Húsnæðislaus einstæð móðir fékk ekki þjónustu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna sumarfría Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. júlí 2017 12:30 Ellen Kristjánsdóttir, söngkona, vakti fyrst athygli á máli konunnar. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, segir það miður að konan hafi ekki fengið þá þjónustu sem hún þurfti. Hún segir jafnframt að velferðarsvið úthluti íbúðum út um leið og þær losna og þær hafa verið standsettar. Ekki sé setið á lausum íbúðum. Vísir/samsett mynd Ellen Kristjánsdóttir, söngkona, vakti athygli á máli konu sem kom að lokuðum dyrum þegar hún þurfti á aðstoð frá að halda vegna húsnæðisvanda. Þá var henni sagt að húsnæðisnefnd sé í fríi ásamt fjölda starfsfólks og var henni ráðlagt að hafa samband við gistiskýli eða kvennaathvarfið. Húsnæðisnefnd heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar og sér um að úthluta félagslegu húsnæði. Hana skipa sjö manns. Nefndin er núna í sumarfríi í fjórar vikur og kemur aftur til starfa í byrjun ágúst.Yfir þúsund manns á biðlista Talsverð bið er eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg og eru yfir þúsund manns skráðir á biðlista nú þegar. Vísir náði tali að konunni sem Ellen fjallar um í færslu sinni. Hún vill ekki koma fram undir nafni en verður í þessari grein kölluð Alma. Alma hefur verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði síðan í lok árs 2015 og hefur enn ekki fengið neina íbúð. Hún missti íbúðina sína, sem hún leigði af bankanum, 31. júní síðastliðinn án þess að vera komin með húsnæði.Fátt um svör Alma leitaði í kjölfarið eftir aðstoð Reykjavíkurborgar nú í júlí en var greint frá að húsnæðisnefndin væri í sumarleyfi. „Ég hringi í féló af því ég vildi athuga hvort að það væri einhverskonar hótel eða gistirými sem ég gæti fengið tímabundið af því það er svo rosalega þröngt um okkur,“ segir Alma og nefnir að það sé ekki þægilegt að vera upp á aðra komna varðandi húsnæði. „Þá segja þeir við mig: Já við erum ekki með neitt, fulltrúar húsnæðisnefndar eru farnir í frí, félagsráðgjafinn er farinn í frí og yfirmaðurinn hennar,“ segir Alma og nefnir að hún hafi spurt hvern hún gæti talað við en þá hafi verið lítið um svör en nefnt hafi verið að um 80 prósent starfsmanna séu farnir í frí. Alma staðfesti í samtali við Vísi að henni hafi í kjölfarið verið bent á að hafa samband við gistiskýli og Kvennaathvarfið þegar hún hafði samband við sína þjónustumiðstöð. Staðan er hins vegar sú að hvorugir þessir staðir taka við konum í hennar stöðu. Niðurstaðan var því sú að engin úrræði væru fyrir hana fyrr en nefndin kæmi saman úr fríi. Þá hafði Alma einnig samband við félagsráðgjafann sinn sem sagði henni að hann væri að fara í frí og það yrði ekki úthlutað íbúðum fyrr en um miðjan ágúst.Erfiðar aðstæður Alma er einstæð með þrjú börn, þar af eitt á einhverfurófinu. Sjálf var hún að ljúka námi. Meðferðaraðilar barnsins höfðu meðal annars verið í samband við félagsmálayfirvöld um nauðsyn þess að Alma og börn hennar fái húsnæði í nálægð við skóla barnsins sem er einnig með alvarlega kvíðaröskun. Ölmu hefur tvisvar verið boðið að vera ein þeirra sem stendur tiltekin íbúð til boða en þær íbúðir hafi verið of langt í burtu og vegna aðstæðna kveðst hún ekki geta þegið þær þar sem það myndi skapa nýtt félagslegt vandamál fyrir barn hennar. Þá hefur hún jafnframt verið ein þeirra sem staðið hefur ákveðin íbúð til boða í alls fjórum tilfellum en ekki fengið neina þeirra. Eins og staðan er núna gistir Alma ásamt tveimur börnum sínum í vinnuhúsnæði og gistir á sófa og á dýnum á gólfinu. Eitt barnanna sefur í íbúð foreldra hennar.Fær ekki undanþágu Alma hefur lagt áherslu á, í samskiptum við félagsmálayfirvöld, að hún þurfi ekki á fjögurra herbergja íbúð að halda og geti vel unað við þriggja herbergja íbúð ef hún er laus. „Félagsmálayfirvöld telja það ekki vera nógu góðar aðstæður fyrir mig; að það muni skapa vandamál seinna meir. Þannig að þeir vildu ekki veita mér undanþágu. Það losnaði þriggja herbergja íbúð en það var önnur fjölskylda sem fékk hana sem er allt í lagi, það er greinilega það mikil neyð. Það eru svo margir á biðlistum og það er fólk í verri aðstæðum en ég og mér finnst hræðilegt að hugsa til þess,“ segir Alma í samtali við Vísi.Á ábyrgð bankanna Alma segir þetta vera skelfilegt ástand. „Þetta er ekki út af því að það eru svo mikið af flóttamönnum eða útlendingum hérna, þetta er út af því að bankarnir eru að taka af fólki húsnæðið sitt. Ég bað um að fá að vera áfram í húsnæðinu, hvort ég gæti borgað. Þeir sögðu nei af því ég þyrfti þá að reiða fram þrjár eða fjórar milljónir. Ég spurði hvort þeir gætu þá lánað þessar þrjár eða fjórar milljónir þá sögðu þeir nei af því ég væri í greiðsluvanda,“ segir Alma og bætti við að hún hefði samt sem áður verið að leigja af bankanum og borgað samtals 2,6 milljónir í leigu. „Þeir tóku hana á nauðungaruppboði á 27 milljónir, ég keypti hana á 22 milljónir og nú eru þeir að setja á hana 38,7 milljónir,“ segir Alma og segir að það virðist vera sem öllum sé alveg sama og að enginn virðist vita neitt. Alma líkir þessu við ástandið í Bandaríkjunum þar sem milljónir manns búa og þar sé fólki bara beint að gistiskýlum fyrir heimilslausa. Þá hafi hún einnig heyrt að hún eigi rétt á húsnæðisbótum en tekur fram að hæstu bætur séu 80 þúsund krónur á mánuði sem séu dropi í hafið fyrir einstæðar mæður á hinum almenna leigumarkaði. Blaðamaður kannaði málið og komst að því að hæstu bætur fyrir fjögurra manna fjölskyldu, þar sem foreldri er einstætt og atvinnulaust eru 52 þúsund krónur á mánuði. Þetta kom fram þegar haft var samband við Vinnumálastofnun. Hins vegar er einnig hægt að fá sértækar bætur frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hækka bæturnar upp í um það bil, 90 þúsund krónur.Lýsir fjármálakerfinu sem ofbeldi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðbrögðum sínum við færslu Ellenar að hann fái nánast daglega sögur af fjölskyldum sem glími við erfiðar aðstæður. „Ég fæ sögur sem þessar nánast daglega af fjölskyldum sem eru eða hafa verið tættar af mulningsvélum bankanna. Þeir sem ganga harðast fram fá vænlega bónusa fyrir vikið. Við þurfum að standa saman sem þjóð og setja strik í sandinn gagnvart þessu ofbeldi og þjóðarskömm sem fjármálakerfið okkar er. Við getum ekki leyft okkur að rétta afkomendum okkar og framtíðarkynslóðum það glæpasamfélag sem við búum við. Það er ljóst að við þurfum að taka málin í okkar hendur!!“ segir í færslu Ragnars. Veit ekki til þess að vísað sé á þau Hildur Guðmundsdóttir, vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu, segist ekki geta staðfest að Reykjavíkurborg sé almennt að vísa á þær þegar kona er húsnæðislaus og húsnæðisnefnd er í sumarleyfi. Hún segir hins vegar að hún hafi fengið símtal þess efnis að Velferðarsvið hafi vísað á þau sem mögulega þjónustu í þessu millibilsástandi.Hildur segir að Kvennaathvarfinu hafi borist símtal þess efnis að vísað sé á þau frá velferðarsviði. Hins vegar geti hún ekki sagt að það sé í raun svo þar sem engin kona hafi komið beint til þeirra með tilvísun frá þjónustumiðstöð.Vísir/Pjetur„Ég get ekki sagt að ég viti til þess að félagsþjónustan visi á okkur vegna þess að það er ekki þannig að konur komi og segi að félagsþjónustan hafi vísað mér til ykkar,“ segir Hildur. „Kona hringdi hingað og lét mig vita af því að hún vissi til þess að félagsþjónustan hefði sagt við einhvern að hún gæti leitað í kvennaathvarfið þegar hún er í rauninni bara heimilsilaus,“ segir Hildur. Aðspurð segir Hildur að ekki sé neinn staður sem taki við heimilislausum konum með börn. „Gistiskýli er fyrir karla, Konukot er fyrir heimilislausar konur en þar er ekki hægt að vera með börn þannig að er mér vitandi ekki neinn staður fyrir heimilislausa konu með börn,“ segir Hildur.Regína leggur áherslu á í samtali við Vísi að fólki í neyð sé ekki vísað frá.ReykjavíkurborgHúsnæðismál og öryggi Samkvæmt 1. grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er hlutverk félagsþjónustu meðal annars að tryggja fjárhagsleg og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Það skuli meðal annars gert með því að veita aðstoð til þess að íbúar geti lifað sem eðlilegustu lífi, búið sem lengst í heimahúsum og stundað atvinnu. Samkvæmt lögum um húsnæðismál er í fyrstu grein meðal annars tiltekið að tilgangur laganna sé, með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála, að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum.Sitja ekki á tilbúnum íbúðum Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs segir að ef húsnæði losni þá sé þeim vissulega útdeilt og að Reykjavíkurborg sitji ekki með tómar íbúðir sem ekki sé úthlutað. Hún segir að það eigi alltaf að vera hægt að fá að tala við félagsráðgjafa. Henni þykir þetta ekki góðar fregnir og segir að það eigi alltaf að vera einhver sem geti aðstoðað fólk í vanda. Sumarfrí sé ekki afsökun hvað það varðar. „Mér þykir það mjög miður ef einhver hefur fengið svona svör og mun setja mig í samband við alla framkvæmdarstjóra og staðgengla til að tryggja að það sé tekið á móti fólki,“ segir Regína. Hún útskýrir að einn fundur húsnæðisnefndar falli niður yfir sumartímann en ef þörf sé þá er haldinn aukafundur. „Það fellur yfirleitt niður einn fundur yfir sumartímann. Fundirnir eru að jafnaði á tveggja vikna fresti. Hins vegar, eins og í síðustu viku, var haldinn aukafundur og íbúðum úthlutað sem voru til úthlutunar. Það eru engar íbúðir núna sem eru tilbúnar, búnar að standsetja. Þannig að ef svo væri að það væru tilbúnar íbúðir, þá myndum við ekki láta þær bíða,“ segir Regína í samtali við Vísi.Aðstoða fólk í neyð Hún bendir á að verið sé að standsetja íbúðir í sumar hins vegar séu ekki margar íbúðir sem koma til úthlutunar í hvert skipti en ef fólk sé í neyð þá eigi að vera fólk á vaktinni. „Fólk sem er í erfiðleikum á auðvitað að geta fengið viðtal hjá félagsráðgjafa þó að það séu sumarleyfi í sumar,“ segir Regína jafnframt. Aðspurð hvert sé verið að beina fólki og hvernig sé verið að þjónusta fólk í erfiðleikum. „Það er farið yfir þína stöðu og hún greind. Ef þú værir á götunni þá er fólk aðstoðað við að finna gistiheimili og félagsráðgjafarnir eru að reyna allt sem þeir geta til að útvega fólki húsaskjól en það er flókið þegar það vantar húsnæði,“ segir Regína. Hún nefnir að það sé pressa á félagsráðgjöfunum en þeir reyni allt sem þeir geta gert og hafa oft góða yfirsýn hvert sé hægt að leita. Hún býst við að vinnu við að standsetja íbúðir ljúki í ágúst og að sú vinna taki almennt ekki langan tíma. Það sé hagur Félagsbústaða að sitja ekki á tómum íbúðum. Regína bendir á að vissulega sé mikil bið eftir íbúðum og fleira fólk sé á biðlista en framboð íbúða. Það sé hins vegar allt gert til að flýta því að koma íbúum sem lausar eru til fólks sem þarf á þeim að halda. Húsnæðismarkaðurinn er þrengri að mati Regínu og ástandið er krefjandi. Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Ellen Kristjánsdóttir, söngkona, vakti athygli á máli konu sem kom að lokuðum dyrum þegar hún þurfti á aðstoð frá að halda vegna húsnæðisvanda. Þá var henni sagt að húsnæðisnefnd sé í fríi ásamt fjölda starfsfólks og var henni ráðlagt að hafa samband við gistiskýli eða kvennaathvarfið. Húsnæðisnefnd heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar og sér um að úthluta félagslegu húsnæði. Hana skipa sjö manns. Nefndin er núna í sumarfríi í fjórar vikur og kemur aftur til starfa í byrjun ágúst.Yfir þúsund manns á biðlista Talsverð bið er eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg og eru yfir þúsund manns skráðir á biðlista nú þegar. Vísir náði tali að konunni sem Ellen fjallar um í færslu sinni. Hún vill ekki koma fram undir nafni en verður í þessari grein kölluð Alma. Alma hefur verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði síðan í lok árs 2015 og hefur enn ekki fengið neina íbúð. Hún missti íbúðina sína, sem hún leigði af bankanum, 31. júní síðastliðinn án þess að vera komin með húsnæði.Fátt um svör Alma leitaði í kjölfarið eftir aðstoð Reykjavíkurborgar nú í júlí en var greint frá að húsnæðisnefndin væri í sumarleyfi. „Ég hringi í féló af því ég vildi athuga hvort að það væri einhverskonar hótel eða gistirými sem ég gæti fengið tímabundið af því það er svo rosalega þröngt um okkur,“ segir Alma og nefnir að það sé ekki þægilegt að vera upp á aðra komna varðandi húsnæði. „Þá segja þeir við mig: Já við erum ekki með neitt, fulltrúar húsnæðisnefndar eru farnir í frí, félagsráðgjafinn er farinn í frí og yfirmaðurinn hennar,“ segir Alma og nefnir að hún hafi spurt hvern hún gæti talað við en þá hafi verið lítið um svör en nefnt hafi verið að um 80 prósent starfsmanna séu farnir í frí. Alma staðfesti í samtali við Vísi að henni hafi í kjölfarið verið bent á að hafa samband við gistiskýli og Kvennaathvarfið þegar hún hafði samband við sína þjónustumiðstöð. Staðan er hins vegar sú að hvorugir þessir staðir taka við konum í hennar stöðu. Niðurstaðan var því sú að engin úrræði væru fyrir hana fyrr en nefndin kæmi saman úr fríi. Þá hafði Alma einnig samband við félagsráðgjafann sinn sem sagði henni að hann væri að fara í frí og það yrði ekki úthlutað íbúðum fyrr en um miðjan ágúst.Erfiðar aðstæður Alma er einstæð með þrjú börn, þar af eitt á einhverfurófinu. Sjálf var hún að ljúka námi. Meðferðaraðilar barnsins höfðu meðal annars verið í samband við félagsmálayfirvöld um nauðsyn þess að Alma og börn hennar fái húsnæði í nálægð við skóla barnsins sem er einnig með alvarlega kvíðaröskun. Ölmu hefur tvisvar verið boðið að vera ein þeirra sem stendur tiltekin íbúð til boða en þær íbúðir hafi verið of langt í burtu og vegna aðstæðna kveðst hún ekki geta þegið þær þar sem það myndi skapa nýtt félagslegt vandamál fyrir barn hennar. Þá hefur hún jafnframt verið ein þeirra sem staðið hefur ákveðin íbúð til boða í alls fjórum tilfellum en ekki fengið neina þeirra. Eins og staðan er núna gistir Alma ásamt tveimur börnum sínum í vinnuhúsnæði og gistir á sófa og á dýnum á gólfinu. Eitt barnanna sefur í íbúð foreldra hennar.Fær ekki undanþágu Alma hefur lagt áherslu á, í samskiptum við félagsmálayfirvöld, að hún þurfi ekki á fjögurra herbergja íbúð að halda og geti vel unað við þriggja herbergja íbúð ef hún er laus. „Félagsmálayfirvöld telja það ekki vera nógu góðar aðstæður fyrir mig; að það muni skapa vandamál seinna meir. Þannig að þeir vildu ekki veita mér undanþágu. Það losnaði þriggja herbergja íbúð en það var önnur fjölskylda sem fékk hana sem er allt í lagi, það er greinilega það mikil neyð. Það eru svo margir á biðlistum og það er fólk í verri aðstæðum en ég og mér finnst hræðilegt að hugsa til þess,“ segir Alma í samtali við Vísi.Á ábyrgð bankanna Alma segir þetta vera skelfilegt ástand. „Þetta er ekki út af því að það eru svo mikið af flóttamönnum eða útlendingum hérna, þetta er út af því að bankarnir eru að taka af fólki húsnæðið sitt. Ég bað um að fá að vera áfram í húsnæðinu, hvort ég gæti borgað. Þeir sögðu nei af því ég þyrfti þá að reiða fram þrjár eða fjórar milljónir. Ég spurði hvort þeir gætu þá lánað þessar þrjár eða fjórar milljónir þá sögðu þeir nei af því ég væri í greiðsluvanda,“ segir Alma og bætti við að hún hefði samt sem áður verið að leigja af bankanum og borgað samtals 2,6 milljónir í leigu. „Þeir tóku hana á nauðungaruppboði á 27 milljónir, ég keypti hana á 22 milljónir og nú eru þeir að setja á hana 38,7 milljónir,“ segir Alma og segir að það virðist vera sem öllum sé alveg sama og að enginn virðist vita neitt. Alma líkir þessu við ástandið í Bandaríkjunum þar sem milljónir manns búa og þar sé fólki bara beint að gistiskýlum fyrir heimilslausa. Þá hafi hún einnig heyrt að hún eigi rétt á húsnæðisbótum en tekur fram að hæstu bætur séu 80 þúsund krónur á mánuði sem séu dropi í hafið fyrir einstæðar mæður á hinum almenna leigumarkaði. Blaðamaður kannaði málið og komst að því að hæstu bætur fyrir fjögurra manna fjölskyldu, þar sem foreldri er einstætt og atvinnulaust eru 52 þúsund krónur á mánuði. Þetta kom fram þegar haft var samband við Vinnumálastofnun. Hins vegar er einnig hægt að fá sértækar bætur frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hækka bæturnar upp í um það bil, 90 þúsund krónur.Lýsir fjármálakerfinu sem ofbeldi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðbrögðum sínum við færslu Ellenar að hann fái nánast daglega sögur af fjölskyldum sem glími við erfiðar aðstæður. „Ég fæ sögur sem þessar nánast daglega af fjölskyldum sem eru eða hafa verið tættar af mulningsvélum bankanna. Þeir sem ganga harðast fram fá vænlega bónusa fyrir vikið. Við þurfum að standa saman sem þjóð og setja strik í sandinn gagnvart þessu ofbeldi og þjóðarskömm sem fjármálakerfið okkar er. Við getum ekki leyft okkur að rétta afkomendum okkar og framtíðarkynslóðum það glæpasamfélag sem við búum við. Það er ljóst að við þurfum að taka málin í okkar hendur!!“ segir í færslu Ragnars. Veit ekki til þess að vísað sé á þau Hildur Guðmundsdóttir, vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu, segist ekki geta staðfest að Reykjavíkurborg sé almennt að vísa á þær þegar kona er húsnæðislaus og húsnæðisnefnd er í sumarleyfi. Hún segir hins vegar að hún hafi fengið símtal þess efnis að Velferðarsvið hafi vísað á þau sem mögulega þjónustu í þessu millibilsástandi.Hildur segir að Kvennaathvarfinu hafi borist símtal þess efnis að vísað sé á þau frá velferðarsviði. Hins vegar geti hún ekki sagt að það sé í raun svo þar sem engin kona hafi komið beint til þeirra með tilvísun frá þjónustumiðstöð.Vísir/Pjetur„Ég get ekki sagt að ég viti til þess að félagsþjónustan visi á okkur vegna þess að það er ekki þannig að konur komi og segi að félagsþjónustan hafi vísað mér til ykkar,“ segir Hildur. „Kona hringdi hingað og lét mig vita af því að hún vissi til þess að félagsþjónustan hefði sagt við einhvern að hún gæti leitað í kvennaathvarfið þegar hún er í rauninni bara heimilsilaus,“ segir Hildur. Aðspurð segir Hildur að ekki sé neinn staður sem taki við heimilislausum konum með börn. „Gistiskýli er fyrir karla, Konukot er fyrir heimilislausar konur en þar er ekki hægt að vera með börn þannig að er mér vitandi ekki neinn staður fyrir heimilislausa konu með börn,“ segir Hildur.Regína leggur áherslu á í samtali við Vísi að fólki í neyð sé ekki vísað frá.ReykjavíkurborgHúsnæðismál og öryggi Samkvæmt 1. grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er hlutverk félagsþjónustu meðal annars að tryggja fjárhagsleg og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Það skuli meðal annars gert með því að veita aðstoð til þess að íbúar geti lifað sem eðlilegustu lífi, búið sem lengst í heimahúsum og stundað atvinnu. Samkvæmt lögum um húsnæðismál er í fyrstu grein meðal annars tiltekið að tilgangur laganna sé, með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála, að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum.Sitja ekki á tilbúnum íbúðum Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs segir að ef húsnæði losni þá sé þeim vissulega útdeilt og að Reykjavíkurborg sitji ekki með tómar íbúðir sem ekki sé úthlutað. Hún segir að það eigi alltaf að vera hægt að fá að tala við félagsráðgjafa. Henni þykir þetta ekki góðar fregnir og segir að það eigi alltaf að vera einhver sem geti aðstoðað fólk í vanda. Sumarfrí sé ekki afsökun hvað það varðar. „Mér þykir það mjög miður ef einhver hefur fengið svona svör og mun setja mig í samband við alla framkvæmdarstjóra og staðgengla til að tryggja að það sé tekið á móti fólki,“ segir Regína. Hún útskýrir að einn fundur húsnæðisnefndar falli niður yfir sumartímann en ef þörf sé þá er haldinn aukafundur. „Það fellur yfirleitt niður einn fundur yfir sumartímann. Fundirnir eru að jafnaði á tveggja vikna fresti. Hins vegar, eins og í síðustu viku, var haldinn aukafundur og íbúðum úthlutað sem voru til úthlutunar. Það eru engar íbúðir núna sem eru tilbúnar, búnar að standsetja. Þannig að ef svo væri að það væru tilbúnar íbúðir, þá myndum við ekki láta þær bíða,“ segir Regína í samtali við Vísi.Aðstoða fólk í neyð Hún bendir á að verið sé að standsetja íbúðir í sumar hins vegar séu ekki margar íbúðir sem koma til úthlutunar í hvert skipti en ef fólk sé í neyð þá eigi að vera fólk á vaktinni. „Fólk sem er í erfiðleikum á auðvitað að geta fengið viðtal hjá félagsráðgjafa þó að það séu sumarleyfi í sumar,“ segir Regína jafnframt. Aðspurð hvert sé verið að beina fólki og hvernig sé verið að þjónusta fólk í erfiðleikum. „Það er farið yfir þína stöðu og hún greind. Ef þú værir á götunni þá er fólk aðstoðað við að finna gistiheimili og félagsráðgjafarnir eru að reyna allt sem þeir geta til að útvega fólki húsaskjól en það er flókið þegar það vantar húsnæði,“ segir Regína. Hún nefnir að það sé pressa á félagsráðgjöfunum en þeir reyni allt sem þeir geta gert og hafa oft góða yfirsýn hvert sé hægt að leita. Hún býst við að vinnu við að standsetja íbúðir ljúki í ágúst og að sú vinna taki almennt ekki langan tíma. Það sé hagur Félagsbústaða að sitja ekki á tómum íbúðum. Regína bendir á að vissulega sé mikil bið eftir íbúðum og fleira fólk sé á biðlista en framboð íbúða. Það sé hins vegar allt gert til að flýta því að koma íbúum sem lausar eru til fólks sem þarf á þeim að halda. Húsnæðismarkaðurinn er þrengri að mati Regínu og ástandið er krefjandi.
Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira