Á erfitt með að standast Gucci-veskin Guðný Hrönn skrifar 4. júlí 2017 16:45 Svört, aðsniðin kápa er skyldueign að mati Línu. vísir/EYÞÓR Bloggarinn Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur brennandi áhuga á tísku og er alltaf flott til fara. Lífið í Fréttablaðinu fékk að spyrja hana út í fatastílinn hennar.Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að ég sé með frekar afslappaðan og „casual“-stíl en mér finnst mjög gaman að dressa mig upp og gera mig fína. Áttu þér uppáhaldsflík? Ég á nokkrar flíkur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér en flík númer eitt er allan daginn svört aðsniðin kápa sem ég keypti á útsölu í Zöru fyrir nokkrum árum og það sést ekki á henni! Persónulega finnst mér falleg, aðsniðin kápa vera flík sem allir ættu að eiga.Hvaða verslanir eru í uppáhaldi? Zara er líklega mín uppáhalds þar sem ég versla rosalega mikið þar. Annars eru Stradivarius, Bershka og H&M í miklu uppáhaldi þegar ég er erlendis.Er eitthvað sem þú ert sérstaklega hrifin af?Ég er sjúk í veski og get varla farið til útlanda án þess að næla mér í eitt stykki! Gucci er í miklu uppáhaldi hjá mér og það getur verið mjög erfitt að standast þau.Fjólubláa Gucci-veskið er í miklu uppáhaldi hjá Línu þessa stundina.vísir/eyþórGengur þú mikið með skart og aukahluti? Ég myndi ekki segja að ég gangi með mikið af skarti en ég elska lítið skart eins og fíngerð hálsmen. Hins vegar geng ég alltaf með úr og yfirleitt með hvítar perlur í eyrunum. Annars sérðu mig varla fara út úr húsi án þess að vera með veski, mér líður eins og það vanti eitthvað ef ég er ekki með veski á mér.Hvaða aukahlutur er í uppáhaldi? Ég verð að segja bleik-fjólubláa Gucci-velúrveskið mitt sem ég fékk fyrir stuttu en liturinn á því poppar öll dress upp!Ertu dugleg að endurnýja í fataskápnum? Ég er mjög dugleg að endurnýja fataskápinn minn. Það er ekki til safnari í mér þar sem ég fæ leiða á flestu sem ég fæ mér með tímanum. Ég er bæði dugleg að gefa og selja fötin mín. Mér finnst skipta miklu máli að endurnýja fataskápinn reglulega því ég tengi föt og tilfinningar saman og finnst gott að fá mér eitthvað sem lyftir mér upp eins og litríkar flíkur.Er einhver tískubylgja þessa stundina ofmetin að þínu mati? Ég get ekki nefnt neitt í fljótu bragði en ég elska hvað það eru engar „reglur“ þegar það kemur að tísku. Fólk klæðir sig einfaldlega í það sem það vill og ég er að fíla það! Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Bloggarinn Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur brennandi áhuga á tísku og er alltaf flott til fara. Lífið í Fréttablaðinu fékk að spyrja hana út í fatastílinn hennar.Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að ég sé með frekar afslappaðan og „casual“-stíl en mér finnst mjög gaman að dressa mig upp og gera mig fína. Áttu þér uppáhaldsflík? Ég á nokkrar flíkur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér en flík númer eitt er allan daginn svört aðsniðin kápa sem ég keypti á útsölu í Zöru fyrir nokkrum árum og það sést ekki á henni! Persónulega finnst mér falleg, aðsniðin kápa vera flík sem allir ættu að eiga.Hvaða verslanir eru í uppáhaldi? Zara er líklega mín uppáhalds þar sem ég versla rosalega mikið þar. Annars eru Stradivarius, Bershka og H&M í miklu uppáhaldi þegar ég er erlendis.Er eitthvað sem þú ert sérstaklega hrifin af?Ég er sjúk í veski og get varla farið til útlanda án þess að næla mér í eitt stykki! Gucci er í miklu uppáhaldi hjá mér og það getur verið mjög erfitt að standast þau.Fjólubláa Gucci-veskið er í miklu uppáhaldi hjá Línu þessa stundina.vísir/eyþórGengur þú mikið með skart og aukahluti? Ég myndi ekki segja að ég gangi með mikið af skarti en ég elska lítið skart eins og fíngerð hálsmen. Hins vegar geng ég alltaf með úr og yfirleitt með hvítar perlur í eyrunum. Annars sérðu mig varla fara út úr húsi án þess að vera með veski, mér líður eins og það vanti eitthvað ef ég er ekki með veski á mér.Hvaða aukahlutur er í uppáhaldi? Ég verð að segja bleik-fjólubláa Gucci-velúrveskið mitt sem ég fékk fyrir stuttu en liturinn á því poppar öll dress upp!Ertu dugleg að endurnýja í fataskápnum? Ég er mjög dugleg að endurnýja fataskápinn minn. Það er ekki til safnari í mér þar sem ég fæ leiða á flestu sem ég fæ mér með tímanum. Ég er bæði dugleg að gefa og selja fötin mín. Mér finnst skipta miklu máli að endurnýja fataskápinn reglulega því ég tengi föt og tilfinningar saman og finnst gott að fá mér eitthvað sem lyftir mér upp eins og litríkar flíkur.Er einhver tískubylgja þessa stundina ofmetin að þínu mati? Ég get ekki nefnt neitt í fljótu bragði en ég elska hvað það eru engar „reglur“ þegar það kemur að tísku. Fólk klæðir sig einfaldlega í það sem það vill og ég er að fíla það!
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira