Þetta segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Hann segir að síðast sem svona hár hiti mældist á landinu var á Eskifirði 9. ágúst 2012 þegar hitastig fór upp í 28 gráður.
Þorsteinn segir að síðustu dagar hafi verið mjög hlýir á norðanverðu landinu en að senn fari að kólna á landinu. Spáin sé fín á morgun en síðan fari að síga í norðanáttina.
„Á fimmtudag, föstudag kólnar fyrst fyrir austan og svo fyrir norðan. Það er að kólna og fína veðrið er að fara. En það verður fínt fyrir sunnan, þó að við munum ekki sjá svona hitatölur. Þær verða kannski átján til tuttugu gráður um helgina.“