Höfðu dreymt um að vinna með Jack White Guðný Hrönn skrifar 11. júlí 2017 10:30 Guðbjörgu Tómasdóttur og My Larsdotter höfðu dreymt um að vinna með Jack White. MYND/Jamie goodsell/AFP Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Okkur hefur lengi dreymt um að gera eitthvað með Jack, eða kannski haft á tilfinningunni að ef leiðir okkar lægju saman, þá gæti eitthvað mjög skemmtilegt og skapandi gerst – og það gerðist. Sameiginlegur kunningi kynnti Jack fyrir tónlist okkar og stuttu síðar hafði hann samband,“ segir Guðbjörg, eða Bubba, sem skipar hljómsveitina My Bubba ásamt My Larsdotter.„Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vinsælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman.“ „Fyrst tókum við upp lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go, sem okkur langaði að taka upp eins og við höfum sungið það frá byrjun, tvær raddir og gítar. Síðar um daginn tókum við upp Gone og þá hringdi Jack í vini sína frá Dead Weather sem hjálpuðu okkur að setja lagið í sérsniðinn rokkbúning. Við báðum þá um að spila eins og „alien ladies“ og þeir föttuðu strax hvað við áttum við.“ Spurð út í hvað hún meini með „alien ladies“ þá hlær Bubba. „Ég get ekki alveg lýst því með orðum hvað það þýðir. Maður verður held ég bara að hlusta á lagið til að skilja hvaða bylgjulengd við erum að tala um.“ Þess má geta að lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go var eitt fyrsta lagið sem þær My og Bubba sungu saman þegar þær urðu herbergisfélagar í Kaupmannahöfn. „Við My hittumst í Kaupmannahöfn þegar við urðum herbergisfélagar fyrir tilviljun. Við byrjuðum að syngja saman á kvöldin til að stytta okkur stundirnar – og upp úr því varð hljómsveitin til og langt ferðalag og ævintýri í kaupbæti,“ útskýrir Bubba. Áhugasamir geta hlustað á smáskífuna Gone, sem hefur að geyma tvö lög, á Spotify og iTunes. Smáskífuna er einnig hægt að kaupa á vínyl á vefsíðunni thirdmanrecords.com. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Okkur hefur lengi dreymt um að gera eitthvað með Jack, eða kannski haft á tilfinningunni að ef leiðir okkar lægju saman, þá gæti eitthvað mjög skemmtilegt og skapandi gerst – og það gerðist. Sameiginlegur kunningi kynnti Jack fyrir tónlist okkar og stuttu síðar hafði hann samband,“ segir Guðbjörg, eða Bubba, sem skipar hljómsveitina My Bubba ásamt My Larsdotter.„Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vinsælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman.“ „Fyrst tókum við upp lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go, sem okkur langaði að taka upp eins og við höfum sungið það frá byrjun, tvær raddir og gítar. Síðar um daginn tókum við upp Gone og þá hringdi Jack í vini sína frá Dead Weather sem hjálpuðu okkur að setja lagið í sérsniðinn rokkbúning. Við báðum þá um að spila eins og „alien ladies“ og þeir föttuðu strax hvað við áttum við.“ Spurð út í hvað hún meini með „alien ladies“ þá hlær Bubba. „Ég get ekki alveg lýst því með orðum hvað það þýðir. Maður verður held ég bara að hlusta á lagið til að skilja hvaða bylgjulengd við erum að tala um.“ Þess má geta að lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go var eitt fyrsta lagið sem þær My og Bubba sungu saman þegar þær urðu herbergisfélagar í Kaupmannahöfn. „Við My hittumst í Kaupmannahöfn þegar við urðum herbergisfélagar fyrir tilviljun. Við byrjuðum að syngja saman á kvöldin til að stytta okkur stundirnar – og upp úr því varð hljómsveitin til og langt ferðalag og ævintýri í kaupbæti,“ útskýrir Bubba. Áhugasamir geta hlustað á smáskífuna Gone, sem hefur að geyma tvö lög, á Spotify og iTunes. Smáskífuna er einnig hægt að kaupa á vínyl á vefsíðunni thirdmanrecords.com.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira