Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:55 Hér má sjá fluguna sem fannst í leiðangrinum. Talið er að hún sé af frittfluguætt. Hún hefur aldrei áður sést hér á landi. Erling Ólafsson Ný flugutegund fannst í Surtsey við rannsóknarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn. Tegundin hefur aldrei áður sést hér á landi. Borgþór Magnússon, líffræðingur við Náttúrufræðistofnunina og leiðangursstjóri, segir í samtali við Vísi að flugan hafi líklega borist hingað til lands með suðrænum vindum. „Surtsey er náttúrulega syðsta eyja Íslands og næst meginlandinu og það voru nokkrar líkur á að það sem berst hingað með suðrænum vindum, að eitthvað af því komi þangað fyrst eða til Vestmannaeyja,“ segir Borgþór í samtali við Vísi.Grávíðir er einn nýjasti íbúi eyjunnar.Erling ÓlafssonNý víðitegund Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. Hann nefnir þó að síðustu ár hafi hægt á landnámi nýrra tegunda í eynni og segir að við því hafi verið að búast. Til að mynda er mjög lítið um nýjar fuglategundir. Hins vegar sé gróið svæði að aukast við það svæðið sem mávar halda sig helst. „Þar er komið mjög þétt og gróskumikið graslendi sem fuglinn viðheldur og það færist stöðugt út. Eyjan er að verða með árunum grónari og grónari. Gróðurfarið er farið að minna talsvert mikið á úteyjar Vestmannaeyjar þar sem eru sjófuglar,“ segir Borgþór.Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum, f.v. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Matthías Viðar Alfreðsson, Pawel Wasowicz, Sune Linder, Borgþór Magnússon, Kristján Jónasson og Erling Ólafsson.Erling ÓlafssonEyjan minnkar Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 2008 og er friðuð. Farið er til Surtseyjar á hverju ári og þar er mikil söfnun í gangi. Fyrsta ferð var árið 1964 og þá dvöldu menn á eynni frá vori fram á haust. Nú gistir rannsóknarteymið í um það bil viku í senn. Þá sést að mikil breyting er á eyjunni í hvert sinn, þó ekki af mannavöldum. Eyjan er orðin meira en helmingi minni en hún var þegar gosi lauk. „Það sem maður undrast alltaf á er hvað hraunin sunnan á eynni eru brotgjörn. Maður sér alltaf á milli ára talsverðar breytingar. Það brotnar af hömrum og það falla þarna niður stórar spildur og gengur stöðugt á hana,“ segir Borgþór. Hann telur að hraunið muni hverfa á næstu hundrað til tvö hundruð árum en að móbergshæðir muni hins vegar standa í þúsundir ára. Hann segir að góðar líkur á því að það muni verða til nýjar eyjar áður en Surtsey hverfur. Þarna sé enn þá bullandi eldvirkni.Stærsta rannsóknin frá upphafi Í ágúst mun hefjast ný rannsókn í Surtsey og verður hún sú stærsta frá upphafi. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands. Þá verða boraðar tvær 200 metra og 300 metra holur og efnið úr þeim verður rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að rannsaka myndun og þróun eldfjallaeyja. Þá verða sýni rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Holurnar sem verða boraðar verða síðan notaðar næstu áratugi sem neðanjarðarrannsóknarstöðvar til vöktunar, sýnatöku og tilrauna.Hér má sjá gróið land í Surtsey. Mávar halda þarna til.Borgþór Magnússon Dýr Surtsey Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Ný flugutegund fannst í Surtsey við rannsóknarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn. Tegundin hefur aldrei áður sést hér á landi. Borgþór Magnússon, líffræðingur við Náttúrufræðistofnunina og leiðangursstjóri, segir í samtali við Vísi að flugan hafi líklega borist hingað til lands með suðrænum vindum. „Surtsey er náttúrulega syðsta eyja Íslands og næst meginlandinu og það voru nokkrar líkur á að það sem berst hingað með suðrænum vindum, að eitthvað af því komi þangað fyrst eða til Vestmannaeyja,“ segir Borgþór í samtali við Vísi.Grávíðir er einn nýjasti íbúi eyjunnar.Erling ÓlafssonNý víðitegund Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. Hann nefnir þó að síðustu ár hafi hægt á landnámi nýrra tegunda í eynni og segir að við því hafi verið að búast. Til að mynda er mjög lítið um nýjar fuglategundir. Hins vegar sé gróið svæði að aukast við það svæðið sem mávar halda sig helst. „Þar er komið mjög þétt og gróskumikið graslendi sem fuglinn viðheldur og það færist stöðugt út. Eyjan er að verða með árunum grónari og grónari. Gróðurfarið er farið að minna talsvert mikið á úteyjar Vestmannaeyjar þar sem eru sjófuglar,“ segir Borgþór.Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum, f.v. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Matthías Viðar Alfreðsson, Pawel Wasowicz, Sune Linder, Borgþór Magnússon, Kristján Jónasson og Erling Ólafsson.Erling ÓlafssonEyjan minnkar Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 2008 og er friðuð. Farið er til Surtseyjar á hverju ári og þar er mikil söfnun í gangi. Fyrsta ferð var árið 1964 og þá dvöldu menn á eynni frá vori fram á haust. Nú gistir rannsóknarteymið í um það bil viku í senn. Þá sést að mikil breyting er á eyjunni í hvert sinn, þó ekki af mannavöldum. Eyjan er orðin meira en helmingi minni en hún var þegar gosi lauk. „Það sem maður undrast alltaf á er hvað hraunin sunnan á eynni eru brotgjörn. Maður sér alltaf á milli ára talsverðar breytingar. Það brotnar af hömrum og það falla þarna niður stórar spildur og gengur stöðugt á hana,“ segir Borgþór. Hann telur að hraunið muni hverfa á næstu hundrað til tvö hundruð árum en að móbergshæðir muni hins vegar standa í þúsundir ára. Hann segir að góðar líkur á því að það muni verða til nýjar eyjar áður en Surtsey hverfur. Þarna sé enn þá bullandi eldvirkni.Stærsta rannsóknin frá upphafi Í ágúst mun hefjast ný rannsókn í Surtsey og verður hún sú stærsta frá upphafi. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands. Þá verða boraðar tvær 200 metra og 300 metra holur og efnið úr þeim verður rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að rannsaka myndun og þróun eldfjallaeyja. Þá verða sýni rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Holurnar sem verða boraðar verða síðan notaðar næstu áratugi sem neðanjarðarrannsóknarstöðvar til vöktunar, sýnatöku og tilrauna.Hér má sjá gróið land í Surtsey. Mávar halda þarna til.Borgþór Magnússon
Dýr Surtsey Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira