Lesbíurnar í The L Word snúa aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 13:16 Leikararnir í hinum vinsælu þáttum The L Word. Vísir/Getty Framhald sjónvarpsþáttaraðarinnar The L Word er nú í bígerð en samkvæmt heimildum Variety hefur sjónvarpsstöðin Showtime hafið undirbúning á framleiðslu nýrra þátta. Nýju þættirnir yrðu framhald af þeim gömlu, sem sýndir voru á árunum 2004-2009, og til umfjöllunar verða nýjar persónur. Þó er talið að aðalleikkonur upprunalegu þáttaraðarinnar snúi aftur, bæði á skjánum í sínum gömlu hlutverkum og í hlutverki framleiðenda. The L Word fjallaði um hóp samkynhneigðra kvenna búsettra í Los Angeles í Kaliforníu. Þættirnir hlutu mikið lof gagnrýnenda og mannréttindasamtaka fyrir að vinna brautryðjandi starf í þágu hinseginfólks í skemmtanaiðnaðinum. Showtime leitar nú að handritshöfundum og framleiðendum sem hafa beinar tengingar inn í samfélag samkynhneigðra kvenna. Þá er gert ráð fyrir að höfundur The L Word, Ilene Chaiken, komi einnig að nýju framleiðslunni. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Framhald sjónvarpsþáttaraðarinnar The L Word er nú í bígerð en samkvæmt heimildum Variety hefur sjónvarpsstöðin Showtime hafið undirbúning á framleiðslu nýrra þátta. Nýju þættirnir yrðu framhald af þeim gömlu, sem sýndir voru á árunum 2004-2009, og til umfjöllunar verða nýjar persónur. Þó er talið að aðalleikkonur upprunalegu þáttaraðarinnar snúi aftur, bæði á skjánum í sínum gömlu hlutverkum og í hlutverki framleiðenda. The L Word fjallaði um hóp samkynhneigðra kvenna búsettra í Los Angeles í Kaliforníu. Þættirnir hlutu mikið lof gagnrýnenda og mannréttindasamtaka fyrir að vinna brautryðjandi starf í þágu hinseginfólks í skemmtanaiðnaðinum. Showtime leitar nú að handritshöfundum og framleiðendum sem hafa beinar tengingar inn í samfélag samkynhneigðra kvenna. Þá er gert ráð fyrir að höfundur The L Word, Ilene Chaiken, komi einnig að nýju framleiðslunni.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein