðarnar hófust um mánaðamótin apríl-maí en fyrsta dýrinu var ekki landað fyrr en í annarri viku júnímánaðar. „Það fer eftir veðri og vindum hvernig þetta þróast en báðir bátarnir eru úti núna og hvorugur kominn með neitt. Svo virðist veðrið ætla að verða leiðinlegt fram yfir helgi. Við stefndum að jafn mörgum dýrum og í fyrra eða 46. Það er ekki útlit fyrir að það náist enda þyrfti ansi margt að ganga upp til að svo yrði,“ segir Gunnar Bergmann. IP-útgerð gerir Hrafnreyði út og rekur vinnslu í Hafnarfirði. Fyrirtæki Gunnars hafa flutt inn hrefnukjöt frá Noregi þegar framboð hefur ekki annað eftirspurn. Að hans sögn hefur IP-útgerð ekki keypt neitt kjöt að utan á þessu ári. „Þetta rétt slapp í vor en það var naumt. Við kláruðum allt okkar kjöt í byrjun maí og svo kom nýtt inn í byrjun júní. Við höfum því ekki þurft að flytja inn kjöt á þessu ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Hrefnuveiðimenn hafa aðeins veitt ellefu dýr það sem af er sumri og er útlit fyrir að markmið um 46 dýr á yfirstandandi vertíð náist ekki. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, eru að veiðum í Faxaflóa en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Það hefur gengið þokkalega en þetta fór ekki af stað fyrr en í byrjun júní,“ sagði Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Veiðarnar hófust um mánaðamótin apríl-maí en fyrsta dýrinu var ekki landað fyrr en í annarri viku júnímánaðar. „Það fer eftir veðri og vindum hvernig þetta þróast en báðir bátarnir eru úti núna og hvorugur kominn með neitt. Svo virðist veðrið ætla að verða leiðinlegt fram yfir helgi. Við stefndum að jafn mörgum dýrum og í fyrra eða 46. Það er ekki útlit fyrir að það náist enda þyrfti ansi margt að ganga upp til að svo yrði,“ segir Gunnar Bergmann. IP-útgerð gerir Hrafnreyði út og rekur vinnslu í Hafnarfirði. Fyrirtæki Gunnars hafa flutt inn hrefnukjöt frá Noregi þegar framboð hefur ekki annað eftirspurn. Að hans sögn hefur IP-útgerð ekki keypt neitt kjöt að utan á þessu ári. „Þetta rétt slapp í vor en það var naumt. Við kláruðum allt okkar kjöt í byrjun maí og svo kom nýtt inn í byrjun júní. Við höfum því ekki þurft að flytja inn kjöt á þessu ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira