Fólk oft hissa að sjá unga konu með harmóníku Guðný Hrönn skrifar 18. júlí 2017 13:00 Ásta Soffía spilaði nýverið á harmóníku fyrir norsku konungshjónin. Mynd/ Halldóra Kristín Bjarnadóttir Ásta Soffía Þorgeirsdóttir er 21 árs og spilar á harmóníku. Hún segir margt fólk verða hissa þegar það sér unga konu spila á harmóníku enda tengir fólk hljóðfærið gjarnan við gömlu danslögin. En að sögn Ástu er hægt að spila afar fjölbreytt tónlist á harmóníku. „Ég byrjaði að læra á harmóníku í Tónlistarskóla Húsavíkur þegar ég var átta ára gömul. Núna var ég að ljúka þriðja árinu í bachelor-námi við Norges musikkhøgskole,“ segir harmóníkuleikarinn og Húsvíkingurinn Ásta Soffía. Spurð út í af hverju harmóníka varð fyrir valin þegar kom að því að velja hljóðfæri til að læra á segir Ásta: „Ég var á hljóðfærakynningu í Tónlistarskólanum á Húsavík þegar ég var sjö ára. Mér fannst svo flott þegar strákurinn sem var að sýna harmóníkuna spilaði Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn í þríundum. Svo var ég líka pínu skotin í stráknum. Haustið eftir tók hrifningin á harmóníkunni yfir.“ Ásta segir fólk oft verða undrandi þegar það sér unga konu spila á harmóníku.„Fólk er oft hissa, ég bjóst ekki endilega við því, en fljótt á eftir fylgir yfirleitt áhugi og forvitni. Mér finnst svo gaman að sýna hvers harmóníkan er megnug. Það búast kannski flestir við að maður sé að spila gömlu danslögin sem er kannski oft tónlistin sem fólk tengir við harmóníkuna. Þá er gaman að sýna þeim að á harmóníkuna er hægt að spila allar tegundir tónlistar.“ Sjálf spilar Ásta fjölbreytta tónlist á harmóníkuna. „Ég reyni að spila eins fjölbreytt og ég get. Ég tek því fagnandi þegar mér er ýtt út fyrir þægindarammann en mér finnst ég læra einna mest af þeim verkefnum. Með harmóníkukennurunum mínum úti í Ósló spila ég mest barokktónlist og nútímatónlist. Ég legg líka mikla stund á frían spuna og nota þá kunnáttu inn í mörg önnur tónlistarverkefni. Ég hef verið að leika mér mikið með þjóðlagatónlist frá Norðurlöndunum og þar kemur fríi spuninn sterkt inn. Ég spila einnig argentínska tangótónlist, franska chansons, útset dálítið píanóverk og kórverk fyrir harmóníkuna, gömlu skandinavísku harmóníkutónlistinni hef ég líka gaman af. Í vetur var ég líka í tónlistarverkefni þar sem við vorum að spila gamla breska pub tónlist með hljómsveitinni Alehouse sessions. Þannig að listinn er langur. Ég hef það að markmiði að öðlast sem mest vald á harmóníkunni og skilning þannig að ég geti spilað sem fjölbreyttasta tónlist.“ „Tónlistin sem ég spila á harmóníkuna er oft í takt við það sem ég hlusta á í daglegu lífi. Maður lærir svo mikið af því að hlusta og hlusta. En óháð því hvað ég er að spila þá hlusta ég mikið á íslenska tónlist. Ég fæ mikinn innblástur frá henni. Hljómsveitin Valdimar er í uppáhaldi hjá mér,“ útskýrir Ásta sem er mikill tónlistarunnandi og nýtur þess að fara á tónleika. „Ég hlusta mikið á tónlist kennaranna minna Rolf-Erik Nystrøm, Håkon Thelin og Frode Haltli. Ég hef mikið dálæti á tónlist Monique Andrée Serf sem bar listanafnið Barbara. Uppáhaldssöngkonan mín er Concha Buika. Svo er ég dugleg að fara á tónleika í Ósló. Ósló er ein mesta tónleikaborg Evrópu. Ótrúlega fjölbreytt tónleikaúrval á hverjum degi.“ Ekki mjög líkamlega erfittHarmóníkan sem Ásta spilar á er í kringum 15 kíló. Aðspurð hvort það reyni ekki líkamlega mikið á að spila á hljóðfærið segir Ásta: „Það reynir á að spila á öll hljóðfæri. Maður finnur ekki eins mikið fyrir harmóníkunni í fanginu eins og margir halda. Það er aðallega að ég verði þreytt í höndunum, sérstaklega þeirri vinstri sem stjórnar belgnum. Það er mikilvægt að fara vel með sig, standa reglulega upp þegar maður er að æfa sig og leggja harmóníkuna frá sér. Ég var mikið í íþróttum þegar ég var að alast upp og það stendur með mér og ég viðheld því með reglulegri hreyfingu.“ Að lokum rifjar Ásta upp einn af hápunktum harmóníkuferils síns fyrir lesendur, þegar hún spilaði fyrir Guðna Th. forseta Íslands í opinberri heimsókn í Ósló. „Það var mikill heiður og ekkert smá gaman! Við vorum fjögur sem spiluðum íslenska tónlist. Haraldur konungur og Sonja drottning voru einnig við athöfnina. Þetta er tvímælalaust einn af hápunktunum hjá mér á mínum stutta tónlistarferli.“ Spurð út í hvað sé fram undan segist Ásta verða með ferna tónleika í ágúst ásamt tveimur skólafélögum sínum. „Tíunda ágúst verðum við í Húsavíkurkirkju, 11. ágúst verðum við í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit, þann 14. ágúst í Siglufjarðarkirkju og 17. ágúst í Hannesarholti í Reykjavík.“ Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir er 21 árs og spilar á harmóníku. Hún segir margt fólk verða hissa þegar það sér unga konu spila á harmóníku enda tengir fólk hljóðfærið gjarnan við gömlu danslögin. En að sögn Ástu er hægt að spila afar fjölbreytt tónlist á harmóníku. „Ég byrjaði að læra á harmóníku í Tónlistarskóla Húsavíkur þegar ég var átta ára gömul. Núna var ég að ljúka þriðja árinu í bachelor-námi við Norges musikkhøgskole,“ segir harmóníkuleikarinn og Húsvíkingurinn Ásta Soffía. Spurð út í af hverju harmóníka varð fyrir valin þegar kom að því að velja hljóðfæri til að læra á segir Ásta: „Ég var á hljóðfærakynningu í Tónlistarskólanum á Húsavík þegar ég var sjö ára. Mér fannst svo flott þegar strákurinn sem var að sýna harmóníkuna spilaði Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn í þríundum. Svo var ég líka pínu skotin í stráknum. Haustið eftir tók hrifningin á harmóníkunni yfir.“ Ásta segir fólk oft verða undrandi þegar það sér unga konu spila á harmóníku.„Fólk er oft hissa, ég bjóst ekki endilega við því, en fljótt á eftir fylgir yfirleitt áhugi og forvitni. Mér finnst svo gaman að sýna hvers harmóníkan er megnug. Það búast kannski flestir við að maður sé að spila gömlu danslögin sem er kannski oft tónlistin sem fólk tengir við harmóníkuna. Þá er gaman að sýna þeim að á harmóníkuna er hægt að spila allar tegundir tónlistar.“ Sjálf spilar Ásta fjölbreytta tónlist á harmóníkuna. „Ég reyni að spila eins fjölbreytt og ég get. Ég tek því fagnandi þegar mér er ýtt út fyrir þægindarammann en mér finnst ég læra einna mest af þeim verkefnum. Með harmóníkukennurunum mínum úti í Ósló spila ég mest barokktónlist og nútímatónlist. Ég legg líka mikla stund á frían spuna og nota þá kunnáttu inn í mörg önnur tónlistarverkefni. Ég hef verið að leika mér mikið með þjóðlagatónlist frá Norðurlöndunum og þar kemur fríi spuninn sterkt inn. Ég spila einnig argentínska tangótónlist, franska chansons, útset dálítið píanóverk og kórverk fyrir harmóníkuna, gömlu skandinavísku harmóníkutónlistinni hef ég líka gaman af. Í vetur var ég líka í tónlistarverkefni þar sem við vorum að spila gamla breska pub tónlist með hljómsveitinni Alehouse sessions. Þannig að listinn er langur. Ég hef það að markmiði að öðlast sem mest vald á harmóníkunni og skilning þannig að ég geti spilað sem fjölbreyttasta tónlist.“ „Tónlistin sem ég spila á harmóníkuna er oft í takt við það sem ég hlusta á í daglegu lífi. Maður lærir svo mikið af því að hlusta og hlusta. En óháð því hvað ég er að spila þá hlusta ég mikið á íslenska tónlist. Ég fæ mikinn innblástur frá henni. Hljómsveitin Valdimar er í uppáhaldi hjá mér,“ útskýrir Ásta sem er mikill tónlistarunnandi og nýtur þess að fara á tónleika. „Ég hlusta mikið á tónlist kennaranna minna Rolf-Erik Nystrøm, Håkon Thelin og Frode Haltli. Ég hef mikið dálæti á tónlist Monique Andrée Serf sem bar listanafnið Barbara. Uppáhaldssöngkonan mín er Concha Buika. Svo er ég dugleg að fara á tónleika í Ósló. Ósló er ein mesta tónleikaborg Evrópu. Ótrúlega fjölbreytt tónleikaúrval á hverjum degi.“ Ekki mjög líkamlega erfittHarmóníkan sem Ásta spilar á er í kringum 15 kíló. Aðspurð hvort það reyni ekki líkamlega mikið á að spila á hljóðfærið segir Ásta: „Það reynir á að spila á öll hljóðfæri. Maður finnur ekki eins mikið fyrir harmóníkunni í fanginu eins og margir halda. Það er aðallega að ég verði þreytt í höndunum, sérstaklega þeirri vinstri sem stjórnar belgnum. Það er mikilvægt að fara vel með sig, standa reglulega upp þegar maður er að æfa sig og leggja harmóníkuna frá sér. Ég var mikið í íþróttum þegar ég var að alast upp og það stendur með mér og ég viðheld því með reglulegri hreyfingu.“ Að lokum rifjar Ásta upp einn af hápunktum harmóníkuferils síns fyrir lesendur, þegar hún spilaði fyrir Guðna Th. forseta Íslands í opinberri heimsókn í Ósló. „Það var mikill heiður og ekkert smá gaman! Við vorum fjögur sem spiluðum íslenska tónlist. Haraldur konungur og Sonja drottning voru einnig við athöfnina. Þetta er tvímælalaust einn af hápunktunum hjá mér á mínum stutta tónlistarferli.“ Spurð út í hvað sé fram undan segist Ásta verða með ferna tónleika í ágúst ásamt tveimur skólafélögum sínum. „Tíunda ágúst verðum við í Húsavíkurkirkju, 11. ágúst verðum við í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit, þann 14. ágúst í Siglufjarðarkirkju og 17. ágúst í Hannesarholti í Reykjavík.“
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira