Kórar landsins takast á í nýjum þætti Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júlí 2017 09:45 Friðrik Dór hlakkar til að vera kynnir, sérstaklega er hann spenntur fyrir beinu útsendingunni. Vísir/Eyþór Í haust mun þátturinn Kórar Íslands hefja göngu sína á Stöð 2. Í beinni útsendingu munu tuttugu kórar takast á um titilinn Kór Íslands 2017. Kynnir þáttarins verður söngvarinn ástsæli Friðrik Dór. „Undir niðri í mér kraumar kórmaður. Ég elska góða kóra. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert verið í kórum sjálfur – pabbi var um stund í kór og tengdamamma mín hefur stundað kórastarf af miklum móð, þannig að ég fer einstaka sinnum á tónleika hjá henni og það er alltaf gaman að kíkja á það,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en hann verður kynnir í þáttunum Kórar Íslands sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust í samstarfi við Sagafilm og því vert að spyrja hann út í kórareynslu sína, sem hann viðurkennir að sé ekki mikil nema þá sem áhorfandi á tónleikum tengdamóðurinnar og svo þessi undir kraumandi kórmaður. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. „Mér líst bara vel á þetta. Það er mjög spennandi að spreyta sig á þessu hlutverki. Þetta er í beinni útsendingu – ég hef náttúrulega ekkert gert sem er í beinni útsendingu. Maður þarf að vera vel undirbúinn.“„En ef það koma upp einhver hitamál í þjóðfélaginu þá getur maður nýtt beina útsendingu í það að tjá sig óvænt, að koma með bombur inn í umræðuna. Ég sé fyrir mér að ég geti nýtt mér þetta tækifæri til að verða einn af helstu umræðuleiðtogum þessa lands.“ „Það er það sem pródúserar elska, þegar maður fer út fyrir handritið, sérstaklega ef maður tjáir sig um mjög umdeild málefni. Það er það sem ég stefni á að gera mikið af. Ég er að bíða eftir góðum skandal til að tjá mig um,“ segir Frikki og það er ekki laust við að blaðamaður skynji örlitla kaldhæðni í röddu þessa ástsæla listamanns sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og myndi áreiðanlega plumma sig mjög vel sem umræðuleiðtogi.En hvernig skyldi draumakórinn hans Frikka Dórs vera, ef hann fengi tækifæri til að setja einn slíkan saman? „Ætli hann myndi ekki bara innihalda tengdamóður mína sem aðalsöngkonu og þá værum við bara í toppmálum. Hún mætti síðan velja sér bakraddir.“ Tengdó getur unað vel við það. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir geta verið hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar og verður hún að sjálfsögðu skipuð miklu fagfólki. Allir áhugasamir kórar geta sótt um að taka þátt á netfanginu korar@sagafilm.is. Kórar Íslands Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Í haust mun þátturinn Kórar Íslands hefja göngu sína á Stöð 2. Í beinni útsendingu munu tuttugu kórar takast á um titilinn Kór Íslands 2017. Kynnir þáttarins verður söngvarinn ástsæli Friðrik Dór. „Undir niðri í mér kraumar kórmaður. Ég elska góða kóra. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert verið í kórum sjálfur – pabbi var um stund í kór og tengdamamma mín hefur stundað kórastarf af miklum móð, þannig að ég fer einstaka sinnum á tónleika hjá henni og það er alltaf gaman að kíkja á það,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en hann verður kynnir í þáttunum Kórar Íslands sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust í samstarfi við Sagafilm og því vert að spyrja hann út í kórareynslu sína, sem hann viðurkennir að sé ekki mikil nema þá sem áhorfandi á tónleikum tengdamóðurinnar og svo þessi undir kraumandi kórmaður. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. „Mér líst bara vel á þetta. Það er mjög spennandi að spreyta sig á þessu hlutverki. Þetta er í beinni útsendingu – ég hef náttúrulega ekkert gert sem er í beinni útsendingu. Maður þarf að vera vel undirbúinn.“„En ef það koma upp einhver hitamál í þjóðfélaginu þá getur maður nýtt beina útsendingu í það að tjá sig óvænt, að koma með bombur inn í umræðuna. Ég sé fyrir mér að ég geti nýtt mér þetta tækifæri til að verða einn af helstu umræðuleiðtogum þessa lands.“ „Það er það sem pródúserar elska, þegar maður fer út fyrir handritið, sérstaklega ef maður tjáir sig um mjög umdeild málefni. Það er það sem ég stefni á að gera mikið af. Ég er að bíða eftir góðum skandal til að tjá mig um,“ segir Frikki og það er ekki laust við að blaðamaður skynji örlitla kaldhæðni í röddu þessa ástsæla listamanns sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og myndi áreiðanlega plumma sig mjög vel sem umræðuleiðtogi.En hvernig skyldi draumakórinn hans Frikka Dórs vera, ef hann fengi tækifæri til að setja einn slíkan saman? „Ætli hann myndi ekki bara innihalda tengdamóður mína sem aðalsöngkonu og þá værum við bara í toppmálum. Hún mætti síðan velja sér bakraddir.“ Tengdó getur unað vel við það. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir geta verið hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar og verður hún að sjálfsögðu skipuð miklu fagfólki. Allir áhugasamir kórar geta sótt um að taka þátt á netfanginu korar@sagafilm.is.
Kórar Íslands Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira