Notuðu ekki ryðfrítt stál og því brast neyðarlokan undan skólpinu Benedikt Bóas skrifar 19. júlí 2017 06:30 Búist var við að viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli yrði lokið á miðnætti í gær. Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga. Vísir/Eyþór Orsök á vandræðagangi neyðarloku Veitna við Faxaskjól má rekja til þess að legur í opnunarbúnaði voru ekki úr ryðfríu stáli og voru því hjól, öxlar og legur ónýtar og tærðar í burtu. Skipt var um opnunarbúnaðinn árið 2014. Skipt var um svipaðan búnað í dælustöð sem er við Hörpu og er full ástæða til að taka hana upp í ljósi atburða síðustu mánaða. Mun því óhreinsað skólp leka út um neyðarúthlaup milli Hörpu og Sólfarsins þegar það verður gert. Þetta kemur fram í minnisblaði Ingu Dóru Hrólfsdóttur, framkvæmdastjóra Veitna, til stjórnar Orkuveitunnar sem óskaði eftir svörum við spurningum um orsök og afleiðingar bilunar í dælustöð fráveitu við Faxaskjól. Starfsmenn Veitna höfðu veitt því athygli að mikill sjór barst inn í dælustöðina. Við skoðun kom ryðið í ljós. Smiðjan sem smíðaði lokuna sérsmíðaði öxla og hjól og tók það tvo daga. Strax varð ljóst að lokan var ekki nógu þétt og sjór streymdi enn inn í stöðina. Bráðabirgðabúnaði var komið fyrir þannig að í neyðartilfellum myndi lúgan opnast. Þannig var komið í veg fyrir hættuna á því að skólp flæddi inn til viðskiptavina. Áætla má að tæplega ein milljón rúmmetra af skólpi hafi farið í sjóinn vegna bilunarinnar í Faxaskjóli. Fyrir uppsetningu núverandi kerfis á skólplosun árið 1992 má gera ráð fyrir að um 60 milljónir rúmmetra af skólpi hafi flætt óhreinsaðir í sjó árlega við strendur höfuðborgarsvæðisins. Mörg sveitarfélög í landinu eru ekki með neina skólphreinsun þannig að skólp flæðir óhreinsað í sjó, ár eða vötn allan ársins hring. Ein helsta ástæða fyrir neyðarlosun er að ekki flæði upp í kerfin til notenda, þegar dælustöðvar eru ekki í gangi eða hafa ekki undan því skólpi sem að þeim berst. Saurkólígerlar fjölga sér lítið eða ekki í vatni og líftími þeirra er almennt talinn mjög stuttur. Talið er að 90 prósent gerlanna séu nú þegar dauð. Búist var við að viðgerð á neyðarlúgunni í Faxaskjóli myndi ljúka á seint í gærkvöldi gengi allt eftir. Birtist í Fréttablaðinu Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05 Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41 Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Orsök á vandræðagangi neyðarloku Veitna við Faxaskjól má rekja til þess að legur í opnunarbúnaði voru ekki úr ryðfríu stáli og voru því hjól, öxlar og legur ónýtar og tærðar í burtu. Skipt var um opnunarbúnaðinn árið 2014. Skipt var um svipaðan búnað í dælustöð sem er við Hörpu og er full ástæða til að taka hana upp í ljósi atburða síðustu mánaða. Mun því óhreinsað skólp leka út um neyðarúthlaup milli Hörpu og Sólfarsins þegar það verður gert. Þetta kemur fram í minnisblaði Ingu Dóru Hrólfsdóttur, framkvæmdastjóra Veitna, til stjórnar Orkuveitunnar sem óskaði eftir svörum við spurningum um orsök og afleiðingar bilunar í dælustöð fráveitu við Faxaskjól. Starfsmenn Veitna höfðu veitt því athygli að mikill sjór barst inn í dælustöðina. Við skoðun kom ryðið í ljós. Smiðjan sem smíðaði lokuna sérsmíðaði öxla og hjól og tók það tvo daga. Strax varð ljóst að lokan var ekki nógu þétt og sjór streymdi enn inn í stöðina. Bráðabirgðabúnaði var komið fyrir þannig að í neyðartilfellum myndi lúgan opnast. Þannig var komið í veg fyrir hættuna á því að skólp flæddi inn til viðskiptavina. Áætla má að tæplega ein milljón rúmmetra af skólpi hafi farið í sjóinn vegna bilunarinnar í Faxaskjóli. Fyrir uppsetningu núverandi kerfis á skólplosun árið 1992 má gera ráð fyrir að um 60 milljónir rúmmetra af skólpi hafi flætt óhreinsaðir í sjó árlega við strendur höfuðborgarsvæðisins. Mörg sveitarfélög í landinu eru ekki með neina skólphreinsun þannig að skólp flæðir óhreinsað í sjó, ár eða vötn allan ársins hring. Ein helsta ástæða fyrir neyðarlosun er að ekki flæði upp í kerfin til notenda, þegar dælustöðvar eru ekki í gangi eða hafa ekki undan því skólpi sem að þeim berst. Saurkólígerlar fjölga sér lítið eða ekki í vatni og líftími þeirra er almennt talinn mjög stuttur. Talið er að 90 prósent gerlanna séu nú þegar dauð. Búist var við að viðgerð á neyðarlúgunni í Faxaskjóli myndi ljúka á seint í gærkvöldi gengi allt eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05 Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41 Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05
Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41
Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01