Þetta er svakalega flott lið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 10:15 "Þetta eru allt vinir mínir úr listheimum. Þeir segja alltaf já við mig,“ segir Sigurður Guðmundsson um listamannahópinn. Vísir/GVA Listamenn frá Kína, Evrópu, Ameríku og Íslandi eiga verk á sýningunni Rúllandi snjóbolti/9 sem verður opnuð á Djúpavogi á laugardaginn klukkan 15. „Þetta eru allt vinir mínir úr listheimum. Þeir segja alltaf já við mig,“ segir Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður sem er sýningarstjóri ásamt Þór Vigfússyni. „Við eigum, mörg hver, langa fortíð saman, höfum sýnt í sömu galleríum og jafnvel á sömu sýningum,“ segir Sigurður um listafólkið. „Til dæmis hefur Marlene Dumas, ein þekktasta listakona heims, verið góð vinkona mín alveg frá því hún fór að sýna sín fyrstu verk. Hún er frá Suður-Afríku en býr í Amsterdam í Hollandi og á nokkrum öðrum stöðum í heiminum.“Þessi mynd var tekin í fyrra á Rúllandi snjóbolta í Bræðslunni.Sigurður er í bíl þegar viðtalið fer fram. „Ég er með aðstoðarkonu sem keyrir mig, var of timbraður til að keyra sjálfur. Við skruppum frá Djúpavogi upp á Egilsstaði til að ná í gler og erum á bakaleið, meðfram Lagarfljótinu. Ætlum Öxi til baka.“ Sýningin sem er í Bræðslunni er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC) í samstarfi við Djúpavogshrepp. „Við erum með alla verksmiðjuna, stórt pláss, fleiri hundruð fermetra,“ lýsir Sigurður og segir listamennina vera að tínast að. „Þetta er svakalega flott lið, það vantar ekki, það komust samt ekki allir enda illmögulegt að fá gistipláss úti á landi á þessum árstíma,“ segir hann og tekur fram að Haraldur Jónsson muni standa fyrir gjörningi á opnuninni. Þetta níunda sýningin sem CEAC stendur fyrir undir heitinu Rúllandi snjóbolti en hún er sú fjórða á Djúpavogi á jafn mörgum árum. „Konan mín, hún Ineke Guðmundsson, startaði kínversk-evrópsku menningarmiðstöðinni í Kína fyrir 20 árum til að stuðla að menningarlegum samskiptum milli Kína og Vesturlanda og þessi samvinna milli Djúpavogs og CEAK er komin til að vera. Þetta er mjög flott verkefni og við viljum halda því áfram,“ segir Sigurður sem kominn er fram á fjallsbrúnir í Berufirði þegar við slítum samtalinu.Fólk á leið í Bræðsluna á Rúllandi snjóbolta. Listaverk Sigurðar, Eggin, eru á stöplum í röð á hafnarbakkanum.Sýningin stendur til 20. ágúst og þeir sem sýna í ár eru: Árni Ingólfsson, Árni Páll Jóhannsson, Arnout Mik, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Gjörningaklúbburinn, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Guido van der Werve, Haraldur Jónsson, Helgi Þórsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Kan Xiuan, Kristján Guðmundsson, Magnús Logi Kristinsson, Margrét Blöndal, Marlene Dumas, Meiya Lin, Mercedes Azpilicueta, Ólafur Elíasson, Pauline Curnier-Jardin, Ragnar Kjartansson, Sara Björnsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Sigurður Guðmundsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Stevens Vaughn, Tumi Magnússon, Þór Vigfússon, Wei Na/ Yang Jian. Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Listamenn frá Kína, Evrópu, Ameríku og Íslandi eiga verk á sýningunni Rúllandi snjóbolti/9 sem verður opnuð á Djúpavogi á laugardaginn klukkan 15. „Þetta eru allt vinir mínir úr listheimum. Þeir segja alltaf já við mig,“ segir Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður sem er sýningarstjóri ásamt Þór Vigfússyni. „Við eigum, mörg hver, langa fortíð saman, höfum sýnt í sömu galleríum og jafnvel á sömu sýningum,“ segir Sigurður um listafólkið. „Til dæmis hefur Marlene Dumas, ein þekktasta listakona heims, verið góð vinkona mín alveg frá því hún fór að sýna sín fyrstu verk. Hún er frá Suður-Afríku en býr í Amsterdam í Hollandi og á nokkrum öðrum stöðum í heiminum.“Þessi mynd var tekin í fyrra á Rúllandi snjóbolta í Bræðslunni.Sigurður er í bíl þegar viðtalið fer fram. „Ég er með aðstoðarkonu sem keyrir mig, var of timbraður til að keyra sjálfur. Við skruppum frá Djúpavogi upp á Egilsstaði til að ná í gler og erum á bakaleið, meðfram Lagarfljótinu. Ætlum Öxi til baka.“ Sýningin sem er í Bræðslunni er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC) í samstarfi við Djúpavogshrepp. „Við erum með alla verksmiðjuna, stórt pláss, fleiri hundruð fermetra,“ lýsir Sigurður og segir listamennina vera að tínast að. „Þetta er svakalega flott lið, það vantar ekki, það komust samt ekki allir enda illmögulegt að fá gistipláss úti á landi á þessum árstíma,“ segir hann og tekur fram að Haraldur Jónsson muni standa fyrir gjörningi á opnuninni. Þetta níunda sýningin sem CEAC stendur fyrir undir heitinu Rúllandi snjóbolti en hún er sú fjórða á Djúpavogi á jafn mörgum árum. „Konan mín, hún Ineke Guðmundsson, startaði kínversk-evrópsku menningarmiðstöðinni í Kína fyrir 20 árum til að stuðla að menningarlegum samskiptum milli Kína og Vesturlanda og þessi samvinna milli Djúpavogs og CEAK er komin til að vera. Þetta er mjög flott verkefni og við viljum halda því áfram,“ segir Sigurður sem kominn er fram á fjallsbrúnir í Berufirði þegar við slítum samtalinu.Fólk á leið í Bræðsluna á Rúllandi snjóbolta. Listaverk Sigurðar, Eggin, eru á stöplum í röð á hafnarbakkanum.Sýningin stendur til 20. ágúst og þeir sem sýna í ár eru: Árni Ingólfsson, Árni Páll Jóhannsson, Arnout Mik, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Gjörningaklúbburinn, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Guido van der Werve, Haraldur Jónsson, Helgi Þórsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Kan Xiuan, Kristján Guðmundsson, Magnús Logi Kristinsson, Margrét Blöndal, Marlene Dumas, Meiya Lin, Mercedes Azpilicueta, Ólafur Elíasson, Pauline Curnier-Jardin, Ragnar Kjartansson, Sara Björnsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Sigurður Guðmundsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Stevens Vaughn, Tumi Magnússon, Þór Vigfússon, Wei Na/ Yang Jian.
Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira