Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2017 09:00 Það styttist í að laxveiðitímabilið verði hálfnað í þeim ám sem opnuðu fyrstar og við fyrstu sýn sýnist þetta sumar verða um meðallag. Aðeins ein á er komin yfir 1000 laxa múrinn og það er Þverá og Kjarrá með 1001 lax á sínar 14 stangir. 13. júlí í fyrra voru komnir 1003 laxar en það sumar endaði hún í 1469 löxum en talan þá hefði getað verið hærri eins og í fleiri ám á vesturlandi en lítið vatn og stanslausir sólardagar gerðu veiðimönnum erfitt fyrir. Langtímaspáin núna spáir engri hitabylgju en aftur á móti frekar miklum breytingum í veðri og góðum slurk af rigningu sem er nákvæmlega það sem heldur veiðinni yfirleitt jafnri á tímabilinu. Fréttir af vesturlandinu eru góðar í einhverjum ánum en veiðimenn og leiðsögumenn við Þverá/Kjarrá og Langá segja mikið af laxi í þeim báðum og í kringum stórstrauminn 10.júlí hafi komið stórar göngur sem fari hratt upp árnar. Laxveiðiárnar sem koma næstar á eftir Þver(Kjarrá er Norðurá með 794 laxa, Miðfjarðará með 749 laxa en hún var með 4338 laxa í fyrra. Ytri Rangá með 570 laxa og Langá með 532 laxa. Ef við skoðum tvær árnar úr þessum fimm sem voru með þeim aflahæstu í fyrra þá vantar aðeins upp á veiðina. Ekki skilja það sem svo að sé einhver mikil niðursveifla, það er ekkert sem bendir til þess, en á sama tíma 2016 voru komnir 1077 laxar úr Miðfjarðará og 1720 laxar úr Ytri Rangá en það verður að skoða þá tölu með því til hliðsjónar að árið í fyrra var eitt það besta í Ytri Rangá. Sumarið 2015 sem var gott ár í ánni þegar 4909 laxar veiddust var veiðin ekki komin i nema 502 laxa svo það sést að stærstu göngurnar í Rangárnar eru bara ekki mættar og mæta yfirleitt um og eftir miðjan júlí. Listann yfir aflahæstu árnar má finna á www.angling.is Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Selá er við hundrað laxa markið Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði
Það styttist í að laxveiðitímabilið verði hálfnað í þeim ám sem opnuðu fyrstar og við fyrstu sýn sýnist þetta sumar verða um meðallag. Aðeins ein á er komin yfir 1000 laxa múrinn og það er Þverá og Kjarrá með 1001 lax á sínar 14 stangir. 13. júlí í fyrra voru komnir 1003 laxar en það sumar endaði hún í 1469 löxum en talan þá hefði getað verið hærri eins og í fleiri ám á vesturlandi en lítið vatn og stanslausir sólardagar gerðu veiðimönnum erfitt fyrir. Langtímaspáin núna spáir engri hitabylgju en aftur á móti frekar miklum breytingum í veðri og góðum slurk af rigningu sem er nákvæmlega það sem heldur veiðinni yfirleitt jafnri á tímabilinu. Fréttir af vesturlandinu eru góðar í einhverjum ánum en veiðimenn og leiðsögumenn við Þverá/Kjarrá og Langá segja mikið af laxi í þeim báðum og í kringum stórstrauminn 10.júlí hafi komið stórar göngur sem fari hratt upp árnar. Laxveiðiárnar sem koma næstar á eftir Þver(Kjarrá er Norðurá með 794 laxa, Miðfjarðará með 749 laxa en hún var með 4338 laxa í fyrra. Ytri Rangá með 570 laxa og Langá með 532 laxa. Ef við skoðum tvær árnar úr þessum fimm sem voru með þeim aflahæstu í fyrra þá vantar aðeins upp á veiðina. Ekki skilja það sem svo að sé einhver mikil niðursveifla, það er ekkert sem bendir til þess, en á sama tíma 2016 voru komnir 1077 laxar úr Miðfjarðará og 1720 laxar úr Ytri Rangá en það verður að skoða þá tölu með því til hliðsjónar að árið í fyrra var eitt það besta í Ytri Rangá. Sumarið 2015 sem var gott ár í ánni þegar 4909 laxar veiddust var veiðin ekki komin i nema 502 laxa svo það sést að stærstu göngurnar í Rangárnar eru bara ekki mættar og mæta yfirleitt um og eftir miðjan júlí. Listann yfir aflahæstu árnar má finna á www.angling.is
Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Selá er við hundrað laxa markið Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði