Sögulegur sparnaður Pálmar Ragnarsson skrifar 3. júlí 2017 06:00 Það mætti segja að sparnaður Íslendinga væri í sögulegu hámarki. Aldrei áður hefur hugarfar fólks verið jafn tengt sparnaði. Og hvernig erum við að spara? Jú, með því að eyða fullt af pening auðvitað. Ekki erum við að spara með því að vera heima hjá okkur og sleppa því að kaupa hluti. Nei, við spörum með því að fara í risa verslanir, kaupa ofurpakkningar og eyða tugum þúsunda. „Ég sparaði geðveikt mikið á því að kaupa þennan kassa af kleinuhringjum á 3.000.“ „Vá hvað ég sparaði þegar ég keypti 68 kókdósir á aðeins 2.500.“ „Nei, sjáðu, kassi af höttum á 7.000, spörum!“ Mér þykir þetta rangur hugsunarháttur. Við spörum aldrei með því að kaupa. Við spörum með því að kaupa ekki. Það er ekki góð sparnaðarleið að fara í verslun og skoða. Maður sparar með því að vera heima. Það skiptir ekki máli hversu hagstætt verðið er þegar við kaupum, við erum að eyða pening en ekki spara. Ekki rugla þessu tvennu saman. Með því að kaupa vöru á hagstæðara verði erum við að eyða minni pening en við hefðum gert. En ef við kaupum vöruna í fimmföldu því magni sem við þurfum erum við kannski bara að eyða meiri pening. Áður en risa pakkningar eru keyptar er því gott að spyrja: „Er ég viss um að ég sé að fara að borða 12 kg af kleinuhringjum? Þarf fjölskyldan á þeim að halda? Jafnvel þó hver þeirra verði ódýrari en ef ég kaupi bara einn á mann?“ Það er æðislegt ef fólk nær að nýta sér ofurpakkningar á skynsaman hátt til að eyða minna. En við megum ekki halda að við séum að spara ef raunin er sú að við erum að eyða meiri pening í verslunarferðum en við höfum nokkurn tíma gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun
Það mætti segja að sparnaður Íslendinga væri í sögulegu hámarki. Aldrei áður hefur hugarfar fólks verið jafn tengt sparnaði. Og hvernig erum við að spara? Jú, með því að eyða fullt af pening auðvitað. Ekki erum við að spara með því að vera heima hjá okkur og sleppa því að kaupa hluti. Nei, við spörum með því að fara í risa verslanir, kaupa ofurpakkningar og eyða tugum þúsunda. „Ég sparaði geðveikt mikið á því að kaupa þennan kassa af kleinuhringjum á 3.000.“ „Vá hvað ég sparaði þegar ég keypti 68 kókdósir á aðeins 2.500.“ „Nei, sjáðu, kassi af höttum á 7.000, spörum!“ Mér þykir þetta rangur hugsunarháttur. Við spörum aldrei með því að kaupa. Við spörum með því að kaupa ekki. Það er ekki góð sparnaðarleið að fara í verslun og skoða. Maður sparar með því að vera heima. Það skiptir ekki máli hversu hagstætt verðið er þegar við kaupum, við erum að eyða pening en ekki spara. Ekki rugla þessu tvennu saman. Með því að kaupa vöru á hagstæðara verði erum við að eyða minni pening en við hefðum gert. En ef við kaupum vöruna í fimmföldu því magni sem við þurfum erum við kannski bara að eyða meiri pening. Áður en risa pakkningar eru keyptar er því gott að spyrja: „Er ég viss um að ég sé að fara að borða 12 kg af kleinuhringjum? Þarf fjölskyldan á þeim að halda? Jafnvel þó hver þeirra verði ódýrari en ef ég kaupi bara einn á mann?“ Það er æðislegt ef fólk nær að nýta sér ofurpakkningar á skynsaman hátt til að eyða minna. En við megum ekki halda að við séum að spara ef raunin er sú að við erum að eyða meiri pening í verslunarferðum en við höfum nokkurn tíma gert.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun