Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss hækkað í gult stig Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. júlí 2017 21:06 Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var hækkað í gult stig í morgun, eftir að Jökulhlaup hófst í Múlakvísl seint í gærkvöldi. Hlaupið náði svo hámarki í dag, en áfram verður fylgst með svæðinu. Mönnum er efst í huga hamfaraflóðin sem áttu sér stað í Múlakvísl árið 2011 og viðbragðsaðilar voru viðbúnir ef það skyldi gerast aftur. Líkindi voru með hlaupinu í dag og hlaupinu þá. Rafleiðni í Múlakvísl hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að skjálfti varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í vikunni. Hann mældist 4,5 í stærð. Í gærkvöldi tók rafleiðnin kipp og snemma í morgun var komið það mikið jarðhitavatn í ánna að Veðurstofan og Almannavarnir hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss upp í gult og tilkynntu að jökulhlaup væri hafið. Tveir jarðskjálftar urðu norðarlega í Kötluöskjunni rétt eftir miðnætti og voru þeir að stærðinni 2,5 og þrír. Frá því að rafleiðnin náði toppi í morgun, hefur hún verið að síga hægt niður aftur og vatnshæð hefur einnig minnkað. Liturinn í ánni hefur verið dökkur sem segir að töluverð drulla er að skila sér úr jöklinum. Þó nokkur fjöldi ferðamanna er á svæðinu og það voru margir í Þakgili í nótt. Að sögn þeirra sem fréttastofa ræddi við var varla vært út sökum brennisteinslyktar. Veðurstofan varaði í dag fólk við því að vera nærri ánni vegna mengunar.Sjá einnig: Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinuVegagerðin og lögreglan hafa vaktað ánna frá því í gærkvöldi og stóðu sjónpóst á brúnni austan við Vík. Brúin er nýleg og á að standa jökulhlaup en árið 2011 sópaðist gamla brúin í burtu. Nú er vegurinn hannaður svo vatn flæði yfir hann til að hlífa brúnni. Ekkert sig hefur mælst í jöklinum en flogið var yfir svæðið í morgun. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í dag vegna hlaupsins og um miðjan dag kom tilkynning um að hlaupið hefði náð hámarki. Áfram verður fylgst með svæðinu. Enn er fólk beðið um að fara varlega á þessum slóðum. Þá barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning ofan af Sólheimajökli í dag frá leiðsögumönnum. Þar var tilkynnt um brennisteinslykt, sérkennileg hljóð og vatn á stöðum þar sem það á ekki að vera. Hins vegar hafi komið í ljós að ekkert óvenjulegt væri að gerast. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að brugðist hafi verið við því með að hafa samband við ferðaþjónustuaðila. Þeir fóru allir með sína hópa af jöklinum. Ástandinu hafi svo verið aflétt þegar í ljós kom að ekkert óeðlilegt væri á seiði. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var hækkað í gult stig í morgun, eftir að Jökulhlaup hófst í Múlakvísl seint í gærkvöldi. Hlaupið náði svo hámarki í dag, en áfram verður fylgst með svæðinu. Mönnum er efst í huga hamfaraflóðin sem áttu sér stað í Múlakvísl árið 2011 og viðbragðsaðilar voru viðbúnir ef það skyldi gerast aftur. Líkindi voru með hlaupinu í dag og hlaupinu þá. Rafleiðni í Múlakvísl hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að skjálfti varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í vikunni. Hann mældist 4,5 í stærð. Í gærkvöldi tók rafleiðnin kipp og snemma í morgun var komið það mikið jarðhitavatn í ánna að Veðurstofan og Almannavarnir hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss upp í gult og tilkynntu að jökulhlaup væri hafið. Tveir jarðskjálftar urðu norðarlega í Kötluöskjunni rétt eftir miðnætti og voru þeir að stærðinni 2,5 og þrír. Frá því að rafleiðnin náði toppi í morgun, hefur hún verið að síga hægt niður aftur og vatnshæð hefur einnig minnkað. Liturinn í ánni hefur verið dökkur sem segir að töluverð drulla er að skila sér úr jöklinum. Þó nokkur fjöldi ferðamanna er á svæðinu og það voru margir í Þakgili í nótt. Að sögn þeirra sem fréttastofa ræddi við var varla vært út sökum brennisteinslyktar. Veðurstofan varaði í dag fólk við því að vera nærri ánni vegna mengunar.Sjá einnig: Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinuVegagerðin og lögreglan hafa vaktað ánna frá því í gærkvöldi og stóðu sjónpóst á brúnni austan við Vík. Brúin er nýleg og á að standa jökulhlaup en árið 2011 sópaðist gamla brúin í burtu. Nú er vegurinn hannaður svo vatn flæði yfir hann til að hlífa brúnni. Ekkert sig hefur mælst í jöklinum en flogið var yfir svæðið í morgun. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í dag vegna hlaupsins og um miðjan dag kom tilkynning um að hlaupið hefði náð hámarki. Áfram verður fylgst með svæðinu. Enn er fólk beðið um að fara varlega á þessum slóðum. Þá barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning ofan af Sólheimajökli í dag frá leiðsögumönnum. Þar var tilkynnt um brennisteinslykt, sérkennileg hljóð og vatn á stöðum þar sem það á ekki að vera. Hins vegar hafi komið í ljós að ekkert óvenjulegt væri að gerast. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að brugðist hafi verið við því með að hafa samband við ferðaþjónustuaðila. Þeir fóru allir með sína hópa af jöklinum. Ástandinu hafi svo verið aflétt þegar í ljós kom að ekkert óeðlilegt væri á seiði.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent