Búist er við ágætis veðri í dag og í vikunni. Áfram verður milt veður, en sólarlítið og víða skúradembur, einkum þó innan til landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Á morgun myndast lægð á Grænlandshafi og rignir um tíma norðvestan til þegar lægðin nálgast landið.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 3-10 m/s, hvassast á annesjum. Skýjað með köflum og víða skúrir, einkum inn til landsins síðdegis. Suðlægari á morgun og rigning með köflum NV-til. Hiti 6 til 16 stig, mildast syðra í dag, en hlýnar fyrir norðan á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað að mestu, en víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 9 til 16 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Vaxandi austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis og rigning sunnan- og vestanlands, hvassast við ströndina, en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á fimmtudag:
Suðaustan og síðar suðvestan 5-13 m/s. Rigning, en lengst af þurrt fyrir norðan og austan. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á N-landi.
Á föstudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt. Rigning með köflum eða skúrir og fremur milt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu.
Hugleiðingar veðurfræðings
Áfram milt veður, en sólarlítið og víða skúradembur, einkum þó inn til landsins. Á morgun myndast lægð á Grænlandshafi og rignir um tíma norðvestan til þegar lægðin nálgast landið. Seint á miðvikudag og áfram næsta dag fer myndarlegt regnsvæði yfir landið og munu líklega allir landshlutar vökna í kjölfarið.
Áfram milt veður, sólarlítið og víða skúradembur
Ingvar Þór Björnsson skrifar
