Stofna nýtt útgáfufyrirtæki Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júlí 2017 16:30 Tónlistarmaðurinn Indriði er einn af þeim sem eru á mála hjá figureight. figureight Stofnað hefur verið nýtt útgáfufyrirtæki sem ber nafnið figureight en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Að baki fyrirtækisins standa Shahzad Ismaily og Hildur Maral Hamíðsdóttir. Shahzad er tónlistarmaður og sannkallaður Íslandsvinur sem hefur spilað með fjölmörgum íslenskum listamönnum undanfarin ár, en jafnframt getið sér gott orð með listamönnum á borð við Bonnie ‘Prince’ Billy, Lou Reed, Tom Waits og John Zorn. Hildur hefur starfað við tónlist í 13 ár, til að mynda innan plötufyrirtækja, sem umboðsmaður, við kynningarstörf og tónlistarhátíðir. Í tilkynningunni segir að Figureight leggi mikið upp úr að vinna náið með listamönnum útgáfunnar og þeirra listrænu sýn. „Þó að listamennirnir séu á víð og dreif í landafræðilegum skilningi sem og í hljóðheiminum sem þeir skapa þá á tónlistin það sameiginlegt að vera einlæg, einstök og einkar áhugaverð,“ segir í tilkynningunni. Útgáfan er þegar með átta listamenn á sínum snærum og deilist þjóðerni þeirra jafnt á Ísland og Bandaríkin. Á hennar vegum hafa þegar komið út platan Makríl eftir Indriða auk þess sem plata JFDR frá því í mars, Brazil, kom út í samstarfi við fyrirtækið. Fleiri plötur eru væntanlegar á næstu mánuðum og verður tilkynnt um þær síðar.figureight á Facebookfigureight á TwitterHeimasíða figureight Tónlist Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Stofnað hefur verið nýtt útgáfufyrirtæki sem ber nafnið figureight en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Að baki fyrirtækisins standa Shahzad Ismaily og Hildur Maral Hamíðsdóttir. Shahzad er tónlistarmaður og sannkallaður Íslandsvinur sem hefur spilað með fjölmörgum íslenskum listamönnum undanfarin ár, en jafnframt getið sér gott orð með listamönnum á borð við Bonnie ‘Prince’ Billy, Lou Reed, Tom Waits og John Zorn. Hildur hefur starfað við tónlist í 13 ár, til að mynda innan plötufyrirtækja, sem umboðsmaður, við kynningarstörf og tónlistarhátíðir. Í tilkynningunni segir að Figureight leggi mikið upp úr að vinna náið með listamönnum útgáfunnar og þeirra listrænu sýn. „Þó að listamennirnir séu á víð og dreif í landafræðilegum skilningi sem og í hljóðheiminum sem þeir skapa þá á tónlistin það sameiginlegt að vera einlæg, einstök og einkar áhugaverð,“ segir í tilkynningunni. Útgáfan er þegar með átta listamenn á sínum snærum og deilist þjóðerni þeirra jafnt á Ísland og Bandaríkin. Á hennar vegum hafa þegar komið út platan Makríl eftir Indriða auk þess sem plata JFDR frá því í mars, Brazil, kom út í samstarfi við fyrirtækið. Fleiri plötur eru væntanlegar á næstu mánuðum og verður tilkynnt um þær síðar.figureight á Facebookfigureight á TwitterHeimasíða figureight
Tónlist Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira