Á erfitt með að standast Gucci-veskin Guðný Hrönn skrifar 4. júlí 2017 16:45 Svört, aðsniðin kápa er skyldueign að mati Línu. vísir/EYÞÓR Bloggarinn Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur brennandi áhuga á tísku og er alltaf flott til fara. Lífið í Fréttablaðinu fékk að spyrja hana út í fatastílinn hennar.Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að ég sé með frekar afslappaðan og „casual“-stíl en mér finnst mjög gaman að dressa mig upp og gera mig fína. Áttu þér uppáhaldsflík? Ég á nokkrar flíkur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér en flík númer eitt er allan daginn svört aðsniðin kápa sem ég keypti á útsölu í Zöru fyrir nokkrum árum og það sést ekki á henni! Persónulega finnst mér falleg, aðsniðin kápa vera flík sem allir ættu að eiga.Hvaða verslanir eru í uppáhaldi? Zara er líklega mín uppáhalds þar sem ég versla rosalega mikið þar. Annars eru Stradivarius, Bershka og H&M í miklu uppáhaldi þegar ég er erlendis.Er eitthvað sem þú ert sérstaklega hrifin af?Ég er sjúk í veski og get varla farið til útlanda án þess að næla mér í eitt stykki! Gucci er í miklu uppáhaldi hjá mér og það getur verið mjög erfitt að standast þau.Fjólubláa Gucci-veskið er í miklu uppáhaldi hjá Línu þessa stundina.vísir/eyþórGengur þú mikið með skart og aukahluti? Ég myndi ekki segja að ég gangi með mikið af skarti en ég elska lítið skart eins og fíngerð hálsmen. Hins vegar geng ég alltaf með úr og yfirleitt með hvítar perlur í eyrunum. Annars sérðu mig varla fara út úr húsi án þess að vera með veski, mér líður eins og það vanti eitthvað ef ég er ekki með veski á mér.Hvaða aukahlutur er í uppáhaldi? Ég verð að segja bleik-fjólubláa Gucci-velúrveskið mitt sem ég fékk fyrir stuttu en liturinn á því poppar öll dress upp!Ertu dugleg að endurnýja í fataskápnum? Ég er mjög dugleg að endurnýja fataskápinn minn. Það er ekki til safnari í mér þar sem ég fæ leiða á flestu sem ég fæ mér með tímanum. Ég er bæði dugleg að gefa og selja fötin mín. Mér finnst skipta miklu máli að endurnýja fataskápinn reglulega því ég tengi föt og tilfinningar saman og finnst gott að fá mér eitthvað sem lyftir mér upp eins og litríkar flíkur.Er einhver tískubylgja þessa stundina ofmetin að þínu mati? Ég get ekki nefnt neitt í fljótu bragði en ég elska hvað það eru engar „reglur“ þegar það kemur að tísku. Fólk klæðir sig einfaldlega í það sem það vill og ég er að fíla það! Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Bloggarinn Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur brennandi áhuga á tísku og er alltaf flott til fara. Lífið í Fréttablaðinu fékk að spyrja hana út í fatastílinn hennar.Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að ég sé með frekar afslappaðan og „casual“-stíl en mér finnst mjög gaman að dressa mig upp og gera mig fína. Áttu þér uppáhaldsflík? Ég á nokkrar flíkur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér en flík númer eitt er allan daginn svört aðsniðin kápa sem ég keypti á útsölu í Zöru fyrir nokkrum árum og það sést ekki á henni! Persónulega finnst mér falleg, aðsniðin kápa vera flík sem allir ættu að eiga.Hvaða verslanir eru í uppáhaldi? Zara er líklega mín uppáhalds þar sem ég versla rosalega mikið þar. Annars eru Stradivarius, Bershka og H&M í miklu uppáhaldi þegar ég er erlendis.Er eitthvað sem þú ert sérstaklega hrifin af?Ég er sjúk í veski og get varla farið til útlanda án þess að næla mér í eitt stykki! Gucci er í miklu uppáhaldi hjá mér og það getur verið mjög erfitt að standast þau.Fjólubláa Gucci-veskið er í miklu uppáhaldi hjá Línu þessa stundina.vísir/eyþórGengur þú mikið með skart og aukahluti? Ég myndi ekki segja að ég gangi með mikið af skarti en ég elska lítið skart eins og fíngerð hálsmen. Hins vegar geng ég alltaf með úr og yfirleitt með hvítar perlur í eyrunum. Annars sérðu mig varla fara út úr húsi án þess að vera með veski, mér líður eins og það vanti eitthvað ef ég er ekki með veski á mér.Hvaða aukahlutur er í uppáhaldi? Ég verð að segja bleik-fjólubláa Gucci-velúrveskið mitt sem ég fékk fyrir stuttu en liturinn á því poppar öll dress upp!Ertu dugleg að endurnýja í fataskápnum? Ég er mjög dugleg að endurnýja fataskápinn minn. Það er ekki til safnari í mér þar sem ég fæ leiða á flestu sem ég fæ mér með tímanum. Ég er bæði dugleg að gefa og selja fötin mín. Mér finnst skipta miklu máli að endurnýja fataskápinn reglulega því ég tengi föt og tilfinningar saman og finnst gott að fá mér eitthvað sem lyftir mér upp eins og litríkar flíkur.Er einhver tískubylgja þessa stundina ofmetin að þínu mati? Ég get ekki nefnt neitt í fljótu bragði en ég elska hvað það eru engar „reglur“ þegar það kemur að tísku. Fólk klæðir sig einfaldlega í það sem það vill og ég er að fíla það!
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira