„Heldurðu að þeir séu komnir til að sækja mig?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júlí 2017 13:46 Thomas Møller Olsen var ekki viðstaddur í dag. Tekin verður af honum skýrsla við aðalmeðferð málsins 21.ágúst nk. vísir/vilhelm Skilaboð sem Thomas Møller Olsen fékk send urðu til þess að skipverjum á Polar Nanoq fór að gruna hann um eitthvað misjafnt. Þeir segja hann hafa orðið gráan og fölan í framan, orðið taugaóstyrkan og vart hafa komið upp orði eftir að skilaboðin bárust. Thomas, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, fékk tvenn skilaboð. Annars vegar frá blaðamanni sem spurði hann út í rauðan Kia Rio bíl og horfna stúlku, og hins vegar frá kærustu sinni sem sagði hann mögulega liggja undir grun í málinu. Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem skýrslur voru teknar af sjö skipverjum. Aðalmeðferð var ákveðin 21. ágúst en þá mun Thomas bera vitni í málinu.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórSamviskusamur skipverji Skipverjarnir báru Thomasi söguna vel. Þeir lýstu honum sem vingjarnlegum og vinsælum manni, sem sé mjög samviskusamur í sinni vinnu. Þeir sögðu ekkert óeðlilegt hafa verið í fari Thomasar þann fjórtánda janúar síðastliðinn, sama dag og hann á að hafa banað Birnu. Hann hafi borðað með þeim hádegismat en í framhaldinu farið frá borði og þaðan í bíl sem hann hafði tekið á leigu; rauða Kia Rio bílinn. Bíllinn var við landganginn og sagðist einn skipverjanna hafa séð Thomas inni í bílnum. Hann hafi verið að athafna sig frammí, afturí og svo í skottinu. Þessi sami skipverji og félagi hans sáu Thomas svo taka blautt handklæði út úr bílnum og koma aftur um borð. Þeir sögðust hafa haldið að einhver hefði kastað upp í bílinn og að Thomas hefði verið að þrífa upp æluna.Man ekkert eftir bílferðinni Thomas hafði verið úti að skemmta sér með félaga sínum, Nikolaj Olsen, kvöldinu áður. Skipverjarnir sögðu Nikolaj hafa komið um borð um klukkan sex um morguninn, verulega drukkinn, og farið að sofa. Það hafi hins vegar verið nokkuð óeðlilegt því Nikolaj viti að það sé illa liðið að yfirmenn verði ölvaðir. Skipverjarnir sögðust hafa spjallað við Nikolaj, sem hafi sagst hafa verið úti að keyra með Thomasi og tveimur stúlkum. Thomas hafi verið lengur með stúlkunum, en skutlað sér heim. Sagðist hann hafa sofnað í bílnum og því lítið muna eftir rúntinum. Nikolaj á svo að hafa sagt skipverjunum, eftir handtöku, að sagan um stúlkurnar tvær væri frá Thomasi sjálfum komin. Hann hafi sofnað áfengisdauða í bílnum og muni því ekkert eftir bílferðinni.Vildi ekkert borða Nokkrir dagar liðu þar til Thomas fékk fyrrnefnd skilaboð. Fyrsti skipverjinn sem bar vitni í málinu var kokkurinn, sem sagði ástand Thomasar hafa versnað eftir því sem leið á. Hann sagðist hafa boðið honum mat og ávexti, en að Thomas hafi neitað. Fleiri skipverjar sögðu ástand hans hafa versnað. Annar stýrimaður var þar á meðal, en Thomas leitaði til hans eftir að hafa fengið sms-skilaboðin. „Hann varð mjög taugaveiklaður þegar hann sá þessi skilaboð og ég sagði honum bara að fara upp að tala við skipstjórann,“ sagði hann. Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórThomas fór þá til skipstjórans og sagði honum frá skilaboðunum sem hann hefði fengið, en hann virtist ekki hafa sagt neinum nema skipstjóranum frá skilaboðunum frá kærustu sinni. „Þú ert kannski grunaður um þetta,“ sagði í skilaboðunum. Á þessum tímapunkti vissi skipstjórinn að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt og var að fara að snúa skipinu við þegar Thomas leitaði til hans. Þá hafði skipstjórinn og fyrsti stýrimaður ákveðið að segja Thomasi að snúa þyrfti við vegna vélarbilunar, en samhliða því slökktu þeir á internetinu um borð. „Thomas kom upp og sýndi mér sms-ið. Þá var hann bara búinn á því. Ég sagði við hann, leggðu þig bara upp í sófa. Þá fór ég að tala við hann og spyrja hann af hverju hann væri svona hræddur,“ sagði skipstjórinn í vitnaleiðslum. „Ég sagði, þú skalt ekki vera hræddur ef þú hefur ekki gert neitt, því hann sagðist ekki hafa gert neitt.“Gefið róandi Skipstjórinn og stýrimaðurinn ákváðu þá að gefa Thomasi róandi lyf, svo taugaóstyrkur var hann. Stýrimaðurinn gekk með honum inn í káetu en þá hafði Thomas náð að leggja saman tvo og tvo og áttaði sig á því að ekki væri um neina vélarbilun að ræða. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn. „Ef þú hefur ekkert gert þá skaltu ekki vera hræddur,“ sagðist hann sömuleiðis hafa sagt við Thomas. Thomas hafi þá litið til hliðar og sagt: „Við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ Kokkurinn um borð sagðist hafa verið að tala við Thomas þegar þeir heyrðu í þyrlu. Um var að ræða þyrlu Landhelgisgæslunnar og um borð voru sex vopnaðir sérsveitarmenn sem fengu það hlutverk að handtaka tvo menn; þá Thomas Möller Olsen og Nikolaj Olsen. „Þegar lögreglan var að koma þá sagði Thomas við mig: Heldurðu að þeir séu komnir að sækja mig?“ sagði kokkurinn.
Skilaboð sem Thomas Møller Olsen fékk send urðu til þess að skipverjum á Polar Nanoq fór að gruna hann um eitthvað misjafnt. Þeir segja hann hafa orðið gráan og fölan í framan, orðið taugaóstyrkan og vart hafa komið upp orði eftir að skilaboðin bárust. Thomas, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, fékk tvenn skilaboð. Annars vegar frá blaðamanni sem spurði hann út í rauðan Kia Rio bíl og horfna stúlku, og hins vegar frá kærustu sinni sem sagði hann mögulega liggja undir grun í málinu. Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem skýrslur voru teknar af sjö skipverjum. Aðalmeðferð var ákveðin 21. ágúst en þá mun Thomas bera vitni í málinu.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórSamviskusamur skipverji Skipverjarnir báru Thomasi söguna vel. Þeir lýstu honum sem vingjarnlegum og vinsælum manni, sem sé mjög samviskusamur í sinni vinnu. Þeir sögðu ekkert óeðlilegt hafa verið í fari Thomasar þann fjórtánda janúar síðastliðinn, sama dag og hann á að hafa banað Birnu. Hann hafi borðað með þeim hádegismat en í framhaldinu farið frá borði og þaðan í bíl sem hann hafði tekið á leigu; rauða Kia Rio bílinn. Bíllinn var við landganginn og sagðist einn skipverjanna hafa séð Thomas inni í bílnum. Hann hafi verið að athafna sig frammí, afturí og svo í skottinu. Þessi sami skipverji og félagi hans sáu Thomas svo taka blautt handklæði út úr bílnum og koma aftur um borð. Þeir sögðust hafa haldið að einhver hefði kastað upp í bílinn og að Thomas hefði verið að þrífa upp æluna.Man ekkert eftir bílferðinni Thomas hafði verið úti að skemmta sér með félaga sínum, Nikolaj Olsen, kvöldinu áður. Skipverjarnir sögðu Nikolaj hafa komið um borð um klukkan sex um morguninn, verulega drukkinn, og farið að sofa. Það hafi hins vegar verið nokkuð óeðlilegt því Nikolaj viti að það sé illa liðið að yfirmenn verði ölvaðir. Skipverjarnir sögðust hafa spjallað við Nikolaj, sem hafi sagst hafa verið úti að keyra með Thomasi og tveimur stúlkum. Thomas hafi verið lengur með stúlkunum, en skutlað sér heim. Sagðist hann hafa sofnað í bílnum og því lítið muna eftir rúntinum. Nikolaj á svo að hafa sagt skipverjunum, eftir handtöku, að sagan um stúlkurnar tvær væri frá Thomasi sjálfum komin. Hann hafi sofnað áfengisdauða í bílnum og muni því ekkert eftir bílferðinni.Vildi ekkert borða Nokkrir dagar liðu þar til Thomas fékk fyrrnefnd skilaboð. Fyrsti skipverjinn sem bar vitni í málinu var kokkurinn, sem sagði ástand Thomasar hafa versnað eftir því sem leið á. Hann sagðist hafa boðið honum mat og ávexti, en að Thomas hafi neitað. Fleiri skipverjar sögðu ástand hans hafa versnað. Annar stýrimaður var þar á meðal, en Thomas leitaði til hans eftir að hafa fengið sms-skilaboðin. „Hann varð mjög taugaveiklaður þegar hann sá þessi skilaboð og ég sagði honum bara að fara upp að tala við skipstjórann,“ sagði hann. Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórThomas fór þá til skipstjórans og sagði honum frá skilaboðunum sem hann hefði fengið, en hann virtist ekki hafa sagt neinum nema skipstjóranum frá skilaboðunum frá kærustu sinni. „Þú ert kannski grunaður um þetta,“ sagði í skilaboðunum. Á þessum tímapunkti vissi skipstjórinn að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt og var að fara að snúa skipinu við þegar Thomas leitaði til hans. Þá hafði skipstjórinn og fyrsti stýrimaður ákveðið að segja Thomasi að snúa þyrfti við vegna vélarbilunar, en samhliða því slökktu þeir á internetinu um borð. „Thomas kom upp og sýndi mér sms-ið. Þá var hann bara búinn á því. Ég sagði við hann, leggðu þig bara upp í sófa. Þá fór ég að tala við hann og spyrja hann af hverju hann væri svona hræddur,“ sagði skipstjórinn í vitnaleiðslum. „Ég sagði, þú skalt ekki vera hræddur ef þú hefur ekki gert neitt, því hann sagðist ekki hafa gert neitt.“Gefið róandi Skipstjórinn og stýrimaðurinn ákváðu þá að gefa Thomasi róandi lyf, svo taugaóstyrkur var hann. Stýrimaðurinn gekk með honum inn í káetu en þá hafði Thomas náð að leggja saman tvo og tvo og áttaði sig á því að ekki væri um neina vélarbilun að ræða. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn. „Ef þú hefur ekkert gert þá skaltu ekki vera hræddur,“ sagðist hann sömuleiðis hafa sagt við Thomas. Thomas hafi þá litið til hliðar og sagt: „Við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ Kokkurinn um borð sagðist hafa verið að tala við Thomas þegar þeir heyrðu í þyrlu. Um var að ræða þyrlu Landhelgisgæslunnar og um borð voru sex vopnaðir sérsveitarmenn sem fengu það hlutverk að handtaka tvo menn; þá Thomas Möller Olsen og Nikolaj Olsen. „Þegar lögreglan var að koma þá sagði Thomas við mig: Heldurðu að þeir séu komnir að sækja mig?“ sagði kokkurinn.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas gefur skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn, mun gefa skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst þegar aðalmeðferð málsins hefst í Héraðsdómi Reykjaness. 18. júlí 2017 13:06 Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17 Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. 18. júlí 2017 11:01 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Thomas gefur skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn, mun gefa skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst þegar aðalmeðferð málsins hefst í Héraðsdómi Reykjaness. 18. júlí 2017 13:06
Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17
Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. 18. júlí 2017 11:01