Formaður Framsýnar spáir hörðum átökum á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 13:49 Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði löngu brostnar. Verkalýðshreyfingin hljóti að segja upp öllum kjarasamningum í febrúar á næsta ári og allt verði upp í loft á vinnumarkaði upp úr áramótum. Tímaritið Frjáls verslun birti í gær yfirlit yfir hæstu laun í nokkrum hópum samfélagsins miðað við upplýsingar á álagningarskrám Ríkisskattstjóra. Í fréttum okkar í gærkvöldi sagði Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins að forstjórar fyrirtækja og æðstu embættismenn hafi hækkað mest í launum milli áranna 2015 og 2016, eða um að jafnaði um tólf prósent. Þá haldi bilið á milli þessara hópa og almenns launafólks áfram að breikka, en launahækkanir á almennum markaði voru um 4,5 prósent í fyrra. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir þessa þróun hafa verið að ágerast á undanförnum árum. „Og þetta heldur bara áfram, þetta ójafnvægi sem er þarna. Svo hef ég líka í sjálfu sér áhyggjur af konunum sem eru ekki að koma vel út úr þessu,“ segir Aðalsteinn. En konur eru fámennar í öllum hópum hæstu launa sem Frjáls verslun skoðar. Þá hefur kjararáð nýlega úrskurðað verulegar launahækkanir til nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar sem ná marga mánuði aftur í tímann. Aðalsteinn hefur verið í fámennum hópi leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar sem lagst hefur gegn SALEK samkomulaginu svo kallaða, sem ætlað er að setja heildarramma utan um launahækkanir í landinu og stjórnvöld hafa ítrekað mælst til að komið verði á laggirnar. „Misvægið er gríðarlegt og svo náttúrlega eins og með kjararáð; við vorum líka að horfa á það fyrir nokkrum mánuðum að þingmenn og ráðherrar fengu gríðarlegar hækkanir. Nú koma fleiri gríðarlegar hækkanir til opinberra embættismanna. Það er alltaf talað um að taka á þessu. Það er ekkert gert í að taka á þessu. Það á alltaf að taka á þessu en það er ekkert gert. Þannig að þetta er ömurleg þróun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stjórnvöld fara fremst í flokki við að brjóta þessi markmið með ríflegum hækkunum til æðstu embættismanna. „Þetta er bara hræsni. Ekkert annað en hræsni. Það er bara ekkert að marka hvað þeir segja. Þeir meina allt annað en þeir segja þegar þeir eru að ræða við okkur. Það sýnir sig best í þessum upplýsingum sem þarna koma fram,“ segir formaður Framsýnar. Í byrjun þessa árs varð endurskoðunarákvæði almennra kjarasamninga virkt. En þótt forysta ASÍ teldi forsendur samninga brostnar var samið um að flýta launahækkunum á þessu ári og bíða með endurskoðun eða uppsögn samninga fram yfir næstu áramót. En þá verður væntanlega lokið viðamiklum kjarasamningum lækna, kennara og fleiri við hið opinbera. Þannig að það stefnir kannski í hörð átök á vinnumarkaði í byrjun næsta árs? „Já, já ég trúi ekki öðru en samningar verði lausir eftir áramót. Allar forsendur samninga voru brostnar nú í febrúar síðast liðnum þegar endurskoðunin fór fram. Þá var ákveðið að bíða vegna þess að menn sáu fyrir ákveðnar hækkanir eins og hjá opinberum starfsmönnum. Það væri í farvatninu. Nú liggur þetta svolítið fyrir og mun gera enn frekar þegar líður á haustið. Ég vil meina að hér verði allt upp í loft í febrúar á næsta ári. Ég trúi ekki öðru,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði löngu brostnar. Verkalýðshreyfingin hljóti að segja upp öllum kjarasamningum í febrúar á næsta ári og allt verði upp í loft á vinnumarkaði upp úr áramótum. Tímaritið Frjáls verslun birti í gær yfirlit yfir hæstu laun í nokkrum hópum samfélagsins miðað við upplýsingar á álagningarskrám Ríkisskattstjóra. Í fréttum okkar í gærkvöldi sagði Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins að forstjórar fyrirtækja og æðstu embættismenn hafi hækkað mest í launum milli áranna 2015 og 2016, eða um að jafnaði um tólf prósent. Þá haldi bilið á milli þessara hópa og almenns launafólks áfram að breikka, en launahækkanir á almennum markaði voru um 4,5 prósent í fyrra. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir þessa þróun hafa verið að ágerast á undanförnum árum. „Og þetta heldur bara áfram, þetta ójafnvægi sem er þarna. Svo hef ég líka í sjálfu sér áhyggjur af konunum sem eru ekki að koma vel út úr þessu,“ segir Aðalsteinn. En konur eru fámennar í öllum hópum hæstu launa sem Frjáls verslun skoðar. Þá hefur kjararáð nýlega úrskurðað verulegar launahækkanir til nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar sem ná marga mánuði aftur í tímann. Aðalsteinn hefur verið í fámennum hópi leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar sem lagst hefur gegn SALEK samkomulaginu svo kallaða, sem ætlað er að setja heildarramma utan um launahækkanir í landinu og stjórnvöld hafa ítrekað mælst til að komið verði á laggirnar. „Misvægið er gríðarlegt og svo náttúrlega eins og með kjararáð; við vorum líka að horfa á það fyrir nokkrum mánuðum að þingmenn og ráðherrar fengu gríðarlegar hækkanir. Nú koma fleiri gríðarlegar hækkanir til opinberra embættismanna. Það er alltaf talað um að taka á þessu. Það er ekkert gert í að taka á þessu. Það á alltaf að taka á þessu en það er ekkert gert. Þannig að þetta er ömurleg þróun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stjórnvöld fara fremst í flokki við að brjóta þessi markmið með ríflegum hækkunum til æðstu embættismanna. „Þetta er bara hræsni. Ekkert annað en hræsni. Það er bara ekkert að marka hvað þeir segja. Þeir meina allt annað en þeir segja þegar þeir eru að ræða við okkur. Það sýnir sig best í þessum upplýsingum sem þarna koma fram,“ segir formaður Framsýnar. Í byrjun þessa árs varð endurskoðunarákvæði almennra kjarasamninga virkt. En þótt forysta ASÍ teldi forsendur samninga brostnar var samið um að flýta launahækkunum á þessu ári og bíða með endurskoðun eða uppsögn samninga fram yfir næstu áramót. En þá verður væntanlega lokið viðamiklum kjarasamningum lækna, kennara og fleiri við hið opinbera. Þannig að það stefnir kannski í hörð átök á vinnumarkaði í byrjun næsta árs? „Já, já ég trúi ekki öðru en samningar verði lausir eftir áramót. Allar forsendur samninga voru brostnar nú í febrúar síðast liðnum þegar endurskoðunin fór fram. Þá var ákveðið að bíða vegna þess að menn sáu fyrir ákveðnar hækkanir eins og hjá opinberum starfsmönnum. Það væri í farvatninu. Nú liggur þetta svolítið fyrir og mun gera enn frekar þegar líður á haustið. Ég vil meina að hér verði allt upp í loft í febrúar á næsta ári. Ég trúi ekki öðru,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira