Gómsætt tapas í íslenskum búning Guðný Hrönn skrifar 1. júlí 2017 08:00 María Gomez, sem heldur úti blogginu paz.is, gerir reglulega tapasrétti. Bloggarinn og sælkerinn María Gomez er ættuð frá Spáni og heldur fast í spænskar hefðir. „Ég er ættuð frá litlu þorpi sem heitir Lugros og er í Sierra Nevada fjallgarðinum í Granada héraði sem er borg Tapasréttana,“ segir María sem reiðir reglulega fram tapas en setur réttina gjarnan í íslenskan búning. „Ég reyni að breyta hefðbundnum spænskum uppskriftum sem ég veit að eru kannski of framandi fyrir íslendinga og setja smá íslenskt blóð í þær. Það er því óhætt að segja að spænski maturinn sem ég býð uppá sé hálf íslenskur og hálf spænskur líkt og ég sjálf.“ Sangria1 rauðvínsflaska af þurru víni (þarf ekki að vera dýrt eða fínt) 2 ferskjur með hýði (má líka nota úr dós ef ekki til ferskar) 1 epli með hýði 1 appelsína með berki 2-3 msk sykur eða agave síróp eða önnur sæta 250 ml-500 ml af Sprite eða appelsíni eða Scweppes með engiferbragði. Einnig hægt að setja smá appelsínulíkjör ofan í.Aðferð: Þvoið ávextina vel. Takið kjarna og steina úr ávöxtunum og skerið í ferninga. Setjið í stóra könnu eða skál. Stráið næst sykri eða þeirri sætu sem þið notið yfir og hrærið létt í. Næst er rauðvíninu helt ofan í og síðast því gosi sem þið kjósið að nota af því sem er ofantalið. Smakkið til og bætið í eða dragið úr sætu eftir smekk. Geymið í kæli í 2 klst. og berið svo fram ískalt með klaka. Spænskar tapas snittur með hráskinku og chorizoMaría notar heimabakað brauð í sínar snittur.MYND/MaríaSnittubrauð að eigin vali. Meðfylgjandi er uppskrift af heimabökuðu snittubrauði. Snittubrauð Vel þroskaða tómata þurfa ekki að vera dýrasta tegund bara vel þroskaðir. Vel græna extra virgin Ólifuólía Salt Hráskinka Chorizo Klettasalat og Basilika til skreytingar ef vill (má sleppa)Aðferð:Skerið snittubrauðið niður í þunnar sneiðar c.a 1 ½ cm þykkar. Skerið næst tómata í tvennt og smyrjið sneiðarnar með því að kreysta innihaldi tómatans yfir brauðið og nudda tómatinum á brauðið til að fá sem mest af tómatinnihaldinu. (tómatinum sjálfum er svo hent). Hellið ögn af extra virgin ólifuolíu yfir og saltið svo mjög létt ofan á. Svo er hráskinka eða chorizo sett ofan á og skreytt með klettasalati á hráskinku tapasið og basiliku á chorizo tapasið. Döðlur klæddar hráskinku fylltar með heimagerðum hvítlauksosti(Datiles en jamon rellenos de queso casero de ajo) Rjómaosturinn 500 ml hreint skyr 500 ml rjómi 1 tsk salt 4-6 hvítlauksrif Steinselja eftir smekkAðferð:Skyr og rjóma er hrært saman þar til orðið silkimjúkt og slétt. Setjið svo hreint viskustykki eða taubleyju yfir skál og klemmið á kanta skálarinnar eða brettið endana undir skálina. Tuskan má ekki snerta botninn á skálinni. Hellið svo blöndunni ofan í tuskuna og látið standa á borði eða ísskáp yfir nótt. Hellið svo öllu burt sem hefur síast í skálina og notið bara rjómablönduna í ostinn. Merjið ofan rjómablönduna 4-6 hvítluksrifum eftir því hversu sterkan þið viljið hafa hann og stráið yfir 1 tsk af salti og steinselju yfir eftir smekk, betra að hafa meira en minna.Döðlurnar Notið ferskar döðlur eins og fást í kæli eða Medjool döðlur, það er best. Skerið döðluna í tvennt án þess að taka hana alveg í sundur og takið steininn úr. Setjið svo 1/2 -1 tsk af hvítlauksrjómaosti á milli og lokið eins og samloku. Vefjið svo 1/3- ½ sneið af hráskinku utan um. Ef þið viljið hafa minni bita klippið þá tilbúna döðlu í tvennt. Melónuboltar með hráskinku1 Hunangsmelóna eða kantlópumelóna 1-2 bréf hráskinka Skerið melónuna með melónuskeið sem mótar litlar kúlur. Ef þið eigið ekki þannig skerið þá melónuna í 5 cm þykka sneiðar og hverja sneið í 2-3 parta.Aðferð: Vefjið svo hráskinku utan um og neytið strax, þetta er ekki hægt að geyma lengi því þá verður hráskinkan blaut og slabbí utan um. Churros með súkkulaði1 -2 vatsnglös 1-2 glös af hveiti ½ tsk lyftiduft ¼ tsk matarsódi ½ -1 tsk salt 1 líter sólblómaolíaAðferð: Athugið að það á að nota jafnmikið af vatni og hveiti. 1 glas hveiti=1 vatnsglas. Hrærið saman öllum þurrefnum í skál og setjið vatnið í pott. Þegar vatnið byrjar að sjóða, slökkvið þá undir og hellið öllum þurrefnunum í einu lagi út í pottinn og byrjið strax að hræra þar til verður kekklaust. Ef blandan er mjög stíf bætið þá smátt og smátt af vatni ofan í þar til auðveldara er að hræra hana en hún á að vera frekar þétt í sér. Hitið svo olíuna í potti. Setjið churroblönduna í rjómasprautpoka með frekar breiðan stjörnustút og sprautið á smjörpappír í þeirri lengd sem þið viljið. Klippið svo smjörpappan í kringum hvert churro og setjið ofan í olíuna með pappanum á. c.a 3 churro í einu í senn. Takið pappan burt um leið og hann losnar með töngum. Steikið þar til verður gullinbrúnt og berið fram með heitu spænsku churrosúkkulaði.Dásamlegur eftirréttur.MYND/MARÍAChurrosúkkulaði150-200 gr dökkt súkkulaði 1 líter mjólk 1 kúguð msk hveiti ½ - 1 dl köld mjólk ½ tsk salt 2-3 msk sykur Smá vanilludropar eða fersk vanillaAðferð:Hrærið saman í potti 1 líter af mjólk og súkkulaði, setjið salt, sykur og vanillu út í og hrærið reglulega í til að það brenni ekki. Þegar suðan kemur upp setjið þá hveitið og köldu mjólkina í hristiglas og hristið saman. Hellið svo smátt og smátt útí sjóðandi súkkulaðið þar til þið fáið þá þykkt sem þið viljið en þetta á að líkjast kákósúpu. Sjóðið í 10-15 mínútur á vægum hita og hrærið reglulega í pottinum á meðan. Borið fram með churrosinu en súkkulaðið er notað eins og sósa til að dýfa churroinu ofan í. Fylltar smápapríkur með spænskri ommelettuBæði girnilegt og fallegt.mynd/maríaSpænsk Ommeletta ½-1 bökunarkartafla ½ laukur Salt 5 eggAðferð: Skerið lauk og kartöflu niður í litla þunna bita og saltið. Steikið svo í olíu þar til mýkist. Hrærið svo eggin saman og hellið yfir laukinn og kartöflurnar og steikið aðeins þar til eggin verða þéttari og bindast saman. (Má alveg brotna eða gera hræru þar sem þetta er bara fylling). Takið rassinn úr papríkunum og fyllið þær svo með ommelettu, setjið fylltu paríkurnar svo á sjóðheita grillpönnu með olíu eða á grillið og grillið þar til papríkan verður mjúk, sæt og smá brennd á húðinni. Heimabakað snittubrauðFyrir þá sem vilja heimabakað með tapassnittunum4 dl hveiti 1 ½ dl volgt vatn 2 tsk salt 2 msk hunang 1 bréf eða 1 ½ msk þurrgerAðferð: Setja ½ bolla af volgu vatni, hunang og ger saman í skál og setja til hliðar í 5 mín. Næst er öllum þurrefnum blandað saman í skál og hrært létt saman. Þegar 5 mín eru liðnar á gerblandan að vera komin með þykka froðu ofan á. Næst er að hella gerblöndunni smátt yfir þurrefnin meðan verið er að hnoða og svo er allt að einum bolla af volgu vatni bætt við. Látið hefast í 30 mín og skiptið svo deginu i 2 parta. Hver partur er flattur út í ferning og svo rúllað upp í rúllu eins og þegar gerðir eru kanilsnúðar. Svo eru endarnir brettir undir kantana sitthvorum megin og línur skornar í allt brauðið þversum. Sett á grind eða plötu með smjörpappa og látið hefast undir stykki í 10 mín í viðbót. Sprautið svo vatni á brauðið með úðabrúsa og inn í ofninn. Klakar eru svo settir á ofnskúffu í botninn og brauðið bakað á 210 °c í 15-20 mín. Matur Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Bloggarinn og sælkerinn María Gomez er ættuð frá Spáni og heldur fast í spænskar hefðir. „Ég er ættuð frá litlu þorpi sem heitir Lugros og er í Sierra Nevada fjallgarðinum í Granada héraði sem er borg Tapasréttana,“ segir María sem reiðir reglulega fram tapas en setur réttina gjarnan í íslenskan búning. „Ég reyni að breyta hefðbundnum spænskum uppskriftum sem ég veit að eru kannski of framandi fyrir íslendinga og setja smá íslenskt blóð í þær. Það er því óhætt að segja að spænski maturinn sem ég býð uppá sé hálf íslenskur og hálf spænskur líkt og ég sjálf.“ Sangria1 rauðvínsflaska af þurru víni (þarf ekki að vera dýrt eða fínt) 2 ferskjur með hýði (má líka nota úr dós ef ekki til ferskar) 1 epli með hýði 1 appelsína með berki 2-3 msk sykur eða agave síróp eða önnur sæta 250 ml-500 ml af Sprite eða appelsíni eða Scweppes með engiferbragði. Einnig hægt að setja smá appelsínulíkjör ofan í.Aðferð: Þvoið ávextina vel. Takið kjarna og steina úr ávöxtunum og skerið í ferninga. Setjið í stóra könnu eða skál. Stráið næst sykri eða þeirri sætu sem þið notið yfir og hrærið létt í. Næst er rauðvíninu helt ofan í og síðast því gosi sem þið kjósið að nota af því sem er ofantalið. Smakkið til og bætið í eða dragið úr sætu eftir smekk. Geymið í kæli í 2 klst. og berið svo fram ískalt með klaka. Spænskar tapas snittur með hráskinku og chorizoMaría notar heimabakað brauð í sínar snittur.MYND/MaríaSnittubrauð að eigin vali. Meðfylgjandi er uppskrift af heimabökuðu snittubrauði. Snittubrauð Vel þroskaða tómata þurfa ekki að vera dýrasta tegund bara vel þroskaðir. Vel græna extra virgin Ólifuólía Salt Hráskinka Chorizo Klettasalat og Basilika til skreytingar ef vill (má sleppa)Aðferð:Skerið snittubrauðið niður í þunnar sneiðar c.a 1 ½ cm þykkar. Skerið næst tómata í tvennt og smyrjið sneiðarnar með því að kreysta innihaldi tómatans yfir brauðið og nudda tómatinum á brauðið til að fá sem mest af tómatinnihaldinu. (tómatinum sjálfum er svo hent). Hellið ögn af extra virgin ólifuolíu yfir og saltið svo mjög létt ofan á. Svo er hráskinka eða chorizo sett ofan á og skreytt með klettasalati á hráskinku tapasið og basiliku á chorizo tapasið. Döðlur klæddar hráskinku fylltar með heimagerðum hvítlauksosti(Datiles en jamon rellenos de queso casero de ajo) Rjómaosturinn 500 ml hreint skyr 500 ml rjómi 1 tsk salt 4-6 hvítlauksrif Steinselja eftir smekkAðferð:Skyr og rjóma er hrært saman þar til orðið silkimjúkt og slétt. Setjið svo hreint viskustykki eða taubleyju yfir skál og klemmið á kanta skálarinnar eða brettið endana undir skálina. Tuskan má ekki snerta botninn á skálinni. Hellið svo blöndunni ofan í tuskuna og látið standa á borði eða ísskáp yfir nótt. Hellið svo öllu burt sem hefur síast í skálina og notið bara rjómablönduna í ostinn. Merjið ofan rjómablönduna 4-6 hvítluksrifum eftir því hversu sterkan þið viljið hafa hann og stráið yfir 1 tsk af salti og steinselju yfir eftir smekk, betra að hafa meira en minna.Döðlurnar Notið ferskar döðlur eins og fást í kæli eða Medjool döðlur, það er best. Skerið döðluna í tvennt án þess að taka hana alveg í sundur og takið steininn úr. Setjið svo 1/2 -1 tsk af hvítlauksrjómaosti á milli og lokið eins og samloku. Vefjið svo 1/3- ½ sneið af hráskinku utan um. Ef þið viljið hafa minni bita klippið þá tilbúna döðlu í tvennt. Melónuboltar með hráskinku1 Hunangsmelóna eða kantlópumelóna 1-2 bréf hráskinka Skerið melónuna með melónuskeið sem mótar litlar kúlur. Ef þið eigið ekki þannig skerið þá melónuna í 5 cm þykka sneiðar og hverja sneið í 2-3 parta.Aðferð: Vefjið svo hráskinku utan um og neytið strax, þetta er ekki hægt að geyma lengi því þá verður hráskinkan blaut og slabbí utan um. Churros með súkkulaði1 -2 vatsnglös 1-2 glös af hveiti ½ tsk lyftiduft ¼ tsk matarsódi ½ -1 tsk salt 1 líter sólblómaolíaAðferð: Athugið að það á að nota jafnmikið af vatni og hveiti. 1 glas hveiti=1 vatnsglas. Hrærið saman öllum þurrefnum í skál og setjið vatnið í pott. Þegar vatnið byrjar að sjóða, slökkvið þá undir og hellið öllum þurrefnunum í einu lagi út í pottinn og byrjið strax að hræra þar til verður kekklaust. Ef blandan er mjög stíf bætið þá smátt og smátt af vatni ofan í þar til auðveldara er að hræra hana en hún á að vera frekar þétt í sér. Hitið svo olíuna í potti. Setjið churroblönduna í rjómasprautpoka með frekar breiðan stjörnustút og sprautið á smjörpappír í þeirri lengd sem þið viljið. Klippið svo smjörpappan í kringum hvert churro og setjið ofan í olíuna með pappanum á. c.a 3 churro í einu í senn. Takið pappan burt um leið og hann losnar með töngum. Steikið þar til verður gullinbrúnt og berið fram með heitu spænsku churrosúkkulaði.Dásamlegur eftirréttur.MYND/MARÍAChurrosúkkulaði150-200 gr dökkt súkkulaði 1 líter mjólk 1 kúguð msk hveiti ½ - 1 dl köld mjólk ½ tsk salt 2-3 msk sykur Smá vanilludropar eða fersk vanillaAðferð:Hrærið saman í potti 1 líter af mjólk og súkkulaði, setjið salt, sykur og vanillu út í og hrærið reglulega í til að það brenni ekki. Þegar suðan kemur upp setjið þá hveitið og köldu mjólkina í hristiglas og hristið saman. Hellið svo smátt og smátt útí sjóðandi súkkulaðið þar til þið fáið þá þykkt sem þið viljið en þetta á að líkjast kákósúpu. Sjóðið í 10-15 mínútur á vægum hita og hrærið reglulega í pottinum á meðan. Borið fram með churrosinu en súkkulaðið er notað eins og sósa til að dýfa churroinu ofan í. Fylltar smápapríkur með spænskri ommelettuBæði girnilegt og fallegt.mynd/maríaSpænsk Ommeletta ½-1 bökunarkartafla ½ laukur Salt 5 eggAðferð: Skerið lauk og kartöflu niður í litla þunna bita og saltið. Steikið svo í olíu þar til mýkist. Hrærið svo eggin saman og hellið yfir laukinn og kartöflurnar og steikið aðeins þar til eggin verða þéttari og bindast saman. (Má alveg brotna eða gera hræru þar sem þetta er bara fylling). Takið rassinn úr papríkunum og fyllið þær svo með ommelettu, setjið fylltu paríkurnar svo á sjóðheita grillpönnu með olíu eða á grillið og grillið þar til papríkan verður mjúk, sæt og smá brennd á húðinni. Heimabakað snittubrauðFyrir þá sem vilja heimabakað með tapassnittunum4 dl hveiti 1 ½ dl volgt vatn 2 tsk salt 2 msk hunang 1 bréf eða 1 ½ msk þurrgerAðferð: Setja ½ bolla af volgu vatni, hunang og ger saman í skál og setja til hliðar í 5 mín. Næst er öllum þurrefnum blandað saman í skál og hrært létt saman. Þegar 5 mín eru liðnar á gerblandan að vera komin með þykka froðu ofan á. Næst er að hella gerblöndunni smátt yfir þurrefnin meðan verið er að hnoða og svo er allt að einum bolla af volgu vatni bætt við. Látið hefast í 30 mín og skiptið svo deginu i 2 parta. Hver partur er flattur út í ferning og svo rúllað upp í rúllu eins og þegar gerðir eru kanilsnúðar. Svo eru endarnir brettir undir kantana sitthvorum megin og línur skornar í allt brauðið þversum. Sett á grind eða plötu með smjörpappa og látið hefast undir stykki í 10 mín í viðbót. Sprautið svo vatni á brauðið með úðabrúsa og inn í ofninn. Klakar eru svo settir á ofnskúffu í botninn og brauðið bakað á 210 °c í 15-20 mín.
Matur Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira