Ljúffengar muffins í hollari kantinum Guðný Hrönn skrifar 27. júlí 2017 15:00 Volgar bláberjamuffins klikka aldrei. NORDICPHOTOS/GETTY Jarðfræðingurinn og bakarasnillingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir heldur úti blogginu kakanmin.com og birtir þar uppskriftir og myndir af kökunum og bakkelsinu sem hún bakar. Margrét fer létt með að baka ótrúlegar tertur og skreyttar kökur en spurð út í hvort hún lumi á einfaldri uppskrift sem hver sem er getur bakað eftir deilir hún þessari meðfylgjandi uppskrift. „Ég mæli helst með þessum bláberja- og bananamuffins. Þær eru í hollari kantinum og sjúklega góðar. Þeir sem hafa bakað þær gera það alltaf aftur og aftur.“Bláberja- og bananamuffins10-12 stórar muffins250 g spelt 2 tsk. lyftiduft (eða rúmar 2 tsk. vínsteinslyftiduft) 1 tsk. kanill Salt á hnífsoddi 2 stórir, þroskaðir bananar – stappaðir Um 170 g fersk eða frosin bláber* 3 msk. hlynsíróp 3 msk. olía 1 stórt egg 185 ml haframjólkOfan á:50 g hrásykur 50 g pekanhnetur – saxaðar ½ tsk. kanill 1 msk. vegan smjör Bragð- og lyktarlaus kókosolía til að smyrja formið, eða smjör, shortening eða olía Ath. ef þið viljið sleppa egginu líka má vel prófa að skipta því út fyrir ¼ bolla af eplamaukiMargrét Theodóra er snillingur þegar kemur að bakstri.vísir/ernirHitið ofninn í 180°C með blæstri.Smyrjið muffinsformið vel með kókosolíu eða því sem þið kjósið helst. Sigtið þurrefnin (spelt, lyftiduft, kanil og salt) saman í skál. Stappið bananann og setjið hann og bláberin saman við þurrefnin. Notið gaffal til að blanda þessu varlega saman. Setjið síróp, olíu, haframjólk og egg í aðra skál og þeytið létt saman. Blandið blautefnunum varlega saman við þurrefnin. Hér er mjög mikilvægt að hræra þetta ekki of lengi og ekki harkalega. Gott er að nota sleikju og nota rólega hreyfingar og hætta um leið og deigið er komið saman. (Því grófara sem hveitið er því mikilvægara er að hræra ekki of mikið). Notið skeið til að fylla muffinsformin, fyllið vel upp til að fá sæmilega stórar kökur. *Ef þið notið frosin ber þá mæli ég með að velta þeim aðeins upp úr spelti/hveiti áður en þið setjið þau í deigið, þetta er bæði gert til þess að þau sökkvi ekki öll á botninn og einnig svo að þau liti deigið minna. Einnig er hægt að skola þau vel með köldu vatni og þurrka aðeins til að deigið litist ekki.ToppurSaxið pekanhneturnar mjög smátt og skerið smjörið í litla bita. Blandið hrásykri, pekanhnetum, kanil og smjöri vel saman þar til blandan verður að kurli. Setjið kurlið ofan á hverja óbakaða muffinsköku. Bakið kökurnar í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Leyfið kökunum að standa í formunum í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið takið þær úr. Gott er að láta muffinskökurnar kólna á grind en best er að einfaldlega að gúffa þeim í sig á meðan þær eru enn volgar. Matur Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Jarðfræðingurinn og bakarasnillingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir heldur úti blogginu kakanmin.com og birtir þar uppskriftir og myndir af kökunum og bakkelsinu sem hún bakar. Margrét fer létt með að baka ótrúlegar tertur og skreyttar kökur en spurð út í hvort hún lumi á einfaldri uppskrift sem hver sem er getur bakað eftir deilir hún þessari meðfylgjandi uppskrift. „Ég mæli helst með þessum bláberja- og bananamuffins. Þær eru í hollari kantinum og sjúklega góðar. Þeir sem hafa bakað þær gera það alltaf aftur og aftur.“Bláberja- og bananamuffins10-12 stórar muffins250 g spelt 2 tsk. lyftiduft (eða rúmar 2 tsk. vínsteinslyftiduft) 1 tsk. kanill Salt á hnífsoddi 2 stórir, þroskaðir bananar – stappaðir Um 170 g fersk eða frosin bláber* 3 msk. hlynsíróp 3 msk. olía 1 stórt egg 185 ml haframjólkOfan á:50 g hrásykur 50 g pekanhnetur – saxaðar ½ tsk. kanill 1 msk. vegan smjör Bragð- og lyktarlaus kókosolía til að smyrja formið, eða smjör, shortening eða olía Ath. ef þið viljið sleppa egginu líka má vel prófa að skipta því út fyrir ¼ bolla af eplamaukiMargrét Theodóra er snillingur þegar kemur að bakstri.vísir/ernirHitið ofninn í 180°C með blæstri.Smyrjið muffinsformið vel með kókosolíu eða því sem þið kjósið helst. Sigtið þurrefnin (spelt, lyftiduft, kanil og salt) saman í skál. Stappið bananann og setjið hann og bláberin saman við þurrefnin. Notið gaffal til að blanda þessu varlega saman. Setjið síróp, olíu, haframjólk og egg í aðra skál og þeytið létt saman. Blandið blautefnunum varlega saman við þurrefnin. Hér er mjög mikilvægt að hræra þetta ekki of lengi og ekki harkalega. Gott er að nota sleikju og nota rólega hreyfingar og hætta um leið og deigið er komið saman. (Því grófara sem hveitið er því mikilvægara er að hræra ekki of mikið). Notið skeið til að fylla muffinsformin, fyllið vel upp til að fá sæmilega stórar kökur. *Ef þið notið frosin ber þá mæli ég með að velta þeim aðeins upp úr spelti/hveiti áður en þið setjið þau í deigið, þetta er bæði gert til þess að þau sökkvi ekki öll á botninn og einnig svo að þau liti deigið minna. Einnig er hægt að skola þau vel með köldu vatni og þurrka aðeins til að deigið litist ekki.ToppurSaxið pekanhneturnar mjög smátt og skerið smjörið í litla bita. Blandið hrásykri, pekanhnetum, kanil og smjöri vel saman þar til blandan verður að kurli. Setjið kurlið ofan á hverja óbakaða muffinsköku. Bakið kökurnar í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Leyfið kökunum að standa í formunum í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið takið þær úr. Gott er að láta muffinskökurnar kólna á grind en best er að einfaldlega að gúffa þeim í sig á meðan þær eru enn volgar.
Matur Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira