Meira farið að bera á bleikju í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2017 15:00 Væn bleikja úr Soginu Mynd úr safni Sogið var lengi vel þekkt sem bleikjuá með góðri laxavon en síðustu ár hafa veiðimenn talað um að svo virtist sem bleikjan í ánni væri á undanhaldi. Það var oft þannig að veiðimenn gerðu sér sérstakar ferðir í Sogið til að veiða bleikju og vonandi yrði sett í lax í sömu ferð en það væri þá bara bónus. Ásgarður og Alviðra voru þó oft bestu laxasvæðin en Alviðra er í dag ekki nema svipur á sjón miðað við hvað þetta fornfræga svæði gaf áður fyrr en aðeins örfáir laxar veiðast þar orðið á hverju ári. Ásgarður hefur alltaf verið talið eitt af betri laxasvæðunum ásamt Bíldsfelli sem á sín góðu og mörgu ár en Bíldsfellið hefur þó alltaf verið talið frábært bleikjusvæði. Síðan gerist það að bleikjan virðist vera hægt og rólega að hverfa en sífellt færri og færri veiðast á hverju sumri en laxveiðin aftur á móti var á mögrum bleikjuárum yfirleitt góð. Nú ber svo við að laxveiðin hefur verið frekar döpur í Soginu en núna virðist aftur móti vera mun meira af bleikju. Þeir sem hafa verið að veiða í Soginu í sumar eru yfirleitt sammála því að það sé mun meira af bleikju en síðustu ár og það gætir jafnvel nokkurrar tilhlökkunar hjá þeim sem þekkja ánna vel sem bleikjuá að geta þá loksins farið að kíkja í hana aftur. Sérstaklega verða fornfrægir staðir nefndir þegar kemur að sögum af aukinni bleikjugengd og veiði en Símastrengur við Ásgarð og Breiðan á Bíldsfellinu virðast halda miklu magni af bleikju þessa dagana þó svo hún sé suma daga ekkert sérstaklega gráðug í flugur veiðimanna en það gefur yfirleitt til kynna að hún sé í nægu æti. Þetta eru sannarlega góðar fréttir fyrir þá sem hafa haft áhyggjur af fréttum þess efnis að bleikjan sé að hörfa. Hún er vonandi og virðist vera samkvæmt fréttum að ná sér aftur á strik. Mest lesið Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Veiði Blanda að ná 400 löxum Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði 198 laxar komnir úr Blöndu Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði
Sogið var lengi vel þekkt sem bleikjuá með góðri laxavon en síðustu ár hafa veiðimenn talað um að svo virtist sem bleikjan í ánni væri á undanhaldi. Það var oft þannig að veiðimenn gerðu sér sérstakar ferðir í Sogið til að veiða bleikju og vonandi yrði sett í lax í sömu ferð en það væri þá bara bónus. Ásgarður og Alviðra voru þó oft bestu laxasvæðin en Alviðra er í dag ekki nema svipur á sjón miðað við hvað þetta fornfræga svæði gaf áður fyrr en aðeins örfáir laxar veiðast þar orðið á hverju ári. Ásgarður hefur alltaf verið talið eitt af betri laxasvæðunum ásamt Bíldsfelli sem á sín góðu og mörgu ár en Bíldsfellið hefur þó alltaf verið talið frábært bleikjusvæði. Síðan gerist það að bleikjan virðist vera hægt og rólega að hverfa en sífellt færri og færri veiðast á hverju sumri en laxveiðin aftur á móti var á mögrum bleikjuárum yfirleitt góð. Nú ber svo við að laxveiðin hefur verið frekar döpur í Soginu en núna virðist aftur móti vera mun meira af bleikju. Þeir sem hafa verið að veiða í Soginu í sumar eru yfirleitt sammála því að það sé mun meira af bleikju en síðustu ár og það gætir jafnvel nokkurrar tilhlökkunar hjá þeim sem þekkja ánna vel sem bleikjuá að geta þá loksins farið að kíkja í hana aftur. Sérstaklega verða fornfrægir staðir nefndir þegar kemur að sögum af aukinni bleikjugengd og veiði en Símastrengur við Ásgarð og Breiðan á Bíldsfellinu virðast halda miklu magni af bleikju þessa dagana þó svo hún sé suma daga ekkert sérstaklega gráðug í flugur veiðimanna en það gefur yfirleitt til kynna að hún sé í nægu æti. Þetta eru sannarlega góðar fréttir fyrir þá sem hafa haft áhyggjur af fréttum þess efnis að bleikjan sé að hörfa. Hún er vonandi og virðist vera samkvæmt fréttum að ná sér aftur á strik.
Mest lesið Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Veiði Blanda að ná 400 löxum Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði 198 laxar komnir úr Blöndu Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði