Hlýindi í kortunum: „Það þarf bara að lifa af þennan dag í dag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2017 15:57 Kortið fyrir næsta sunnudag er ekki svo slæmt. Margir íbúar suðvesturhornsins eru eflaust ekki par sáttir við veðurguðina í dag en þar er nú rigning og rok og varaði Veðurstofan fyrr í dag við stormi. Veðrið hefur áhrif á samgöngur þar sem flugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur var frestað nú síðdegis þar sem ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Árna Sigurðssonar, vakthafandi veðurfræðings, mun ekki lygna fyrr en seint í kvöld og þá er varað við mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt. „Núna er hvassast með suðvesturströndinni en svo skríður þetta inn á landið og rigning sem er núna suðvestanlands mun færast austar,“ segir Árni.Stormviðvaranir í júlí ekki beint algengar Það gæti því vaxið eitthvað í ám og lækjum og bendir Árni á að göngufólk á Laugaveginum og því svæði gæti lent í mjög leiðinlegu veðri. Þar verði bæði hvassara og meira úrhelli. Aðspurður hvort að það sé algengt að Veðurstofan vari við stormi og úrhelli um miðjan júlí segir Árni svo ekki vera en allt geti þó gerst í veðrinu. Næstu daga er spáin svo betri þó að það verði kannski ekki mjög sólríkt. „Það eru hlýindi í kortunum og það verður talsvert hlýtt á morgun, þá sérstaklega á Norðausturlandi. Langtímaspáin segir svo að það muni lægja og það verði mikið hægviðri þegar það kemur fram á fimmtudag og föstudag. Það verður því víða skaplegt veður, hægur vindur og hámarkshiti gæti farið í 20 stig víða um land svona frá fimmtudegi til laugardags og jafnvel á sunnudag. Þannig að þarf bara að lifa af þennan dag í dag,“ segir Árni.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Gengur í suðaustan 10-23 m/s með ringingu sunnan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning suðvestanlands en mikil á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum en þurrt um landið norðaustanvert.Snýst í mun hægari suðvestlæga átt suðvestantil undir miðnætti. Suðaustan 10-15 á morgun, en hægari vestantil. Rigning sunnan- og síðan einnig vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig í dag hlýjast norðaustantil, en hiti sums staðar að 25 stigum norðaustanlands á morgun.Á fimmtudag:Austan og suðaustan 5-10 og víða lítilsháttar væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Hægviðri og skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti víða að 20 stigum í innsveitum.Á mánudag:Líklega fremur hæg suðlæg átt með lítilsháttar vætu. Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Margir íbúar suðvesturhornsins eru eflaust ekki par sáttir við veðurguðina í dag en þar er nú rigning og rok og varaði Veðurstofan fyrr í dag við stormi. Veðrið hefur áhrif á samgöngur þar sem flugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur var frestað nú síðdegis þar sem ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Árna Sigurðssonar, vakthafandi veðurfræðings, mun ekki lygna fyrr en seint í kvöld og þá er varað við mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt. „Núna er hvassast með suðvesturströndinni en svo skríður þetta inn á landið og rigning sem er núna suðvestanlands mun færast austar,“ segir Árni.Stormviðvaranir í júlí ekki beint algengar Það gæti því vaxið eitthvað í ám og lækjum og bendir Árni á að göngufólk á Laugaveginum og því svæði gæti lent í mjög leiðinlegu veðri. Þar verði bæði hvassara og meira úrhelli. Aðspurður hvort að það sé algengt að Veðurstofan vari við stormi og úrhelli um miðjan júlí segir Árni svo ekki vera en allt geti þó gerst í veðrinu. Næstu daga er spáin svo betri þó að það verði kannski ekki mjög sólríkt. „Það eru hlýindi í kortunum og það verður talsvert hlýtt á morgun, þá sérstaklega á Norðausturlandi. Langtímaspáin segir svo að það muni lægja og það verði mikið hægviðri þegar það kemur fram á fimmtudag og föstudag. Það verður því víða skaplegt veður, hægur vindur og hámarkshiti gæti farið í 20 stig víða um land svona frá fimmtudegi til laugardags og jafnvel á sunnudag. Þannig að þarf bara að lifa af þennan dag í dag,“ segir Árni.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Gengur í suðaustan 10-23 m/s með ringingu sunnan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning suðvestanlands en mikil á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum en þurrt um landið norðaustanvert.Snýst í mun hægari suðvestlæga átt suðvestantil undir miðnætti. Suðaustan 10-15 á morgun, en hægari vestantil. Rigning sunnan- og síðan einnig vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig í dag hlýjast norðaustantil, en hiti sums staðar að 25 stigum norðaustanlands á morgun.Á fimmtudag:Austan og suðaustan 5-10 og víða lítilsháttar væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Hægviðri og skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti víða að 20 stigum í innsveitum.Á mánudag:Líklega fremur hæg suðlæg átt með lítilsháttar vætu.
Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira