Leitar til lögreglu vegna dýraeftirlitsmanns Árborgar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. júlí 2017 20:41 Köttur Helgu er enn auglýstur sem óskiladýr á vef Árborgar Skjáskot Íbúi á Selfossi hefur leitað aðstoðar lögreglu eftir að dýraeftirlitsmaður Sveitarfélagsins Árborgar handsamaði merktan heimiliskött hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í vandræðum með dýraeftirlit sveitarfélagsins. Áður hafi eldri köttur hennar verið fangaður og þá hafi hún og eiginmaður hennar fengið hann lausan gegn 16 þúsund króna gjaldi. Kötturinn sem týndist í liðinni viku er læða sem er með fjóra kettlinga á spena. „Það gerðist á föstudagsmorguninn að við sáum ekki köttinn. Það var svo sem ekkert óvanalegt því hann rápar inn og út og liggur svo með kettlingunum. Á föstudaginn hvarf hann alveg og á föstudagskvöldið dettur okkur í hug að athuga á veiðisíðu Árborgar,“ segir Helga Guðrún Eiríksdóttir í samtali við Vísi. „Þar er mynd af kettinum, með ólina og allt.“ Helga segir að hún og eiginmaður hennar hafi ekki náð í dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins fyrr en á laugardagsmorgun. Þá hafi kettlingarnir verið mjög hungraðir. „Ég var svo reið að ég gólaði á hann að skila kettinum, þetta væri heimilisköttur með kettlinga. Hann hlyti að sjá það ef hann hefði einhverja sjón að kötturinn væri að springa úr mjólk og væri þar af leiðandi með kettlinga á spena,“ segir Helga.Kettlingar læðunnar voru orðnir ansi hungarðir þegar móðir þeirra kom heim að lokum.Einar ErlingssonDýraeftirlitsmaðurinn hafi ekki fallist á það en þau hafi að endingu mælt sér mót og Helga fengið köttinn aftur í hendurnar. „Hann hefur sennilega verið smeykur við mig því hann sagði að í þetta skiptið skyldi hann láta okkur fá köttinn frítt, eins og hann væri að gera okkur einhvern greiða.“ Hún segist hafa farið í dag á bæjarskrifstofur Árborgar og sótt skráningarskírteini katta sinna. „Þetta er heimilisköttur með hálsól og skráður hér á Selfossi. Inni í ólinni er bæði skráð símanúmer og númerið á kettinum. Bara ef hann hefði gefið sér tíma í að taka af henni ólina og gá inn í hana þá hefði hann getað séð allar upplýsingar. En auðvitað gat hann sagt sér það sjálfur að köttur með hálsól er enginn flækingsköttur. Þetta væri heimilisköttur sem hefði brugðið sér út af heimilinu og væri að flækjast um hverfið, eins og þeir gera.“ Lausaganga katta er ekki bönnuð í sveitarfélaginu Árborg en í 8. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu segir að bæjarstjórn sé heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Þá segir að einnig:Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá. Þar kemur þó ekki fram hver kostnaðurinn við handsömun katta sé. „Ég ætla að fá á úr þessu skorið hvort þetta má eða ekki. Ef þetta má þá er eitthvað að á Selfossi,“ segir Helga. Dýr Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íbúi á Selfossi hefur leitað aðstoðar lögreglu eftir að dýraeftirlitsmaður Sveitarfélagsins Árborgar handsamaði merktan heimiliskött hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í vandræðum með dýraeftirlit sveitarfélagsins. Áður hafi eldri köttur hennar verið fangaður og þá hafi hún og eiginmaður hennar fengið hann lausan gegn 16 þúsund króna gjaldi. Kötturinn sem týndist í liðinni viku er læða sem er með fjóra kettlinga á spena. „Það gerðist á föstudagsmorguninn að við sáum ekki köttinn. Það var svo sem ekkert óvanalegt því hann rápar inn og út og liggur svo með kettlingunum. Á föstudaginn hvarf hann alveg og á föstudagskvöldið dettur okkur í hug að athuga á veiðisíðu Árborgar,“ segir Helga Guðrún Eiríksdóttir í samtali við Vísi. „Þar er mynd af kettinum, með ólina og allt.“ Helga segir að hún og eiginmaður hennar hafi ekki náð í dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins fyrr en á laugardagsmorgun. Þá hafi kettlingarnir verið mjög hungraðir. „Ég var svo reið að ég gólaði á hann að skila kettinum, þetta væri heimilisköttur með kettlinga. Hann hlyti að sjá það ef hann hefði einhverja sjón að kötturinn væri að springa úr mjólk og væri þar af leiðandi með kettlinga á spena,“ segir Helga.Kettlingar læðunnar voru orðnir ansi hungarðir þegar móðir þeirra kom heim að lokum.Einar ErlingssonDýraeftirlitsmaðurinn hafi ekki fallist á það en þau hafi að endingu mælt sér mót og Helga fengið köttinn aftur í hendurnar. „Hann hefur sennilega verið smeykur við mig því hann sagði að í þetta skiptið skyldi hann láta okkur fá köttinn frítt, eins og hann væri að gera okkur einhvern greiða.“ Hún segist hafa farið í dag á bæjarskrifstofur Árborgar og sótt skráningarskírteini katta sinna. „Þetta er heimilisköttur með hálsól og skráður hér á Selfossi. Inni í ólinni er bæði skráð símanúmer og númerið á kettinum. Bara ef hann hefði gefið sér tíma í að taka af henni ólina og gá inn í hana þá hefði hann getað séð allar upplýsingar. En auðvitað gat hann sagt sér það sjálfur að köttur með hálsól er enginn flækingsköttur. Þetta væri heimilisköttur sem hefði brugðið sér út af heimilinu og væri að flækjast um hverfið, eins og þeir gera.“ Lausaganga katta er ekki bönnuð í sveitarfélaginu Árborg en í 8. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu segir að bæjarstjórn sé heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Þá segir að einnig:Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá. Þar kemur þó ekki fram hver kostnaðurinn við handsömun katta sé. „Ég ætla að fá á úr þessu skorið hvort þetta má eða ekki. Ef þetta má þá er eitthvað að á Selfossi,“ segir Helga.
Dýr Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira