Reykjavíkurdætur og Emmsjé Gauti koma fram á La Mercé Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 14:00 Reykjavíkurdætur koma fram á La Mercé í haust en hér eru þær á Hróarskeldu í fyrra. tom mckenzie Rappsveitin Reykjavíkurdætur og rapparinn Emmsjé Gauti eru á meðal þeirra íslensku listamanna sem koma munu fram á borgarhátíðinni La Mercé sem fer fram í Barcelona í lok september en Reykjavík er gestaborg hátíðarinnar í ár. Nöfn þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár voru kynnt á sameiginlegum blaðamannafundi Dags. B. Eggertssonar, borgarstjóra, og Ödu Calou, borgarstjóra Barcelona í ráðhúsi Barcelona í morgun. La Mercè er skipulögð af menningarskrifstofu Barselóna og fer fram dagana 22.–25. september. Hún er stærsta hátíð borgarinnar og á uppruna sinn að rekja til ársins 1871. Íslensku listamennirnir voru valdir til þátttöku af skipuleggjendum hátíðarinnar í samráði við Útón og Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur en þeir flytjendur sem kom fram fyrir hönd Íslands eru eftirfarandi listamenn: Samaris, Kiasmos, Glowie, Emmsjé Gauti, Ólöf Arnalds, Grísalappalísa, Reykjavíkurdætur, JFDR, Guðrún Ólafsdóttir, Milkywhale, Halldór Mar, Ingvar Björn, Sigríður Soffía Níelsdóttir og sýningin Full Dome Show. Auk þessa verða sýndar fjórar myndir, heimildarmynd Péturs Einarssonar um hrunið, Hross í oss, mynd Benedikts Erlingssonar, tónlistarmyndin Bakgarðurinn eftir Árna Sveinsson og að lokum myndin Boken eftir Geoffrey Orthwein and Andrew Sullivan sem er vísindaskáldskapur um amerískt par sem ferðast til Íslands. Hátíðin er árlegur viðburður. Menning og listir verða í fyrirrúmi og fjöldi listamanna koma að dagskránni þar sem kennir ýmissa grasa. Borgin fyllist af tónlist, dans og götulist. Umgjörðin eru sögufrægir staðir í Barselóna auk þess sem hátíðin teygir anga sín út í hin ýmsu hverfi með þátttöku borgarbúa og gesta. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Rappsveitin Reykjavíkurdætur og rapparinn Emmsjé Gauti eru á meðal þeirra íslensku listamanna sem koma munu fram á borgarhátíðinni La Mercé sem fer fram í Barcelona í lok september en Reykjavík er gestaborg hátíðarinnar í ár. Nöfn þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár voru kynnt á sameiginlegum blaðamannafundi Dags. B. Eggertssonar, borgarstjóra, og Ödu Calou, borgarstjóra Barcelona í ráðhúsi Barcelona í morgun. La Mercè er skipulögð af menningarskrifstofu Barselóna og fer fram dagana 22.–25. september. Hún er stærsta hátíð borgarinnar og á uppruna sinn að rekja til ársins 1871. Íslensku listamennirnir voru valdir til þátttöku af skipuleggjendum hátíðarinnar í samráði við Útón og Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur en þeir flytjendur sem kom fram fyrir hönd Íslands eru eftirfarandi listamenn: Samaris, Kiasmos, Glowie, Emmsjé Gauti, Ólöf Arnalds, Grísalappalísa, Reykjavíkurdætur, JFDR, Guðrún Ólafsdóttir, Milkywhale, Halldór Mar, Ingvar Björn, Sigríður Soffía Níelsdóttir og sýningin Full Dome Show. Auk þessa verða sýndar fjórar myndir, heimildarmynd Péturs Einarssonar um hrunið, Hross í oss, mynd Benedikts Erlingssonar, tónlistarmyndin Bakgarðurinn eftir Árna Sveinsson og að lokum myndin Boken eftir Geoffrey Orthwein and Andrew Sullivan sem er vísindaskáldskapur um amerískt par sem ferðast til Íslands. Hátíðin er árlegur viðburður. Menning og listir verða í fyrirrúmi og fjöldi listamanna koma að dagskránni þar sem kennir ýmissa grasa. Borgin fyllist af tónlist, dans og götulist. Umgjörðin eru sögufrægir staðir í Barselóna auk þess sem hátíðin teygir anga sín út í hin ýmsu hverfi með þátttöku borgarbúa og gesta.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira