Píratinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. júlí 2017 07:00 Pírati og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í. Pírati: „HÉR VARÐ HRUUUN. ÞETTA ER ÖMURLEGT LAND.“ Já, en það hefur gengið mjög vel hjá okkur, lífskjörin aldrei betri, skuldir lækka og launin hækka, þannig að?… Pírati: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER VERSTA LAND Í HEIMI.“ Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá allar þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna að við erum í fremstu röð. Pírati: „HRUUN, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT SPILLT, ÉG MEINA HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, BJARNI BEN?“ Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að?… Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það er einna minnsti launamunur í heimi hérna á Íslandi. Pírati: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , ÞAÐ VARÐ HRUUUN!“ Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?… Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“ Heyrðu, allar þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það gengur vel hérna, ekkert atvinnuleysi, launin hækka og hækka, ríkissjóðurinn með afgang, fólkið borgar niður skuldir, mikill jöfnuður og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, það er ekki allt fullkomið hérna en finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér? Pírati: „MÉR LÍÐUR SVONA – HRUUUUUUN.“ Svona, svona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun
Pírati og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í. Pírati: „HÉR VARÐ HRUUUN. ÞETTA ER ÖMURLEGT LAND.“ Já, en það hefur gengið mjög vel hjá okkur, lífskjörin aldrei betri, skuldir lækka og launin hækka, þannig að?… Pírati: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER VERSTA LAND Í HEIMI.“ Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá allar þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna að við erum í fremstu röð. Pírati: „HRUUN, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT SPILLT, ÉG MEINA HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, BJARNI BEN?“ Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að?… Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það er einna minnsti launamunur í heimi hérna á Íslandi. Pírati: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , ÞAÐ VARÐ HRUUUN!“ Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?… Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“ Heyrðu, allar þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það gengur vel hérna, ekkert atvinnuleysi, launin hækka og hækka, ríkissjóðurinn með afgang, fólkið borgar niður skuldir, mikill jöfnuður og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, það er ekki allt fullkomið hérna en finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér? Pírati: „MÉR LÍÐUR SVONA – HRUUUUUUN.“ Svona, svona.