Ráðherra vill fresta sölu á fjölda íbúða Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2017 10:02 Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra vísir/ernir Ráðherra húsnæðismála hefur mælst til þess við stjórnendur Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hætti við sölu hundraða íbúða sem sjóðurinn á og eru í útleigu. Í mörgum tilfellum eru leigutakar íbúðanna fólk sem átti íbúðirnar en sjóðurinn yfirtók þær eftir bankahrunið vegna vanefnda á skuldbindingum. Fréttablaðið hefur greint frá því að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi áformað að selja eignirnar fyrir árslok. „Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann segir að þetta séu um 300 íbúðir og margar þeirra séu á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélögunum, þar sem íbúðirnar eru staðsettar, að kaupa þær. Áhugi sveitarfélaganna hefur aftur á móti verið takmarkaður. Telja sveitarfélögin íbúðirnar ekki henta sem félagslegt húsnæði. Þorsteinn segir að næsta skref sé að kanna hvort íbúðirnar og íbúarnir myndu falla undir skilgreiningu um almennar leiguíbúðir. Það er þær íbúðir sem byggðar eru með stofnstyrkjum ríkis og sveitarfélaga. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“ Þorsteinn segir hugsanlegt að þessum sama hópi verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd, sem getið er um í tillögum um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrr í sumar. Þorsteinn segir að þeim tillögum hafi sérstaklega verið beint að tekjulægri hópum, ungu fólki sem á erfitt með að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Fólk sem hafi misst húsnæði sitt og ekki náð að komast inn á markaðinn aftur sé í svipaðri stöðu og unga fólkið. „Við verðum að sjá hvað úrræði eins og startlán, ef til þess lánaúrræðis kæmi, gæti gert,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Ráðherra húsnæðismála hefur mælst til þess við stjórnendur Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hætti við sölu hundraða íbúða sem sjóðurinn á og eru í útleigu. Í mörgum tilfellum eru leigutakar íbúðanna fólk sem átti íbúðirnar en sjóðurinn yfirtók þær eftir bankahrunið vegna vanefnda á skuldbindingum. Fréttablaðið hefur greint frá því að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi áformað að selja eignirnar fyrir árslok. „Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann segir að þetta séu um 300 íbúðir og margar þeirra séu á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélögunum, þar sem íbúðirnar eru staðsettar, að kaupa þær. Áhugi sveitarfélaganna hefur aftur á móti verið takmarkaður. Telja sveitarfélögin íbúðirnar ekki henta sem félagslegt húsnæði. Þorsteinn segir að næsta skref sé að kanna hvort íbúðirnar og íbúarnir myndu falla undir skilgreiningu um almennar leiguíbúðir. Það er þær íbúðir sem byggðar eru með stofnstyrkjum ríkis og sveitarfélaga. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“ Þorsteinn segir hugsanlegt að þessum sama hópi verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd, sem getið er um í tillögum um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrr í sumar. Þorsteinn segir að þeim tillögum hafi sérstaklega verið beint að tekjulægri hópum, ungu fólki sem á erfitt með að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Fólk sem hafi misst húsnæði sitt og ekki náð að komast inn á markaðinn aftur sé í svipaðri stöðu og unga fólkið. „Við verðum að sjá hvað úrræði eins og startlán, ef til þess lánaúrræðis kæmi, gæti gert,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira