Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2017 13:01 Undirbúningur hefur verið í fullum gangi. vísir/eyþór Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. Um fimm þúsund skátar munu taka þátt á alþjóðlega skátamótinu sem fram fer hér á landi í ár. Mótið verður kynnt með formlegum hætti nú eftir hádegi, og svo sett í fyrramálið. Hrönn Pétursdóttir mótsstjóri segir undirbúning hafa staðið yfir frá árinu 2014. „Dagskráin er þannig að við erum að kljást við viðfangsefni sem liggur ungu fólki nálægt í dag. Þegar þau eru á öllum stöðum um landið þá eru þau að læra um náttúruna og þau eru að reyna á sjálft sig, með því að taka þátt í alls konar ævintýrum og útivist.” Hrönn segir mikinn samfélagslegan ávinning hljótast af mótinu, meðal annars muni skátarnir taka þátt í uppbyggingu innviða hér á landi. „Tekjur mótsins sjálfs eru í kringum sex hundruð milljónir. Það eru þátttökugjöldin sem við fáum. Við fáum til viðbótar styrki upp á rúmar 100 milljónir. En svona ef við tökum tillit til alls þá þarf þetta fólk að kaupa flugfargjöld og jafnvel ferðast hér um landið, sumir í margar vikur. Þá má ætla að heildarvinningur samfélagsins sé um tveir og hálfur milljarður.” Hrönn segir að ákveðnar áhyggjur hafi verið uppi vegna samgöngukerfisins, því ljóst var að strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins anna ekki öllum þessum fjölda. „Við höfum nú lent í ýmsu en eitt sem kom í ljós var að þátttakendur okkar þurfa að sofa í skólum og hér og þar um alla borg um helgina og aftur að mótinu loknu, einfaldlega vegna þess að það eru ekki til nægilega mörg hótelherbergi. Við rákum okkur á það að almenningssamgöngukerfið gat ekki annað því að koma fólki fram og til baka. Þannig að við enduðum á því að fara í samstarf við Kynnisferðir sem eru að finna lausnir á þessu. Við látum þetta bara ganga upp, en á ákveðnum leiðum gæti strætó orðið dálítið vel fullur,” segir hún. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. Um fimm þúsund skátar munu taka þátt á alþjóðlega skátamótinu sem fram fer hér á landi í ár. Mótið verður kynnt með formlegum hætti nú eftir hádegi, og svo sett í fyrramálið. Hrönn Pétursdóttir mótsstjóri segir undirbúning hafa staðið yfir frá árinu 2014. „Dagskráin er þannig að við erum að kljást við viðfangsefni sem liggur ungu fólki nálægt í dag. Þegar þau eru á öllum stöðum um landið þá eru þau að læra um náttúruna og þau eru að reyna á sjálft sig, með því að taka þátt í alls konar ævintýrum og útivist.” Hrönn segir mikinn samfélagslegan ávinning hljótast af mótinu, meðal annars muni skátarnir taka þátt í uppbyggingu innviða hér á landi. „Tekjur mótsins sjálfs eru í kringum sex hundruð milljónir. Það eru þátttökugjöldin sem við fáum. Við fáum til viðbótar styrki upp á rúmar 100 milljónir. En svona ef við tökum tillit til alls þá þarf þetta fólk að kaupa flugfargjöld og jafnvel ferðast hér um landið, sumir í margar vikur. Þá má ætla að heildarvinningur samfélagsins sé um tveir og hálfur milljarður.” Hrönn segir að ákveðnar áhyggjur hafi verið uppi vegna samgöngukerfisins, því ljóst var að strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins anna ekki öllum þessum fjölda. „Við höfum nú lent í ýmsu en eitt sem kom í ljós var að þátttakendur okkar þurfa að sofa í skólum og hér og þar um alla borg um helgina og aftur að mótinu loknu, einfaldlega vegna þess að það eru ekki til nægilega mörg hótelherbergi. Við rákum okkur á það að almenningssamgöngukerfið gat ekki annað því að koma fólki fram og til baka. Þannig að við enduðum á því að fara í samstarf við Kynnisferðir sem eru að finna lausnir á þessu. Við látum þetta bara ganga upp, en á ákveðnum leiðum gæti strætó orðið dálítið vel fullur,” segir hún.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira