Besta opnun Stóru Laxár fyrr og síðar Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2017 13:59 Árni Baldursson hjá Lax-Á er að vonum kátur með glæsilega opnun í Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson FB Stóra Laxá er að koma feykilega sterk inn í sumarið með frábærum opnunum á sínum svæðum og uppistaðan er fallegur tveggja ára lax. Við greindum frá opnun á svæði 4 sem var 42 laxar og er sú opnun líklega ein sú besta á því svæði frá upphafi. Spennan fyrir opnun á svæðum 1 og 2 sem eru veidd saman og svo svæði 3 var því mikil og óhætt að segja að Stóra Laxá hafi ekki svikið neinn. Fyrsta hollið á svæði 1 og 2 landaði 46 löxum og af því voru 43 10-16 punda tveggjá ára laxar og þrír eins árs laxar og það er líklega leitun að öðru eins stórlaxahlutfalli á landinu þessa dagana. Og sagan heldur áfram á svæði 3 en þar hafa tvær stangir landað 15 löxum á tveimur dögum og allt stórlax frá 75 til 95 sm. Það er mikill fiskur í ánni og takan með því allra besta. Samtals hefur því opnun Stóru Laxár gefið 103 laxa með aðeins þessa þrjá áðurnefndu eins árs laxa en rest stórlax. Þetta er án vafa allra besta opnun sem þessi á hefur átt og sýnir hversu gott starf Lax-Á hefur unnið við ánna en með aukinni veiði hefur ásókn í veiðileyfi aukist mikið og það er nokkuð ljóst að með þessari opnun á hún bara eftir að aukast. Við höfum að auki fréttir af 104 sm laxi sem var tekinn á land þar í gær og bíðum eftir frekari fregnum og myndum af þeirri viðureign. Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði
Stóra Laxá er að koma feykilega sterk inn í sumarið með frábærum opnunum á sínum svæðum og uppistaðan er fallegur tveggja ára lax. Við greindum frá opnun á svæði 4 sem var 42 laxar og er sú opnun líklega ein sú besta á því svæði frá upphafi. Spennan fyrir opnun á svæðum 1 og 2 sem eru veidd saman og svo svæði 3 var því mikil og óhætt að segja að Stóra Laxá hafi ekki svikið neinn. Fyrsta hollið á svæði 1 og 2 landaði 46 löxum og af því voru 43 10-16 punda tveggjá ára laxar og þrír eins árs laxar og það er líklega leitun að öðru eins stórlaxahlutfalli á landinu þessa dagana. Og sagan heldur áfram á svæði 3 en þar hafa tvær stangir landað 15 löxum á tveimur dögum og allt stórlax frá 75 til 95 sm. Það er mikill fiskur í ánni og takan með því allra besta. Samtals hefur því opnun Stóru Laxár gefið 103 laxa með aðeins þessa þrjá áðurnefndu eins árs laxa en rest stórlax. Þetta er án vafa allra besta opnun sem þessi á hefur átt og sýnir hversu gott starf Lax-Á hefur unnið við ánna en með aukinni veiði hefur ásókn í veiðileyfi aukist mikið og það er nokkuð ljóst að með þessari opnun á hún bara eftir að aukast. Við höfum að auki fréttir af 104 sm laxi sem var tekinn á land þar í gær og bíðum eftir frekari fregnum og myndum af þeirri viðureign.
Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði