Plötufyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar Guðný Hrönn skrifar 17. júlí 2017 09:45 Högni Egilsson er kominn í samstarf með útgáfufyrirtækinu Erased Tapes. vísir/andri marinó Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út plötu á eigin vegum,“ segir Högni um nýju hljómplötuna sem hann sendir frá sér í haust. „Hún kemur út í samstrafi við útgáfufyrirtækið Erased Tapes en ég var að skrifa undir samning við það.“ Högni kveðst vera spenntur fyrir samstarfinu við Erased Tapes en hann hefur fylgst með fyrirtækinu í gegnum árin.„Ég var að leita að góðu plötufyrirtæki til að fara í samstarf við, því plötufyrirtæki virkar eins og fjölskylda og heimili fyrir músíkina þína. Svona samstarf hefur ýmislegt gott í för með sér, varðandi dreifingu og sýnileika.“ Samstarf Högna við Erased Tapes markar nýjung hjá útgáfufyrirtækinu. „Erased Tapes er þekkt fyrir að gefa út „instrumental“-tónlist, og þetta er í rauninni fyrsta platan sem þau gefa út með söngvara. Þannig að það er nýtt fyrir þeim,“ segir Högni. „Þetta fyrirtæki hefur á sér orð fyrir að gefa út vandaða og framsækna tónlist og útgáfunni er vel stýrt, fagurfræðilega séð. Ég kann vel að meta að vinna með fólki sem hefur metnað til að skapa verk sem hafa þýðingu fyrir tónlistaráhugafólk.“ Fjölbreytt tónlistSpurður nánar út í plötuna sem kemur út í haust segir Högni að um fjölbreytta plötu sé að ræða. „Platan hefur ákveðið landslag. Hljóðfærasamsetning, tónmál og söguþráður skapa dramatík sem hjálpar hlustandanum að fara í gegnum marga heima og komast í tæri við myndir sem skapa átök, tilfinningu og andrúmsloft, kyrrt eða stormasamt.“ Nýja platan er tilbúin. „Platan er tilbúin og ég er afskaplega spenntur. Og svo í kjölfar útgáfu hennar þá hefst bara ný plötugerð. Þetta verður bara gaman.“ Notar hjartaðEins og áður sagði er þetta fyrsta sólóplatan sem Högni sendir frá sér en áður var hann gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín sem sendi frá sér þrjár breiðskífur. Eins hefur Högni unnið að tveimur breiðskífum með hljómsveitinni Gus Gus. Aðspurður hvernig sé að vinna að gerð sólóplötu í samanburði við plötu með hljómsveit segir Högni: „Þetta er kannski eins og að vera einn einhversstaðar í fjarska. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og lærir að standa með sjálfum þér. Notar hjartað til þess að finna rétta leið. Heim eða eitthvert út í buskann.“ Spurður út í hvort það sé erfiðara að vera einn segir Högni: „Nei, ekki beint erfiðara, bara öðruvísi. En ég var náttúrlega ekki einn að gera þessa plötu, ég vann með frábæru samstarfsfólki, meðal annars textahöfundi og upptökustjóra. Og í þeirri samvinnu var ástríða í loftinu og ég held að hana sé að finna í músíkinni.“ Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út plötu á eigin vegum,“ segir Högni um nýju hljómplötuna sem hann sendir frá sér í haust. „Hún kemur út í samstrafi við útgáfufyrirtækið Erased Tapes en ég var að skrifa undir samning við það.“ Högni kveðst vera spenntur fyrir samstarfinu við Erased Tapes en hann hefur fylgst með fyrirtækinu í gegnum árin.„Ég var að leita að góðu plötufyrirtæki til að fara í samstarf við, því plötufyrirtæki virkar eins og fjölskylda og heimili fyrir músíkina þína. Svona samstarf hefur ýmislegt gott í för með sér, varðandi dreifingu og sýnileika.“ Samstarf Högna við Erased Tapes markar nýjung hjá útgáfufyrirtækinu. „Erased Tapes er þekkt fyrir að gefa út „instrumental“-tónlist, og þetta er í rauninni fyrsta platan sem þau gefa út með söngvara. Þannig að það er nýtt fyrir þeim,“ segir Högni. „Þetta fyrirtæki hefur á sér orð fyrir að gefa út vandaða og framsækna tónlist og útgáfunni er vel stýrt, fagurfræðilega séð. Ég kann vel að meta að vinna með fólki sem hefur metnað til að skapa verk sem hafa þýðingu fyrir tónlistaráhugafólk.“ Fjölbreytt tónlistSpurður nánar út í plötuna sem kemur út í haust segir Högni að um fjölbreytta plötu sé að ræða. „Platan hefur ákveðið landslag. Hljóðfærasamsetning, tónmál og söguþráður skapa dramatík sem hjálpar hlustandanum að fara í gegnum marga heima og komast í tæri við myndir sem skapa átök, tilfinningu og andrúmsloft, kyrrt eða stormasamt.“ Nýja platan er tilbúin. „Platan er tilbúin og ég er afskaplega spenntur. Og svo í kjölfar útgáfu hennar þá hefst bara ný plötugerð. Þetta verður bara gaman.“ Notar hjartaðEins og áður sagði er þetta fyrsta sólóplatan sem Högni sendir frá sér en áður var hann gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín sem sendi frá sér þrjár breiðskífur. Eins hefur Högni unnið að tveimur breiðskífum með hljómsveitinni Gus Gus. Aðspurður hvernig sé að vinna að gerð sólóplötu í samanburði við plötu með hljómsveit segir Högni: „Þetta er kannski eins og að vera einn einhversstaðar í fjarska. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og lærir að standa með sjálfum þér. Notar hjartað til þess að finna rétta leið. Heim eða eitthvert út í buskann.“ Spurður út í hvort það sé erfiðara að vera einn segir Högni: „Nei, ekki beint erfiðara, bara öðruvísi. En ég var náttúrlega ekki einn að gera þessa plötu, ég vann með frábæru samstarfsfólki, meðal annars textahöfundi og upptökustjóra. Og í þeirri samvinnu var ástríða í loftinu og ég held að hana sé að finna í músíkinni.“
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira